Er komið að skimun hjá þér? Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 5. febrúar 2022 07:00 Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964. Um leið og heilsugæslan tók við verkefninu var HPV frumskimun einnig innleidd líkt og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. Nú er konum boðið upp á næmari og öruggari skimun en áður um leið og hægt er að láta líða lengra á milli skimana. Þetta byggir á þekkingu okkar á hlutverki HPV veirunnar í þróun frumubreytinga og leghálskrabbameins. Í stað þess að gera frumugreiningu á öllum leghálssýnum er nú nóg að gera frumugreiningu á þeim sýnum sem eru HPV jákvæð í aldurshópnum 30-64 ára. Þetta er kallað HPV frumskimun (e. primary screening). Algengi HPV smita hjá konum undir 30 ára er það hátt að ennþá eru gerðar frumugreiningar á öllum sýnum í aldurshópnum 23-29 ára. Næmari og öruggari skimun Það þarf ekki að fjölyrða um þá erfiðleika sem komu upp í byrjun síðasta árs sem skiljanlega ollu óánægju og óöryggi hjá bæði notendum þjónustunnar og fagfólki. Þau vandamál sem komu upp snerust nær alfarið um þann tíma sem það tók að upplýsa konur og sýnatökuaðila um niðurstöður. Öryggi greininga á sýnunum var tryggt frá upphafi og hefur ekki verið ábótavant. Heilsugæslan og Embætti landlæknis unnu að því hörðum höndum að leysa þau mál sem upp komu og í lok síðasta sumars var staðan orðin allt önnur og viðunandi. Síðan þá hafa 99% kvenna fengið sínar niðurstöður inn á island.is innan 40 daga frá sýnatökunni. Niðurstöður eiga að berast konum innan 4-6 vikna en í mörgum tilfellum líða þó aðeins 1-2 vikur. Þessi biðtími er sá sami og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Staðan önnur og mun betri Þegar skimunin var flutt frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var einnig ákveðið að greining leghálssýnanna yrði í höndum danskrar rannsóknarstofu. Heilbrigðisráðherra fól Landspítala að taka við þessari starfsemi sem hófst formlega í þessari viku. Í ljósi fyrri reynslu mun Landspítali taka við greiningunum í þrepum en danska rannsóknastofan mun einnig halda þeim áfram út þetta ár. Heilsugæslan hefur frá upphafi verið staðráðin í að veita konum góða þjónustu við skimanir fyrir leghálskrabbameini. Búið er að komast yfir mestu erfiðleikana sem upp komu í byrjun og staðan í dag er allt önnur og betri. Heilsugæslan mun að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna. Vitundarvakning og hvatningarátak Stærsta verkefnið núna er að fá konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa þess vegna hafið hvatningarátak sem hefst með ljósmyndasýningu í Kringlunni í dag. Sýningin Er komið að skimun hjá þér? segir sögur 12 þjóðþekktra kvenna sem deila upplifunum sínum af leghálsskimun og hvetja þannig aðrar konur til að taka þátt. Það er von mín að almenningur sjái að heilsugæslan hefur látið hendur standa fram úr ermum við að koma þessari mikilvægu þjónustu í viðunandi horf og að konur nýti sér hana þeirra sjálfra vegna. Hægt er að nálgast upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini á Samhæfingarstöð krabbameinsskimana | Heilsugæslan (heilsugaeslan.is), Skimun fyrir leghálskrabbameini | Heilsuvera og Skimun fyrir leghálskrabbameini - Embætti landlæknis (landlaeknir.is). Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964. Um leið og heilsugæslan tók við verkefninu var HPV frumskimun einnig innleidd líkt og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. Nú er konum boðið upp á næmari og öruggari skimun en áður um leið og hægt er að láta líða lengra á milli skimana. Þetta byggir á þekkingu okkar á hlutverki HPV veirunnar í þróun frumubreytinga og leghálskrabbameins. Í stað þess að gera frumugreiningu á öllum leghálssýnum er nú nóg að gera frumugreiningu á þeim sýnum sem eru HPV jákvæð í aldurshópnum 30-64 ára. Þetta er kallað HPV frumskimun (e. primary screening). Algengi HPV smita hjá konum undir 30 ára er það hátt að ennþá eru gerðar frumugreiningar á öllum sýnum í aldurshópnum 23-29 ára. Næmari og öruggari skimun Það þarf ekki að fjölyrða um þá erfiðleika sem komu upp í byrjun síðasta árs sem skiljanlega ollu óánægju og óöryggi hjá bæði notendum þjónustunnar og fagfólki. Þau vandamál sem komu upp snerust nær alfarið um þann tíma sem það tók að upplýsa konur og sýnatökuaðila um niðurstöður. Öryggi greininga á sýnunum var tryggt frá upphafi og hefur ekki verið ábótavant. Heilsugæslan og Embætti landlæknis unnu að því hörðum höndum að leysa þau mál sem upp komu og í lok síðasta sumars var staðan orðin allt önnur og viðunandi. Síðan þá hafa 99% kvenna fengið sínar niðurstöður inn á island.is innan 40 daga frá sýnatökunni. Niðurstöður eiga að berast konum innan 4-6 vikna en í mörgum tilfellum líða þó aðeins 1-2 vikur. Þessi biðtími er sá sami og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Staðan önnur og mun betri Þegar skimunin var flutt frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var einnig ákveðið að greining leghálssýnanna yrði í höndum danskrar rannsóknarstofu. Heilbrigðisráðherra fól Landspítala að taka við þessari starfsemi sem hófst formlega í þessari viku. Í ljósi fyrri reynslu mun Landspítali taka við greiningunum í þrepum en danska rannsóknastofan mun einnig halda þeim áfram út þetta ár. Heilsugæslan hefur frá upphafi verið staðráðin í að veita konum góða þjónustu við skimanir fyrir leghálskrabbameini. Búið er að komast yfir mestu erfiðleikana sem upp komu í byrjun og staðan í dag er allt önnur og betri. Heilsugæslan mun að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna. Vitundarvakning og hvatningarátak Stærsta verkefnið núna er að fá konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa þess vegna hafið hvatningarátak sem hefst með ljósmyndasýningu í Kringlunni í dag. Sýningin Er komið að skimun hjá þér? segir sögur 12 þjóðþekktra kvenna sem deila upplifunum sínum af leghálsskimun og hvetja þannig aðrar konur til að taka þátt. Það er von mín að almenningur sjái að heilsugæslan hefur látið hendur standa fram úr ermum við að koma þessari mikilvægu þjónustu í viðunandi horf og að konur nýti sér hana þeirra sjálfra vegna. Hægt er að nálgast upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini á Samhæfingarstöð krabbameinsskimana | Heilsugæslan (heilsugaeslan.is), Skimun fyrir leghálskrabbameini | Heilsuvera og Skimun fyrir leghálskrabbameini - Embætti landlæknis (landlaeknir.is). Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar