Ósannindi um íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 2. febrúar 2022 10:30 Undanfarin misseri hefur Stefán Már Gunnlaugsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar farið mikinn í skrifum um málefni Hafnarfjarðar, sérstaklega er varðar skipulag og uppbyggingu. Nú síðast skrifar varabæjarfulltrúinn um að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé á villigötum. Hér mun ég benda varabæjarfulltrúa og ráðsmanni í skipulags- og byggingarráði á nokkur atriði þar sem hann fer vísvitandi rangt með staðreyndir. Framkvæmdaleyfi rafmagnslína Varabæjarfulltrúinn gerir lítið úr því að framkvæmdaleyfi vegna háspennulína sem lágu yfir (og liggja enn yfir að hluta) uppbyggingarsvæðum hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefnir hann að allir eigi rétt á að kæra og að Samfylkingin hafi lagt til að rafmagnslínurnar (háspennulínurnar) færu í jörðu. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að rafmagnslínurnar hafi ekki legið yfir Skarðshlíð og því ekki tafið uppbyggingu þar. Ég geri ráð fyrir að varabæjarfulltrúinn þekki orð sannleikans betur en við flest og hafi því skrifað síðustu grein sína um málefni sem hann ætti að vera vel inn í af algjörri vankunnáttu. Umhverfissamtök kærðu framkvæmdarleyfið en létu eiga sig að gera athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og þriggja annarra sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir þessum línum, kæran kom á versta tíma, það er, í lok langs undirbúningsferils og þegar hefja átti flutning línanna. Hvergi er að finna staf um að Samfylkingin hafi lagt til að Sandskeiðslína síðar Lyklafellslína færi í jörð. Þvert á móti samþykkti Samfylkingin, fyrst þann 9. nóvember 2016 í bæjarstjórn heimild til Landsnets um að línan færi um land Hafnarfjarðar, þá lá fyrir að línan yrði loftlína. Þann 21. júní 2017 samþykktu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar síðan framkvæmdaleyfi Sandskeiðslínu sem þá var einnig hugsuð sem loftlína, og nefndu aldrei jarðstrengi. Varðandi Skarðshlíð þá bendi ég varabæjarfulltrúanum á að Hamraneslínur lágu yfir þriðja áfanga Skarðshlíðar og um 80 metra frá fyrsta áfanga þar sem fjölbýlishús hafa nú risið. Og úr því að nefnt er að hverfið hafi verið tilbúið til úthlutunar 2008 þá var enginn áhugi fyrir lóðunum fyrr en skipulaginu var breytt árið 2016. Fram að þeim tíma hafði aðeins tveimur lóðum verið úthlutað. Það var svo eftir að línurnar sem lágu yfir og við Skarðshlíð voru fluttar og með nýrri Ásvallabraut, sem annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar treysti sér ekki til að samþykkja, að lóðirnar runnu út. Uppbygging í Hafnarfirði Af ástæðum sem nefndar hafa verið tafðist uppbygging um tvö ár. Nú eru hundruð íbúða í byggingu á nýbyggingarsvæðunum ásamt tugum íbúða á þéttingarreitum. Varabæjarfulltrúinn nefnir sérstaklega að fátt sé að gerast á Hraunum Vestur. Því er til að svara að Samfylkingin lagðist alfarið gegn deiliskipulagi þess hverfis sem samþykkt var í bæjarstjórn en þar er gert ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Áætlanir lóðarhafa eru að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að önnur þéttingaráform hafi velkst í kerfinu og að Samfylkingin hafi þrýst stöðugt á um að ganga til verka. Varabæjarfulltrúinn mætti nefna eitt dæmi þar sem þrýst var á aðgerðir, enda kannast ég ekki við það. Þvert á móti hefur Samfylkingin oftast lagst gegn eða setið hjá við afgreiðslu á deiliskipulagstillögum vegna þéttingareita. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Að lokum nefnir varabæjarfulltrúinn glundroða, skort á forystu, að Sjálfstæðisflokkinn skorti alla framtíðarsýn og hér þurfi að gera betur og láta verkin tala. Sem fulltrúi í skipulags og byggingarráði ætti varabæjarfulltrúanum að vera fullkunnugt um umfangsmikla vinnu í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili. Þar má m.a. nefna skipulag fyrir Hamranesið – 1500 íbúðir, Hraun Vestur – 490 íbúðir, Ásland 4 – 530 íbúðir, Ásvelli – 110 íbúðir, Selhraun suður – 200 íbúðir, miðbærinn reitur R1 og Strandgata 26-30 – 77 íbúðir, verslun og þjónusta ásamt fjölgun atvinnusvæða. Það gerir engum gott að virða staðreyndir og sannleikann að vettugi og bendi ég varabæjarfulltrúanum á það sem skrifað stendur: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur Stefán Már Gunnlaugsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar farið mikinn í skrifum um málefni Hafnarfjarðar, sérstaklega er varðar skipulag og uppbyggingu. Nú síðast skrifar varabæjarfulltrúinn um að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé á villigötum. Hér mun ég benda varabæjarfulltrúa og ráðsmanni í skipulags- og byggingarráði á nokkur atriði þar sem hann fer vísvitandi rangt með staðreyndir. Framkvæmdaleyfi rafmagnslína Varabæjarfulltrúinn gerir lítið úr því að framkvæmdaleyfi vegna háspennulína sem lágu yfir (og liggja enn yfir að hluta) uppbyggingarsvæðum hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefnir hann að allir eigi rétt á að kæra og að Samfylkingin hafi lagt til að rafmagnslínurnar (háspennulínurnar) færu í jörðu. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að rafmagnslínurnar hafi ekki legið yfir Skarðshlíð og því ekki tafið uppbyggingu þar. Ég geri ráð fyrir að varabæjarfulltrúinn þekki orð sannleikans betur en við flest og hafi því skrifað síðustu grein sína um málefni sem hann ætti að vera vel inn í af algjörri vankunnáttu. Umhverfissamtök kærðu framkvæmdarleyfið en létu eiga sig að gera athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og þriggja annarra sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir þessum línum, kæran kom á versta tíma, það er, í lok langs undirbúningsferils og þegar hefja átti flutning línanna. Hvergi er að finna staf um að Samfylkingin hafi lagt til að Sandskeiðslína síðar Lyklafellslína færi í jörð. Þvert á móti samþykkti Samfylkingin, fyrst þann 9. nóvember 2016 í bæjarstjórn heimild til Landsnets um að línan færi um land Hafnarfjarðar, þá lá fyrir að línan yrði loftlína. Þann 21. júní 2017 samþykktu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar síðan framkvæmdaleyfi Sandskeiðslínu sem þá var einnig hugsuð sem loftlína, og nefndu aldrei jarðstrengi. Varðandi Skarðshlíð þá bendi ég varabæjarfulltrúanum á að Hamraneslínur lágu yfir þriðja áfanga Skarðshlíðar og um 80 metra frá fyrsta áfanga þar sem fjölbýlishús hafa nú risið. Og úr því að nefnt er að hverfið hafi verið tilbúið til úthlutunar 2008 þá var enginn áhugi fyrir lóðunum fyrr en skipulaginu var breytt árið 2016. Fram að þeim tíma hafði aðeins tveimur lóðum verið úthlutað. Það var svo eftir að línurnar sem lágu yfir og við Skarðshlíð voru fluttar og með nýrri Ásvallabraut, sem annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar treysti sér ekki til að samþykkja, að lóðirnar runnu út. Uppbygging í Hafnarfirði Af ástæðum sem nefndar hafa verið tafðist uppbygging um tvö ár. Nú eru hundruð íbúða í byggingu á nýbyggingarsvæðunum ásamt tugum íbúða á þéttingarreitum. Varabæjarfulltrúinn nefnir sérstaklega að fátt sé að gerast á Hraunum Vestur. Því er til að svara að Samfylkingin lagðist alfarið gegn deiliskipulagi þess hverfis sem samþykkt var í bæjarstjórn en þar er gert ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Áætlanir lóðarhafa eru að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að önnur þéttingaráform hafi velkst í kerfinu og að Samfylkingin hafi þrýst stöðugt á um að ganga til verka. Varabæjarfulltrúinn mætti nefna eitt dæmi þar sem þrýst var á aðgerðir, enda kannast ég ekki við það. Þvert á móti hefur Samfylkingin oftast lagst gegn eða setið hjá við afgreiðslu á deiliskipulagstillögum vegna þéttingareita. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Að lokum nefnir varabæjarfulltrúinn glundroða, skort á forystu, að Sjálfstæðisflokkinn skorti alla framtíðarsýn og hér þurfi að gera betur og láta verkin tala. Sem fulltrúi í skipulags og byggingarráði ætti varabæjarfulltrúanum að vera fullkunnugt um umfangsmikla vinnu í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili. Þar má m.a. nefna skipulag fyrir Hamranesið – 1500 íbúðir, Hraun Vestur – 490 íbúðir, Ásland 4 – 530 íbúðir, Ásvelli – 110 íbúðir, Selhraun suður – 200 íbúðir, miðbærinn reitur R1 og Strandgata 26-30 – 77 íbúðir, verslun og þjónusta ásamt fjölgun atvinnusvæða. Það gerir engum gott að virða staðreyndir og sannleikann að vettugi og bendi ég varabæjarfulltrúanum á það sem skrifað stendur: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun