Börnin í borginni okkar Guðný Maja Riba skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Hvernig sköpum við samfélag þar sem öll börn sitja við sama borð? Fátækt hefur varanleg áhrif á börn. Fátækt hefur áhrif á þroska, skerðir lífsgæði, bjagar sjálfsmynd og skaðar framtíðarmöguleika barna. Fátækt birtist í ýmsum myndum. Matur, föt og aðrar grunnþarfir geta verið af skornum skammti, en einnig hrós, hvatning og aðhald. Við getum sem samfélag hlaupið í skarðið og bætt börnum upp þennan skort. Góður kennari, nágranni, vinur og frístundaleiðbeinandi getur haft meiriháttar áhrif á heilt líf. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað vinir, nágrannar og kennarar geta gert. Þess vegna höfum við opinber kerfi, og þess vegna tek ég þátt í stjórnmálum. Samfélagsinnviðir eins og skólar og leikskólar, frístundamiðstöðvar, heilsugæsla og barnavernd eiga að tryggja jafnræði. Að öllum börnum sé sinnt í samræmi við þarfir þeirra en ekki fjárráð, völd eða tengsl foreldranna. Við eigum að gera allt sem við getum til að öll börn fái sömu tækifæri. Við eigum að hækka frístundastyrki, lækka gjald fyrir skólamáltíðir og helst afnema það og hækka barnabætur verulega. Við eigum að vinna markvisst að því að jafna tækifæri allra barna í borginni okkar. Við jafnaðarfólk erum þessa dagana að undirbúa val á þeim okkar sem eiga að vinna fyrir reykvískan almenning í borgarstjórninni. Mér finnst brýnt að næsti framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík sýni endurnýjun, breidd og reynslu. Ég stend fyrir allt þetta þrennt. Ég veit að ég á eftir að vera öflug á vettvangi borgarstjórnmálanna. Ég hef víðtæka reynslu af stjórnarsetu og sit meðal annars í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Ég er úrræðagóð og ófeimin við að taka frumkvæði. Ég er sjálfstæð og sterkur leiðtogi. Ég þekki aðstæður barnafjölskyldna vel, bæði vegna minna starfa en einnig af eigin reynslu og tel mig geta lagt mitt af mörkum í velferðarmálum og mennta- og skólamálum í borginni okkar. Ég er fjölbreytnin í borgarstjórn – reynsla og hugsjón alla leið. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna að þeim málefnum sem varða börn og borgarbúa og til að halda áfram að byggja upp fyrirmyndarborg. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skóla- og menntamál Guðný Maja Riba Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig sköpum við samfélag þar sem öll börn sitja við sama borð? Fátækt hefur varanleg áhrif á börn. Fátækt hefur áhrif á þroska, skerðir lífsgæði, bjagar sjálfsmynd og skaðar framtíðarmöguleika barna. Fátækt birtist í ýmsum myndum. Matur, föt og aðrar grunnþarfir geta verið af skornum skammti, en einnig hrós, hvatning og aðhald. Við getum sem samfélag hlaupið í skarðið og bætt börnum upp þennan skort. Góður kennari, nágranni, vinur og frístundaleiðbeinandi getur haft meiriháttar áhrif á heilt líf. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað vinir, nágrannar og kennarar geta gert. Þess vegna höfum við opinber kerfi, og þess vegna tek ég þátt í stjórnmálum. Samfélagsinnviðir eins og skólar og leikskólar, frístundamiðstöðvar, heilsugæsla og barnavernd eiga að tryggja jafnræði. Að öllum börnum sé sinnt í samræmi við þarfir þeirra en ekki fjárráð, völd eða tengsl foreldranna. Við eigum að gera allt sem við getum til að öll börn fái sömu tækifæri. Við eigum að hækka frístundastyrki, lækka gjald fyrir skólamáltíðir og helst afnema það og hækka barnabætur verulega. Við eigum að vinna markvisst að því að jafna tækifæri allra barna í borginni okkar. Við jafnaðarfólk erum þessa dagana að undirbúa val á þeim okkar sem eiga að vinna fyrir reykvískan almenning í borgarstjórninni. Mér finnst brýnt að næsti framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík sýni endurnýjun, breidd og reynslu. Ég stend fyrir allt þetta þrennt. Ég veit að ég á eftir að vera öflug á vettvangi borgarstjórnmálanna. Ég hef víðtæka reynslu af stjórnarsetu og sit meðal annars í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Ég er úrræðagóð og ófeimin við að taka frumkvæði. Ég er sjálfstæð og sterkur leiðtogi. Ég þekki aðstæður barnafjölskyldna vel, bæði vegna minna starfa en einnig af eigin reynslu og tel mig geta lagt mitt af mörkum í velferðarmálum og mennta- og skólamálum í borginni okkar. Ég er fjölbreytnin í borgarstjórn – reynsla og hugsjón alla leið. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna að þeim málefnum sem varða börn og borgarbúa og til að halda áfram að byggja upp fyrirmyndarborg. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun