Skóli án aðgreiningar án fagfólks Stein Olav Romslo skrifar 9. febrúar 2022 07:30 Kennarar eru frábærir! Þeir sinna óeigingjörnu starfi og leggja sig mikið fram á hverjum einasta degi. Ég veit það af því ég vinn með þeim. En það eru sker í sjónum. Verkefni og úrlausnarefni kennara verða sífellt fleiri og flóknari án þess að næg úrræði komi á móti. Það er til dæmis allt annað starf að vera umsjónarkennari í dag en fyrir einungis nokkrum árum – það segja reyndir kennarar sem ég tala við. Skóli án aðgreiningar er mikilvæg stefna og hugmyndafræði en eykur álag kennara sem þegar er mikið fyrir. Kennarar sinna ákveðnu hlutverki í uppeldi barna, er treyst fyrir trúnaðarupplýsingum um og frá nemendum, veita félagslegan stuðning og fleira. Ég er sjálfur að taka mín fyrstu skref sem umsjónarkennari og þetta er miklu víðtækara starf en ég hefði nokkurn tímann séð fyrir mér – þó svo að ég sé búinn að vinna í grunnskóla í meira en þrjú ár. Það þarf að bæta úrræði og stuðning við kennara og draga úr álagi okkar. Ein helsta áskorun barna og unglinga í dag er geðheilsa þeirra sem verður með árunum mun stærri hluti af starfi kennara og annarra sem vinna í skólum. Það hefur lengi verið kallað eftir fleiri og bættum lausnum fyrir þau – og ákallið frá þeim sjálfum er skýrt! Ég þekki dæmi úr Hagaskóla. Þar hafa nemendur unnið stjórnmálaverkefni í mörg ár þar sem þau búa til stjórnmálaflokka og ákveða stefnumál. Eitt stefnumál sem kemur aftur og aftur og aftur er að fá sálfræðinga í skólann. Ég tel að sálfræðingar í skóla væri frábær og ekki síður mikilvæg viðbót við það starfsfólk sem vinnur með börnum okkar í skólum. Þá eru nemendur líklegri til að leita sér aðstoðar í nærumhverfi sínu og því væri það mikil bragarbót fyrir þau sem gæti hjálpað svo mörgum. Bæði fyrir þau sem þurfa á aukinni aðstoð að halda og einnig þau sem vilja bara fara í reglulegt tékk – eins og að fara til tannlæknis! Í skólum borgarinnar vinna ekki einungis kennarar, heldur er þar til staðar yfirgripsmikil starfsemi fyrir börnin okkar. Undanfarin ár hef ég meðal annars kynnst starfi þroskaþjálfa sem sinna lykilhlutverki fyrir skóla án aðgreiningar. Ég hef þar af leiðandi trú á því að við séum á réttri leið þegar öllum börnum er gert kleift að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Síðustu mánuði höfum við í Hagaskóla fengið til liðs við okkur öflugan tómstunda- og félagsfræðing. Hann getur náð til nemenda á allt öðruvísi hátt en við kennararnir og tengir starf félagsmiðstöðvarinnar betur við skólastarfið sem styður enn betur við félagslega hlutverk skólans. Fleira fagfólk í skólana, eins og til dæmis það sem ég hef nefnt að ofan, myndi stórauka þverfaglega nálgun í skólunum og styðja betur við skólasamfélagið sem heild. Þannig er betur unnt að koma til móts við mismunandi þarfir fjölbreytts hóps nemenda. Höldum áfram á þessari braut við að stórefla skólana í borginni með áherslu á þverfagleika innan þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 12.-13. febrúar nk. Heimasíða framboðsins er steinolav.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Kennarar eru frábærir! Þeir sinna óeigingjörnu starfi og leggja sig mikið fram á hverjum einasta degi. Ég veit það af því ég vinn með þeim. En það eru sker í sjónum. Verkefni og úrlausnarefni kennara verða sífellt fleiri og flóknari án þess að næg úrræði komi á móti. Það er til dæmis allt annað starf að vera umsjónarkennari í dag en fyrir einungis nokkrum árum – það segja reyndir kennarar sem ég tala við. Skóli án aðgreiningar er mikilvæg stefna og hugmyndafræði en eykur álag kennara sem þegar er mikið fyrir. Kennarar sinna ákveðnu hlutverki í uppeldi barna, er treyst fyrir trúnaðarupplýsingum um og frá nemendum, veita félagslegan stuðning og fleira. Ég er sjálfur að taka mín fyrstu skref sem umsjónarkennari og þetta er miklu víðtækara starf en ég hefði nokkurn tímann séð fyrir mér – þó svo að ég sé búinn að vinna í grunnskóla í meira en þrjú ár. Það þarf að bæta úrræði og stuðning við kennara og draga úr álagi okkar. Ein helsta áskorun barna og unglinga í dag er geðheilsa þeirra sem verður með árunum mun stærri hluti af starfi kennara og annarra sem vinna í skólum. Það hefur lengi verið kallað eftir fleiri og bættum lausnum fyrir þau – og ákallið frá þeim sjálfum er skýrt! Ég þekki dæmi úr Hagaskóla. Þar hafa nemendur unnið stjórnmálaverkefni í mörg ár þar sem þau búa til stjórnmálaflokka og ákveða stefnumál. Eitt stefnumál sem kemur aftur og aftur og aftur er að fá sálfræðinga í skólann. Ég tel að sálfræðingar í skóla væri frábær og ekki síður mikilvæg viðbót við það starfsfólk sem vinnur með börnum okkar í skólum. Þá eru nemendur líklegri til að leita sér aðstoðar í nærumhverfi sínu og því væri það mikil bragarbót fyrir þau sem gæti hjálpað svo mörgum. Bæði fyrir þau sem þurfa á aukinni aðstoð að halda og einnig þau sem vilja bara fara í reglulegt tékk – eins og að fara til tannlæknis! Í skólum borgarinnar vinna ekki einungis kennarar, heldur er þar til staðar yfirgripsmikil starfsemi fyrir börnin okkar. Undanfarin ár hef ég meðal annars kynnst starfi þroskaþjálfa sem sinna lykilhlutverki fyrir skóla án aðgreiningar. Ég hef þar af leiðandi trú á því að við séum á réttri leið þegar öllum börnum er gert kleift að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Síðustu mánuði höfum við í Hagaskóla fengið til liðs við okkur öflugan tómstunda- og félagsfræðing. Hann getur náð til nemenda á allt öðruvísi hátt en við kennararnir og tengir starf félagsmiðstöðvarinnar betur við skólastarfið sem styður enn betur við félagslega hlutverk skólans. Fleira fagfólk í skólana, eins og til dæmis það sem ég hef nefnt að ofan, myndi stórauka þverfaglega nálgun í skólunum og styðja betur við skólasamfélagið sem heild. Þannig er betur unnt að koma til móts við mismunandi þarfir fjölbreytts hóps nemenda. Höldum áfram á þessari braut við að stórefla skólana í borginni með áherslu á þverfagleika innan þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 12.-13. febrúar nk. Heimasíða framboðsins er steinolav.is.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun