Auglýsendur þurfa greiðan aðgang að útbreiddum innlendum miðlum Guðmundur H. Pálsson skrifar 10. febrúar 2022 18:01 Andstætt skoðun ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, er ég þeirrar sannfæringar að RÚV eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. Fyrir því eru margar ástæður og verður farið yfir nokkrar hér á eftir. Það er hinsvegar alveg hægt að vera sammála Lilju að líta til Danmerkur sem fyrirmyndar þar sem ríkið rekur TV 2 sem er öflug sjónvarpsstöð með auglýsingar (um 50% markaðshludeild auglýsinga í sjónvarpi), þó svo þeir reki einnig DR stöðvarnar sem ekki eru með auglýsingar. Svipuð staða er í Bretlandi þar sem ríkið rekur Channel 4 sem er á auglýsingamarkaði með um þriðjung markaðshlutdeildar sjónvarpsauglýsinga. Ekki lítur út fyrir að dönskum og breskum ráðamönnum finnist eignarhaldið „rugla“ markaðinn eins og Lilju finnst eignarhaldið gera. Í þessum löndum er talið mjög mikilvægt að innlendir auglýsendur hafi aðgang að útbreiddum innlendum miðlum. Áhugavert væri að vita hvaða útbreidda miðla Lilja telji að innlendir auglýsendur í sjónvarpi eigi að leita til verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði. Ef RÚV er tekið af auglýsingamarkaði verður sjónvarp ekki lengur áhrifaríkur miðill til að auglýsa í. Aðrar sjónvarpsstöðvar eru ekki með það áhorf sem þarf til að réttlæta kostnað við framleiðslu og birtingar. Áhorf á fréttir RÚV er rúmlega 22% og almennt vinsælasta efnið á RÚV fer yfir 40% á meðan vinsælasta efni Stöðvar 2 er undir 10% og vinsælasta efni Símans er undir 5% (þegar þessir miðlar voru í samræmdum mælingum sem þeir eru ekki lengur hluti af). Þess má geta að handboltastrákarnir okkar á EM fengu yfir 60% uppsafnað áhorf á leikinn við Frakkland. Þetta er í raun skelfilegur raunveruleiki fyrir íslensk fyrirtæki þar sem sjónvarpsauglýsingar eru áhrifaríkasta leiðin til að byggja upp vörumerki þar sem saman fer hljóð og mynd, iðulega á áhrifaríkan hátt með tilfinningum og sterkum áhrifum. Að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun ekki auka áhorf á aðrar íslenskar sjónvarpsstöðvar. Sem þýðir að það fjármagn sem nú fer í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það má ekki gleyma því að fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðafólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk, hljóðfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhverjir séu nefndir. Hvert fer þá fjármagnið sem nú fer í birtingar í sjónvarpi? Á síðustu árum hafa auglýsingar á netinu aukist og þar meðfjármagn til erlendra netmiðla (þar af eru Google og Meta/Facebook stærstir). Búast má við að fjármagnið muni að miklu leyti færast þangað ásamt til annarra netmiðla og mögulega útimiðla sem hafa verið í miklum vexti á höfuðborgarsvæðinu. Ekki má gleyma að auglýsingar eru ekki aðeins leiknar sjónvarps- og útvarpsauglýsingar með mikilvægum skilaboðum um vöru og þjónustu. Auglýsingar eru einnig mikilvæg skilaboð til almennings um mikilvæga þjónustu fyrirtækja, stofnana og venjulegs fólks í formi skjáauglýsinga og lesinna auglýsinga, s.s. dánar- og jarðarfaratilkynninga, breytinga á almennri þjónustu opinberra stofnana, samkomuhaldi um land allt o.s.frv. RÚV hefur gegnt mikilvægu hlutverki hér og ekki má gleyma jólakveðjum sem er skemmtileg hefð hér á landi. Í stað þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði ættu aðgerðir frekar að snúast um að auka styrki til dagskrárgerðar á frjálsum fjölmiðlum. Það eru margar leiðir sem hægt er að fara og það vantar ekki hugmyndirnar á auglýsingastofum. Miklar breytingar eiga sér stað á íslenskum auglýsingamarkaði og hvernig fyrirtæki ná athygli á sínum vörum eða þjónustu. Þessar breytingar munu halda áfram næstu ár og að taka RÚV af auglýsingamarkaði bjargar ekkif jölmiðlum hér á landi. Auglýsendur á Íslandi vilja og þurfa sterka íslenska fjölmiðla. Höfundur er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa og framkvæmdastjóri