Styðjum starfsmenn til náms Sigmar Vilhjálmsson skrifar 5. febrúar 2022 13:34 Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám. Undirritaður hefur í þó nokkur ár gengið með hugmynd í maganum um hvernig hægt sé að styðja góða starfsmenn sem annaðhvort stunda nám eða hafa hug á því. Þessi hugmynd heitir „Skólastyrkur“ og er loksins orðin að veruleika í nýju félagi sem ber heitið Munnbitinn. Til þess að koma þessari hugmynd af stað þurfti framsýna stjórn og hluthafa. Skólastyrkur Munnbitans er hugsaður fyrir framúrskarandi starfsmenn Munnbitans sem stunda nám samhliða starfi. Skólastyrkurinn er ætlaður að létta undir með starfsmanni á meðan á námi stendur með tilfærslum á vöktum vegna anna og með fjárhagsstuðningi. Einnig tekur Skólastyrkurinn mið af því að tryggja starfsmanni örugga sumarvinnu á milli anna í skólanum og létta með því áhyggjur af sumarstarfi sem er þekkt áhyggjuefni hjá mörgum námsmönnum. Skólastyrkurinn felur í sér fjárhagslegan stuðning með eftirfarandi hætti: ·Skólagjöld eru greidd af félaginu. Séu gjöld verulega há, þá er gert sér samkomulag um það. ·Launataxtar hækkaðir. Lagðar eru kr. 347,- ofan á laun fyrir hverja unna klukkustund. Miðað er við að starfsmaður vinni að lágmarki 50 klukkustundir í mánuði. Skólastyrkurinn er hagur starfsmanns og félagsins. Með skólastyrknum er félagið að hjálpa starfsmanninum að ná sýnum markmiðum í náminu og um leið er starfsmaðurinn að hjálpa félaginu að ná sínum markmiðum sem er minni starfsmannavelta og þá einnig sterkari liðsheild í starfsmannahópnum. En hvað er frammúrskarandi starfsmaður? Líklega er misjafnt hvernig vinnustaðir meta frammistöðu, en í okkar félagi eru þetta þau sex atriði sem einkenna frammúrskarandi starfsmann: Áreiðanlegur starfsmaður: Mæting á réttum tíma. Lítið um breytingar á vöktum. Ábyrgur starfsmaður: Vinnur að heilindum og kemur sér ekki undan verkum. Góður félagi: Vel metinn af samstarfsfólki. Gleðin að leiðarljósi: Jákvætt viðmót gagnvart þeim verkefnum sem eru fyrir hendi. Traustur starfsmaður: Hægt að treysta starfsmanni fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir. Frumkvæði: Starfsmaður sýnir frumkvæði í úrlausnum og hugmyndum til úrbóta. Við viljum deila þessari hugmynd og sýn okkar með öðrum atvinnurekendum og hvetja þá til að styðja sitt fólk til ná markmiðum sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Munnbitans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Vinnumarkaður Veitingastaðir Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Sjá meira
Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám. Undirritaður hefur í þó nokkur ár gengið með hugmynd í maganum um hvernig hægt sé að styðja góða starfsmenn sem annaðhvort stunda nám eða hafa hug á því. Þessi hugmynd heitir „Skólastyrkur“ og er loksins orðin að veruleika í nýju félagi sem ber heitið Munnbitinn. Til þess að koma þessari hugmynd af stað þurfti framsýna stjórn og hluthafa. Skólastyrkur Munnbitans er hugsaður fyrir framúrskarandi starfsmenn Munnbitans sem stunda nám samhliða starfi. Skólastyrkurinn er ætlaður að létta undir með starfsmanni á meðan á námi stendur með tilfærslum á vöktum vegna anna og með fjárhagsstuðningi. Einnig tekur Skólastyrkurinn mið af því að tryggja starfsmanni örugga sumarvinnu á milli anna í skólanum og létta með því áhyggjur af sumarstarfi sem er þekkt áhyggjuefni hjá mörgum námsmönnum. Skólastyrkurinn felur í sér fjárhagslegan stuðning með eftirfarandi hætti: ·Skólagjöld eru greidd af félaginu. Séu gjöld verulega há, þá er gert sér samkomulag um það. ·Launataxtar hækkaðir. Lagðar eru kr. 347,- ofan á laun fyrir hverja unna klukkustund. Miðað er við að starfsmaður vinni að lágmarki 50 klukkustundir í mánuði. Skólastyrkurinn er hagur starfsmanns og félagsins. Með skólastyrknum er félagið að hjálpa starfsmanninum að ná sýnum markmiðum í náminu og um leið er starfsmaðurinn að hjálpa félaginu að ná sínum markmiðum sem er minni starfsmannavelta og þá einnig sterkari liðsheild í starfsmannahópnum. En hvað er frammúrskarandi starfsmaður? Líklega er misjafnt hvernig vinnustaðir meta frammistöðu, en í okkar félagi eru þetta þau sex atriði sem einkenna frammúrskarandi starfsmann: Áreiðanlegur starfsmaður: Mæting á réttum tíma. Lítið um breytingar á vöktum. Ábyrgur starfsmaður: Vinnur að heilindum og kemur sér ekki undan verkum. Góður félagi: Vel metinn af samstarfsfólki. Gleðin að leiðarljósi: Jákvætt viðmót gagnvart þeim verkefnum sem eru fyrir hendi. Traustur starfsmaður: Hægt að treysta starfsmanni fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir. Frumkvæði: Starfsmaður sýnir frumkvæði í úrlausnum og hugmyndum til úrbóta. Við viljum deila þessari hugmynd og sýn okkar með öðrum atvinnurekendum og hvetja þá til að styðja sitt fólk til ná markmiðum sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Munnbitans.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar