Ósannindi um íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 2. febrúar 2022 10:30 Undanfarin misseri hefur Stefán Már Gunnlaugsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar farið mikinn í skrifum um málefni Hafnarfjarðar, sérstaklega er varðar skipulag og uppbyggingu. Nú síðast skrifar varabæjarfulltrúinn um að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé á villigötum. Hér mun ég benda varabæjarfulltrúa og ráðsmanni í skipulags- og byggingarráði á nokkur atriði þar sem hann fer vísvitandi rangt með staðreyndir. Framkvæmdaleyfi rafmagnslína Varabæjarfulltrúinn gerir lítið úr því að framkvæmdaleyfi vegna háspennulína sem lágu yfir (og liggja enn yfir að hluta) uppbyggingarsvæðum hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefnir hann að allir eigi rétt á að kæra og að Samfylkingin hafi lagt til að rafmagnslínurnar (háspennulínurnar) færu í jörðu. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að rafmagnslínurnar hafi ekki legið yfir Skarðshlíð og því ekki tafið uppbyggingu þar. Ég geri ráð fyrir að varabæjarfulltrúinn þekki orð sannleikans betur en við flest og hafi því skrifað síðustu grein sína um málefni sem hann ætti að vera vel inn í af algjörri vankunnáttu. Umhverfissamtök kærðu framkvæmdarleyfið en létu eiga sig að gera athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og þriggja annarra sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir þessum línum, kæran kom á versta tíma, það er, í lok langs undirbúningsferils og þegar hefja átti flutning línanna. Hvergi er að finna staf um að Samfylkingin hafi lagt til að Sandskeiðslína síðar Lyklafellslína færi í jörð. Þvert á móti samþykkti Samfylkingin, fyrst þann 9. nóvember 2016 í bæjarstjórn heimild til Landsnets um að línan færi um land Hafnarfjarðar, þá lá fyrir að línan yrði loftlína. Þann 21. júní 2017 samþykktu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar síðan framkvæmdaleyfi Sandskeiðslínu sem þá var einnig hugsuð sem loftlína, og nefndu aldrei jarðstrengi. Varðandi Skarðshlíð þá bendi ég varabæjarfulltrúanum á að Hamraneslínur lágu yfir þriðja áfanga Skarðshlíðar og um 80 metra frá fyrsta áfanga þar sem fjölbýlishús hafa nú risið. Og úr því að nefnt er að hverfið hafi verið tilbúið til úthlutunar 2008 þá var enginn áhugi fyrir lóðunum fyrr en skipulaginu var breytt árið 2016. Fram að þeim tíma hafði aðeins tveimur lóðum verið úthlutað. Það var svo eftir að línurnar sem lágu yfir og við Skarðshlíð voru fluttar og með nýrri Ásvallabraut, sem annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar treysti sér ekki til að samþykkja, að lóðirnar runnu út. Uppbygging í Hafnarfirði Af ástæðum sem nefndar hafa verið tafðist uppbygging um tvö ár. Nú eru hundruð íbúða í byggingu á nýbyggingarsvæðunum ásamt tugum íbúða á þéttingarreitum. Varabæjarfulltrúinn nefnir sérstaklega að fátt sé að gerast á Hraunum Vestur. Því er til að svara að Samfylkingin lagðist alfarið gegn deiliskipulagi þess hverfis sem samþykkt var í bæjarstjórn en þar er gert ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Áætlanir lóðarhafa eru að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að önnur þéttingaráform hafi velkst í kerfinu og að Samfylkingin hafi þrýst stöðugt á um að ganga til verka. Varabæjarfulltrúinn mætti nefna eitt dæmi þar sem þrýst var á aðgerðir, enda kannast ég ekki við það. Þvert á móti hefur Samfylkingin oftast lagst gegn eða setið hjá við afgreiðslu á deiliskipulagstillögum vegna þéttingareita. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Að lokum nefnir varabæjarfulltrúinn glundroða, skort á forystu, að Sjálfstæðisflokkinn skorti alla framtíðarsýn og hér þurfi að gera betur og láta verkin tala. Sem fulltrúi í skipulags og byggingarráði ætti varabæjarfulltrúanum að vera fullkunnugt um umfangsmikla vinnu í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili. Þar má m.a. nefna skipulag fyrir Hamranesið – 1500 íbúðir, Hraun Vestur – 490 íbúðir, Ásland 4 – 530 íbúðir, Ásvelli – 110 íbúðir, Selhraun suður – 200 íbúðir, miðbærinn reitur R1 og Strandgata 26-30 – 77 íbúðir, verslun og þjónusta ásamt fjölgun atvinnusvæða. Það gerir engum gott að virða staðreyndir og sannleikann að vettugi og bendi ég varabæjarfulltrúanum á það sem skrifað stendur: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur Stefán Már Gunnlaugsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar farið mikinn í skrifum um málefni Hafnarfjarðar, sérstaklega er varðar skipulag og uppbyggingu. Nú síðast skrifar varabæjarfulltrúinn um að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé á villigötum. Hér mun ég benda varabæjarfulltrúa og ráðsmanni í skipulags- og byggingarráði á nokkur atriði þar sem hann fer vísvitandi rangt með staðreyndir. Framkvæmdaleyfi rafmagnslína Varabæjarfulltrúinn gerir lítið úr því að framkvæmdaleyfi vegna háspennulína sem lágu yfir (og liggja enn yfir að hluta) uppbyggingarsvæðum hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefnir hann að allir eigi rétt á að kæra og að Samfylkingin hafi lagt til að rafmagnslínurnar (háspennulínurnar) færu í jörðu. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að rafmagnslínurnar hafi ekki legið yfir Skarðshlíð og því ekki tafið uppbyggingu þar. Ég geri ráð fyrir að varabæjarfulltrúinn þekki orð sannleikans betur en við flest og hafi því skrifað síðustu grein sína um málefni sem hann ætti að vera vel inn í af algjörri vankunnáttu. Umhverfissamtök kærðu framkvæmdarleyfið en létu eiga sig að gera athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og þriggja annarra sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir þessum línum, kæran kom á versta tíma, það er, í lok langs undirbúningsferils og þegar hefja átti flutning línanna. Hvergi er að finna staf um að Samfylkingin hafi lagt til að Sandskeiðslína síðar Lyklafellslína færi í jörð. Þvert á móti samþykkti Samfylkingin, fyrst þann 9. nóvember 2016 í bæjarstjórn heimild til Landsnets um að línan færi um land Hafnarfjarðar, þá lá fyrir að línan yrði loftlína. Þann 21. júní 2017 samþykktu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar síðan framkvæmdaleyfi Sandskeiðslínu sem þá var einnig hugsuð sem loftlína, og nefndu aldrei jarðstrengi. Varðandi Skarðshlíð þá bendi ég varabæjarfulltrúanum á að Hamraneslínur lágu yfir þriðja áfanga Skarðshlíðar og um 80 metra frá fyrsta áfanga þar sem fjölbýlishús hafa nú risið. Og úr því að nefnt er að hverfið hafi verið tilbúið til úthlutunar 2008 þá var enginn áhugi fyrir lóðunum fyrr en skipulaginu var breytt árið 2016. Fram að þeim tíma hafði aðeins tveimur lóðum verið úthlutað. Það var svo eftir að línurnar sem lágu yfir og við Skarðshlíð voru fluttar og með nýrri Ásvallabraut, sem annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar treysti sér ekki til að samþykkja, að lóðirnar runnu út. Uppbygging í Hafnarfirði Af ástæðum sem nefndar hafa verið tafðist uppbygging um tvö ár. Nú eru hundruð íbúða í byggingu á nýbyggingarsvæðunum ásamt tugum íbúða á þéttingarreitum. Varabæjarfulltrúinn nefnir sérstaklega að fátt sé að gerast á Hraunum Vestur. Því er til að svara að Samfylkingin lagðist alfarið gegn deiliskipulagi þess hverfis sem samþykkt var í bæjarstjórn en þar er gert ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Áætlanir lóðarhafa eru að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að önnur þéttingaráform hafi velkst í kerfinu og að Samfylkingin hafi þrýst stöðugt á um að ganga til verka. Varabæjarfulltrúinn mætti nefna eitt dæmi þar sem þrýst var á aðgerðir, enda kannast ég ekki við það. Þvert á móti hefur Samfylkingin oftast lagst gegn eða setið hjá við afgreiðslu á deiliskipulagstillögum vegna þéttingareita. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Að lokum nefnir varabæjarfulltrúinn glundroða, skort á forystu, að Sjálfstæðisflokkinn skorti alla framtíðarsýn og hér þurfi að gera betur og láta verkin tala. Sem fulltrúi í skipulags og byggingarráði ætti varabæjarfulltrúanum að vera fullkunnugt um umfangsmikla vinnu í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili. Þar má m.a. nefna skipulag fyrir Hamranesið – 1500 íbúðir, Hraun Vestur – 490 íbúðir, Ásland 4 – 530 íbúðir, Ásvelli – 110 íbúðir, Selhraun suður – 200 íbúðir, miðbærinn reitur R1 og Strandgata 26-30 – 77 íbúðir, verslun og þjónusta ásamt fjölgun atvinnusvæða. Það gerir engum gott að virða staðreyndir og sannleikann að vettugi og bendi ég varabæjarfulltrúanum á það sem skrifað stendur: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun