Óvenjulega gæfur hrafn gefur frá sér einkennileg ástarhljóð Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. febrúar 2022 21:00 Hrafninn var á vappi í Lágmúlanum í dag þegar við rákumst á hann. vísir/sigurjón Varpstofn hrafna í Reykjavík hefur stækkað töluvert á síðustu árum. Fuglarnir para sig á þessum árstíma og eru því mjög áberandi í borginni. Við hittum ungan hrafn í leit að ást en hann fann í staðinn góðan vin í fréttamanni okkar. Hrafninn hittum við óvænt í Lágmúlanum í dag þar sem fréttastofa var stödd í öðrum erindagjörðum. Hann var með eindæmum gæfur eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Hann vakti mikla lukku meðal vegfarenda á svæðinu. Ungir hrafnar eru óttalegir kjánar Við leituðum til sérfræðings til að ræða hrafnalífið í borginni eftir kynni okkar af hrafninum í Lágmúla. En eru hrafnar orðnir gæfari í dag en áður? „Fyrst og fremst meta þeir svona bara hvar er hætta á ferð. Hérna innan borgarinnar eru þeir nú varla ofsóttir og þeir geta verið mjög spakir og sérstaklega ef einhvers ætis er von. En svo geta sumir hrafnar verið miklu styggari,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Kristinn segir hrafnana einhverja gáfuðustu fugla sem fyrirfinnast.vísir/sindri Og þarna getur aldur fuglanna spilað inn í. „Ungir hrafnar eru til dæmis eru fyrstu mánuðina bara asnar og miklir kjánar en þeir læra nú fljótt á lífið,“ segir Kristinn Haukur. Þannig ég hef líklega hitt einn svona kjána eða hvað? „Já, væntanlega,“ segir Kristinn Haukur og hlær við. Hrafninn vakti mikla lukku vegfarenda. Á tímabili var nokkur hópur búinn að safnast að honum en hér sést ferðamaður mynda hann.vísir/sigurjón Koma í bæinn á veturna Hann segir hrafnana einstaklega skemmtileg dýr og taldir meðal þeirra gáfuðustu ásamt páfagaukum og krákum. Varpstofn hrafna í borginni hefur stækkað samhliða fjölgun trjáa og núverpa hér tugir para. Á veturna sækja hrafnar úr nágrannasveitarfélögum hins vegar í borgina í leit að æti og til að para sig. Þeir geta verið í hundraðatali í Reykjavík á veturna. Hrafninn ungi. Sá gaf frá sér einkennileg hljóð eða að minnsta kosti ekki það hefðbundna krunk sem flestir tengja við hrafna.vísir/sigurjón Ekkert venjulegt krunk En hljóðin í hrafninum sem við hittum í dag vöktu mikla athygli okkar og vegfarenda. Það var ekki það venjulega krunk sem flestir tengja við hrafninn. Við spurðum Kristinn út í það: „Hrafnarnir gefa frá sér mjög merkileg og margvísleg hljóð. Þeir eru að parast á veturna. Þeir parast í þessum geldhrafnaflokkum þannig sumt af þessum hljóðum eru kannski ástarkvak,“ segir hann og líkir eftir einu af hljóðum hrafnsins, líklega því sem við heyrðum í dag. Við bendum lesendum enn og aftur á myndbandið sem hér fylgir fréttinni, sem sýnt var í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Hvort ástarkvak hrafnsins hafi beinst að frétta- og tökumanni verður ekki fullyrt um hér en eitt er víst að hann vitrist að minnsta kosti ansi hrifinn af okkur. Dýr Fuglar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Hrafninn hittum við óvænt í Lágmúlanum í dag þar sem fréttastofa var stödd í öðrum erindagjörðum. Hann var með eindæmum gæfur eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Hann vakti mikla lukku meðal vegfarenda á svæðinu. Ungir hrafnar eru óttalegir kjánar Við leituðum til sérfræðings til að ræða hrafnalífið í borginni eftir kynni okkar af hrafninum í Lágmúla. En eru hrafnar orðnir gæfari í dag en áður? „Fyrst og fremst meta þeir svona bara hvar er hætta á ferð. Hérna innan borgarinnar eru þeir nú varla ofsóttir og þeir geta verið mjög spakir og sérstaklega ef einhvers ætis er von. En svo geta sumir hrafnar verið miklu styggari,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Kristinn segir hrafnana einhverja gáfuðustu fugla sem fyrirfinnast.vísir/sindri Og þarna getur aldur fuglanna spilað inn í. „Ungir hrafnar eru til dæmis eru fyrstu mánuðina bara asnar og miklir kjánar en þeir læra nú fljótt á lífið,“ segir Kristinn Haukur. Þannig ég hef líklega hitt einn svona kjána eða hvað? „Já, væntanlega,“ segir Kristinn Haukur og hlær við. Hrafninn vakti mikla lukku vegfarenda. Á tímabili var nokkur hópur búinn að safnast að honum en hér sést ferðamaður mynda hann.vísir/sigurjón Koma í bæinn á veturna Hann segir hrafnana einstaklega skemmtileg dýr og taldir meðal þeirra gáfuðustu ásamt páfagaukum og krákum. Varpstofn hrafna í borginni hefur stækkað samhliða fjölgun trjáa og núverpa hér tugir para. Á veturna sækja hrafnar úr nágrannasveitarfélögum hins vegar í borgina í leit að æti og til að para sig. Þeir geta verið í hundraðatali í Reykjavík á veturna. Hrafninn ungi. Sá gaf frá sér einkennileg hljóð eða að minnsta kosti ekki það hefðbundna krunk sem flestir tengja við hrafna.vísir/sigurjón Ekkert venjulegt krunk En hljóðin í hrafninum sem við hittum í dag vöktu mikla athygli okkar og vegfarenda. Það var ekki það venjulega krunk sem flestir tengja við hrafninn. Við spurðum Kristinn út í það: „Hrafnarnir gefa frá sér mjög merkileg og margvísleg hljóð. Þeir eru að parast á veturna. Þeir parast í þessum geldhrafnaflokkum þannig sumt af þessum hljóðum eru kannski ástarkvak,“ segir hann og líkir eftir einu af hljóðum hrafnsins, líklega því sem við heyrðum í dag. Við bendum lesendum enn og aftur á myndbandið sem hér fylgir fréttinni, sem sýnt var í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Hvort ástarkvak hrafnsins hafi beinst að frétta- og tökumanni verður ekki fullyrt um hér en eitt er víst að hann vitrist að minnsta kosti ansi hrifinn af okkur.
Dýr Fuglar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent