Léttir að mega sýna fyrir fullum sal Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2022 23:41 Meðlimir VHS eru hæstánægðir með að mega sýna fyrir fullum sal á ný. Stöð 2 Uppistandshópurinn VHS hélt uppistand fyrir fullum sal gesta í Tjarnarbíói í kvöld. Þau segja samkomur fólks skipta miklu máli upp á stemninguna á uppistandssýningum. Í vikunni ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að hætta að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Það þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta hefur vakið mikla kátínu meðal sviðslistafólks, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist til að mynda vera „hoppandi glöð“ með breytinguna. Meðlimir uppistandshópsins VHS virðast vera það líka en fréttamaður okkar heyrði í þeim að lokinni sýningu þeirra í Tjarnarbíói í kvöld. Þeirri fyrstu fyrir fullum sal í langan tíma. Þau segja mikinn létti að mega loks skemmta án fjarlægðartakmarkanna. „Það er svo gott upp á góðu stemninguna þegar fólk kemur saman, sérstaklega í uppistandi,“ segir Vilhelm Neto, einn meðlima VHS. „Fólk þorir minna að hlæja þegar það eru fáir í kring um þig, ef þinn hlátur heyrist mjög afgerandi. Þá eru sumir að draga sig í hlé,“ segir Vigdís Hafliðadóttir uppistandari. Hvetja fólk til að hlæja með augunum Þau segja þó að það sé minni stemning þegar fólk þarf að bera grímur í áhorfendasal, en stemning samt sem áður. Þau segjast sjá á augunum á fólki þegar það skemmtir sér. „Við biðlum til fólks að brosa með augunum,“ segir Hákon Örn Helgason uppistandari. Vilhelm Neto með sýnikennslu í augnabrosi.Stöð 2 Þá minnir það Vigdísi á uppistand yfir netið, þá fái skemmtikraftar engin viðbrögð frá þeim skemmtu. „Þá þarf maður bara að fara með möntruna: Ég hef sagt þennan brandara áður, fólk hefur hlegið, mörgum finnst hann fyndinn þessi brandari. Af því það er ekkert að koma til baka,“ segir hún. Stefán Ingvar Vigfússon, fjórði meðlimur VHS, var enn á sviði þegar fréttamaður náði tali af félögum hans. Af hlátrasköllum sem heyrðust úr sal má ætla að þar hafi hann farið með gott grín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Uppistand Reykjavík Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Í vikunni ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að hætta að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Það þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta hefur vakið mikla kátínu meðal sviðslistafólks, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist til að mynda vera „hoppandi glöð“ með breytinguna. Meðlimir uppistandshópsins VHS virðast vera það líka en fréttamaður okkar heyrði í þeim að lokinni sýningu þeirra í Tjarnarbíói í kvöld. Þeirri fyrstu fyrir fullum sal í langan tíma. Þau segja mikinn létti að mega loks skemmta án fjarlægðartakmarkanna. „Það er svo gott upp á góðu stemninguna þegar fólk kemur saman, sérstaklega í uppistandi,“ segir Vilhelm Neto, einn meðlima VHS. „Fólk þorir minna að hlæja þegar það eru fáir í kring um þig, ef þinn hlátur heyrist mjög afgerandi. Þá eru sumir að draga sig í hlé,“ segir Vigdís Hafliðadóttir uppistandari. Hvetja fólk til að hlæja með augunum Þau segja þó að það sé minni stemning þegar fólk þarf að bera grímur í áhorfendasal, en stemning samt sem áður. Þau segjast sjá á augunum á fólki þegar það skemmtir sér. „Við biðlum til fólks að brosa með augunum,“ segir Hákon Örn Helgason uppistandari. Vilhelm Neto með sýnikennslu í augnabrosi.Stöð 2 Þá minnir það Vigdísi á uppistand yfir netið, þá fái skemmtikraftar engin viðbrögð frá þeim skemmtu. „Þá þarf maður bara að fara með möntruna: Ég hef sagt þennan brandara áður, fólk hefur hlegið, mörgum finnst hann fyndinn þessi brandari. Af því það er ekkert að koma til baka,“ segir hún. Stefán Ingvar Vigfússon, fjórði meðlimur VHS, var enn á sviði þegar fréttamaður náði tali af félögum hans. Af hlátrasköllum sem heyrðust úr sal má ætla að þar hafi hann farið með gott grín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Uppistand Reykjavík Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira