Leiðtogi ISIS-samtakanna drepinn í aðgerð Bandaríkjahers Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 14:57 Til átaka kom í og í grennd við þetta hús í Atmeh í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi hafði hafist við. EPA Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS, var drepinn í aðgerð sérsveitar bandaríska hersins í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í dag. Að sögn talsmanna Bandaríkjastjórnar sprengdi Qurayshi sjálfan sig í loft upp, auk nokkurra úr fjölskyldu sinni á meðal á áhlaupi Bandaríkjahers stóð. Sagt var frá því í morgun að lík þrettán hafi fundist á vettvangi – þar af sex börn og fjórar konur. President Biden, Vice President Harris and members of the President s national security team observe the counterterrorism operation responsible for removing from the battlefield Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi the leader of ISIS. pic.twitter.com/uhK75WeUme— The White House (@WhiteHouse) February 3, 2022 Þyrlur bandaríska hersins lentu í úthverfi bæjarins Atmeh í Idlib-héraði, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi, um miðnætti og kom í kjölfarið til harðra átaka við húsið þar sem al-Qurayshi dvaldi. Þyrlur Bandaríkjahers yfirgáfu staðinn um tveimur tímum eftir að þær komu á staðinn. New York Times greinir frá því að ein þyrla Bandaríkjahers hafi verið skilin eftir á staðnum vegna tæknivandræða og síðar eyðilögð í loftárás Bandaríkjahers til að hún kæmist ekki í hendur uppreisnarmanna. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Biden segir að allir hermenn Bandaríkjahers, sem þátt tóku í aðgerðinni, hafi snúið aftur til baka, heilir á húfi. Qurayshi tók við stjórnartaumunum sem leiðtogi ISIS eftir að Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp, auk þriggja barna, í aðgerð sérsveitar Bandaríkjahers ekki langt frá Atmeh í október 2019. Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í dag. Að sögn talsmanna Bandaríkjastjórnar sprengdi Qurayshi sjálfan sig í loft upp, auk nokkurra úr fjölskyldu sinni á meðal á áhlaupi Bandaríkjahers stóð. Sagt var frá því í morgun að lík þrettán hafi fundist á vettvangi – þar af sex börn og fjórar konur. President Biden, Vice President Harris and members of the President s national security team observe the counterterrorism operation responsible for removing from the battlefield Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi the leader of ISIS. pic.twitter.com/uhK75WeUme— The White House (@WhiteHouse) February 3, 2022 Þyrlur bandaríska hersins lentu í úthverfi bæjarins Atmeh í Idlib-héraði, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi, um miðnætti og kom í kjölfarið til harðra átaka við húsið þar sem al-Qurayshi dvaldi. Þyrlur Bandaríkjahers yfirgáfu staðinn um tveimur tímum eftir að þær komu á staðinn. New York Times greinir frá því að ein þyrla Bandaríkjahers hafi verið skilin eftir á staðnum vegna tæknivandræða og síðar eyðilögð í loftárás Bandaríkjahers til að hún kæmist ekki í hendur uppreisnarmanna. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Biden segir að allir hermenn Bandaríkjahers, sem þátt tóku í aðgerðinni, hafi snúið aftur til baka, heilir á húfi. Qurayshi tók við stjórnartaumunum sem leiðtogi ISIS eftir að Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp, auk þriggja barna, í aðgerð sérsveitar Bandaríkjahers ekki langt frá Atmeh í október 2019.
Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36