Pipar\TBWA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Andstætt skoðun ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, er ég þeirrar sannfæringar að RÚV eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. Fyrir því eru margar ástæður og verður farið yfir nokkrar hér á eftir. Það er hinsvegar alveg hægt að vera sammála Lilju að líta til Danmerkur sem fyrirmyndar þar sem ríkið rekur TV 2 sem er öflug sjónvarpsstöð með auglýsingar (um 50% markaðshludeild auglýsinga í sjónvarpi), þó svo þeir reki einnig DR stöðvarnar sem ekki eru með auglýsingar. Svipuð staða er í Bretlandi þar sem ríkið rekur Channel 4 sem er á auglýsingamarkaði með um þriðjung markaðshlutdeildar sjónvarpsauglýsinga. Ekki lítur út fyrir að dönskum og breskum ráðamönnum finnist eignarhaldið „rugla“ markaðinn eins og Lilju finnst eignarhaldið gera. Í þessum löndum er talið mjög mikilvægt að innlendir auglýsendur hafi aðgang að útbreiddum innlendum miðlum. Áhugavert væri að vita hvaða útbreidda miðla Lilja telji að innlendir auglýsendur í sjónvarpi eigi að leita til verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði. Ef RÚV er tekið af auglýsingamarkaði verður sjónvarp ekki lengur áhrifaríkur miðill til að auglýsa í. Aðrar sjónvarpsstöðvar eru ekki með það áhorf sem þarf til að réttlæta kostnað við framleiðslu og birtingar. Áhorf á fréttir RÚV er rúmlega 22% og almennt vinsælasta efnið á RÚV fer yfir 40% á meðan vinsælasta efni Stöðvar 2 er undir 10% og vinsælasta efni Símans er undir 5% (þegar þessir miðlar voru í samræmdum mælingum sem þeir eru ekki lengur hluti af). Þess má geta að handboltastrákarnir okkar á EM fengu yfir 60% uppsafnað áhorf á leikinn við Frakkland. Þetta er í raun skelfilegur raunveruleiki fyrir íslensk fyrirtæki þar sem sjónvarpsauglýsingar eru áhrifaríkasta leiðin til að byggja upp vörumerki þar sem saman fer hljóð og mynd, iðulega á áhrifaríkan hátt með tilfinningum og sterkum áhrifum. Að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun ekki auka áhorf á aðrar íslenskar sjónvarpsstöðvar. Sem þýðir að það fjármagn sem nú fer í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það má ekki gleyma því að fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðafólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk, hljóðfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhverjir séu nefndir. Hvert fer þá fjármagnið sem nú fer í birtingar í sjónvarpi? Á síðustu árum hafa auglýsingar á netinu aukist og þar meðfjármagn til erlendra netmiðla (þar af eru Google og Meta/Facebook stærstir). Búast má við að fjármagnið muni að miklu leyti færast þangað ásamt til annarra netmiðla og mögulega útimiðla sem hafa verið í miklum vexti á höfuðborgarsvæðinu. Ekki má gleyma að auglýsingar eru ekki aðeins leiknar sjónvarps- og útvarpsauglýsingar með mikilvægum skilaboðum um vöru og þjónustu. Auglýsingar eru einnig mikilvæg skilaboð til almennings um mikilvæga þjónustu fyrirtækja, stofnana og venjulegs fólks í formi skjáauglýsinga og lesinna auglýsinga, s.s. dánar- og jarðarfaratilkynninga, breytinga á almennri þjónustu opinberra stofnana, samkomuhaldi um land allt o.s.frv. RÚV hefur gegnt mikilvægu hlutverki hér og ekki má gleyma jólakveðjum sem er skemmtileg hefð hér á landi. Í stað þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði ættu aðgerðir frekar að snúast um að auka styrki til dagskrárgerðar á frjálsum fjölmiðlum. Það eru margar leiðir sem hægt er að fara og það vantar ekki hugmyndirnar á auglýsingastofum. Miklar breytingar eiga sér stað á íslenskum auglýsingamarkaði og hvernig fyrirtæki ná athygli á sínum vörum eða þjónustu. Þessar breytingar munu halda áfram næstu ár og að taka RÚV af auglýsingamarkaði bjargar ekkif jölmiðlum hér á landi. Auglýsendur á Íslandi vilja og þurfa sterka íslenska fjölmiðla. Höfundur er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa og framkvæmdastjóri Pipar\TBWA.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun