Ósýnilegu björgunarsveitirnar Halla Hrund Logadóttir skrifar 8. febrúar 2022 13:00 Það er lægð yfir landinu. Óveður í aðsigi. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi. „Bindið lausamuni“. „Verið ekki á ferli,“ ómar í fréttum. Dimmir dagar og nætur febrúar stormsins renna í eitt og landinn dregur sig í skel. Um leið og það hægist á samfélaginu um stund fer neyðarsamstarf raforkukerfisins hins vegar á hæsta snúning. Vandaðar áætlanir um aðgerðir ef vindar herja á raflínur og mannvirki sem flytja ljós á hvert heimili eru vaktar úr dvala. Mannskapur er ræstur út, þvert yfir landið, til að vera klár ef eitthvað fer úrskeiðis. Varabirgðir í formi afls eru færðar til á milli byggða eftir ígrunduðu áhættumati. Allt þaulskipulagt og byggt á margra ára reynslu af því að takast á við dagana þar sem Ísland stendur undir nafni: Þegar vetur konungur hnyklar vöðvana og sýnir hver ræður. Oftast finnum við lítið fyrir þessari metnaðarfullu neyðarþjónustu raforkukerfisins. Flestu er nefnilega hægt að bjarga áður en í óefni er komið. Sums staðar eru veðravítin þó einstök eða raforkukerfið berskjaldaðra en annars staðar. Stundum dansa loftlínur í vindstrengjum á meðan aðrar hvíla í skjóli í jörðu. Sum byggðarlög og bæir eru einnig betur tengdir en önnur, sem stöðugt verkefni er að útfæra og þróa. En þegar rafmagnið slær út með hvelli, á dimmum degi eins og í vikunni, þá er sama hvar og hver staðan er; neyðarkallinu er svarað. Það eru tugir einstaklinga á vaktinni. Fyrir okkur. Og vinna samstillt að því að ljósin logi í gegnum óveðrið á hverju heimili landsins, eða komist hratt á aftur ef illa fer. Þessar hetjur óveðranna eru sjaldan í fjölmiðlum. Þær vinna verk sín af metnaði og elju, bæði í stjórnstöðvum kerfis- og dreifiveitna um allt land, og ekki síst á vettvangi við erfiðar aðstæður í veðurofsa um langa hríð. Þær eru ósýnilegu björgunarsveitirnar sem geta dimmu í (dags)ljós breytt. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Sjá meira
Það er lægð yfir landinu. Óveður í aðsigi. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi. „Bindið lausamuni“. „Verið ekki á ferli,“ ómar í fréttum. Dimmir dagar og nætur febrúar stormsins renna í eitt og landinn dregur sig í skel. Um leið og það hægist á samfélaginu um stund fer neyðarsamstarf raforkukerfisins hins vegar á hæsta snúning. Vandaðar áætlanir um aðgerðir ef vindar herja á raflínur og mannvirki sem flytja ljós á hvert heimili eru vaktar úr dvala. Mannskapur er ræstur út, þvert yfir landið, til að vera klár ef eitthvað fer úrskeiðis. Varabirgðir í formi afls eru færðar til á milli byggða eftir ígrunduðu áhættumati. Allt þaulskipulagt og byggt á margra ára reynslu af því að takast á við dagana þar sem Ísland stendur undir nafni: Þegar vetur konungur hnyklar vöðvana og sýnir hver ræður. Oftast finnum við lítið fyrir þessari metnaðarfullu neyðarþjónustu raforkukerfisins. Flestu er nefnilega hægt að bjarga áður en í óefni er komið. Sums staðar eru veðravítin þó einstök eða raforkukerfið berskjaldaðra en annars staðar. Stundum dansa loftlínur í vindstrengjum á meðan aðrar hvíla í skjóli í jörðu. Sum byggðarlög og bæir eru einnig betur tengdir en önnur, sem stöðugt verkefni er að útfæra og þróa. En þegar rafmagnið slær út með hvelli, á dimmum degi eins og í vikunni, þá er sama hvar og hver staðan er; neyðarkallinu er svarað. Það eru tugir einstaklinga á vaktinni. Fyrir okkur. Og vinna samstillt að því að ljósin logi í gegnum óveðrið á hverju heimili landsins, eða komist hratt á aftur ef illa fer. Þessar hetjur óveðranna eru sjaldan í fjölmiðlum. Þær vinna verk sín af metnaði og elju, bæði í stjórnstöðvum kerfis- og dreifiveitna um allt land, og ekki síst á vettvangi við erfiðar aðstæður í veðurofsa um langa hríð. Þær eru ósýnilegu björgunarsveitirnar sem geta dimmu í (dags)ljós breytt. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar