Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2022 17:44 Árni Pétur Jónsson er fráfarandi forstjóri Skeljungs hf. Skeljungur hf. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. Í tilkynningu sem almannatengill sendi fjölmiðlum rétt í þessu fyrir hönd Árna Péturs, segir að fyrrverandi samstarfskonan hafi tjáð Árna Pétri í tölvupósti á dögunum að hún upplifi samskipti milli þeirra, á þeim tíma sem hann var yfirmaður hennar, sem óviðeigandi. Þar segir að það hafi verið fyrir sautján árum þegar Árni Pétur var yfirmaður konunnar hjá öðru fyrirtæki. Viðmið og viðhorf hafi breyst „Hún hefur tjáð mér að ekki sé verið að saka mig um ofbeldi, áreiti, brot gegn lögum eða neitt þess háttar heldur hafi verið um að ræða valdaójafnvægi og aldursmun,“ segir í tilkynningunni. Árni Pétur segist hafa beðið konuna afsökunar og að hann harmi mjög að heyra um hennar vanlíðan. „Þrátt fyrir að ég hafi á engan hátt gerst brotlegur við lög þá átta ég mig á því að viðmið og viðhorf hafi breyst í samfélaginu og er það vel. Met ég stöðuna þannig að mál þetta kunni að valda fyrirtækinu og samstarfsfólki óþægindum. Ég hef því óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri hjá Skeljungi hf.,“ segir Árni Pétur. Ólafur Þór tekur við Skeljungur hf. hefur staðfest að Árni Pétur hafi látið af störfum sem forstjóri félagsins sem og framkvæmdastjóri dótturfélagsins Orkunnar ehf. Þetta segir í tilkynningu félagsins. Ólafur Þór Jóhannesson, sem gengt hefur starfi aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra fjármálasviðs hefur verið ráðinn sem forstjóri Skeljungs hf. Hann mun einnig gegna starfi framkvæmdastjóra Orkunnar ehf. fyrst um sinn. MeToo Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Í tilkynningu sem almannatengill sendi fjölmiðlum rétt í þessu fyrir hönd Árna Péturs, segir að fyrrverandi samstarfskonan hafi tjáð Árna Pétri í tölvupósti á dögunum að hún upplifi samskipti milli þeirra, á þeim tíma sem hann var yfirmaður hennar, sem óviðeigandi. Þar segir að það hafi verið fyrir sautján árum þegar Árni Pétur var yfirmaður konunnar hjá öðru fyrirtæki. Viðmið og viðhorf hafi breyst „Hún hefur tjáð mér að ekki sé verið að saka mig um ofbeldi, áreiti, brot gegn lögum eða neitt þess háttar heldur hafi verið um að ræða valdaójafnvægi og aldursmun,“ segir í tilkynningunni. Árni Pétur segist hafa beðið konuna afsökunar og að hann harmi mjög að heyra um hennar vanlíðan. „Þrátt fyrir að ég hafi á engan hátt gerst brotlegur við lög þá átta ég mig á því að viðmið og viðhorf hafi breyst í samfélaginu og er það vel. Met ég stöðuna þannig að mál þetta kunni að valda fyrirtækinu og samstarfsfólki óþægindum. Ég hef því óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri hjá Skeljungi hf.,“ segir Árni Pétur. Ólafur Þór tekur við Skeljungur hf. hefur staðfest að Árni Pétur hafi látið af störfum sem forstjóri félagsins sem og framkvæmdastjóri dótturfélagsins Orkunnar ehf. Þetta segir í tilkynningu félagsins. Ólafur Þór Jóhannesson, sem gengt hefur starfi aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra fjármálasviðs hefur verið ráðinn sem forstjóri Skeljungs hf. Hann mun einnig gegna starfi framkvæmdastjóra Orkunnar ehf. fyrst um sinn.
MeToo Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun