Innlent

Fylgstu með lægðinni

Eiður Þór Árnason skrifar
Óveðri er spáð í Reykjavík og á landinu öllu.
Óveðri er spáð í Reykjavík og á landinu öllu. Vísir/Vilhelm

Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið.

Fjöldi vefmyndavéla hefur verið settur upp á seinustu árum sem gera landsmönnum kleift að fylgjast með birtingarmynd lægðarinnar víða um land, án þess að yfirgefa skjólgóða mannabústaði. Vísir tekur hér saman nokkur streymi sem áhugavert gæti verið að fylgjast með samhliða veðurvaktinni okkar.

Strandlengjan meðfram Sæbraut

Óseyrarhöfn í Hafnarfirði

Borgarfjarðarhöfn

Skarfabakki í Reykjavík

Borgarneshöfn

Hér má sjá hvernig lægðin gengur yfir landið á gagnvirku korti




Tengdar fréttir

Veður­vaktin á Vísi: Sögu­legt ó­veður í kortunum

Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×