Leggja til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 16:12 Lagt er til að störf sóttvarnalæknis heyri beint undir ráðherra en ekki landlækni. Vísir/Vilhelm Lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra líkt og landlæknir og heyri því beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni í nýju frumvarpi að sóttvarnalögum. Heilbrigðisráðherra hefur nú birt drög að frumvarpi að nýjum sóttvarnalögum sem lagt hefur verið fram til umsagnar. Ýmsar breytingar eru lagðar til á stjórnsýslu málaflokksins og lagt til að aðkoma og eftirlitshluverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt. Frumvarpið var samið af starfshópi heilbrigðisráðherra sem skipaður var 18. júní á síðasta ári. Áður höfðu verið gerðar nokkrar breytingar á gildandi sóttvarnalögum með frumvarpi sem varð að lögum í febrúar 2021. Í nýju frumvarpi er lagt til að sérstakt markmiðsákvæði komi inn í sóttvarnalög og að gildissviðsákvæði og sérstakt ákvæði um þá sjúkdóma sem lögin taka til sé bætt við lögin. Í þvi ákvæði er lögð til stigskipting sjúkdoma, það er smitsjúkdómar, alvarlegir sjúkdómar og samfélagslega hættulegir sjúkdómar. Sóttvarnaráð lagt niður og farsóttanefnd sett á laggirnar Þá er lagt til að heimildir stjórnvalda til sóttvarnaráðstafana taki mið af stigskiptingunni, svipað og er í Danmörku. Einungis megi þannig grípa til veigamestu ráðstafananna þegar um samfélagslega hættulegan sjúkdóm er að ræða. Þá er lagt til að breytingar verði gerðar á stjórnsýslu sóttvarna. Sóttvarnalæknir verði þannig skipaður af ráðherra líkt og ladnlæknir og aðrir forstöðumenn stofnana samhliða því að ábyrgð hans á framkvæmd sóttvarna heyri beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni. Auk þess verði sett á laggirnar nýtt fjölskipað stjórnvald, farsóttarnefnd, sem skili inn tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. Samhliða þessu verði sóttvarnaráð lagt niður. Þó er lagt til að sóttvarnalæknir hafi heimild til að kveða sér til ráðgjafar sérfræðinga vegna þeirra verkefna sem falla undir hlutverk hans. Einnig er lagt til að aðkoma og eftirlitshlutverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt og að viðurlagaákvæði laganna verði uppfært í samræmi við löggjafarþróun síðari ára. Frumvarpið verður sett í samráðsgátt í tvær vikur svo að Alþingi fái meiri tíma til að fjalla um málið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur nú birt drög að frumvarpi að nýjum sóttvarnalögum sem lagt hefur verið fram til umsagnar. Ýmsar breytingar eru lagðar til á stjórnsýslu málaflokksins og lagt til að aðkoma og eftirlitshluverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt. Frumvarpið var samið af starfshópi heilbrigðisráðherra sem skipaður var 18. júní á síðasta ári. Áður höfðu verið gerðar nokkrar breytingar á gildandi sóttvarnalögum með frumvarpi sem varð að lögum í febrúar 2021. Í nýju frumvarpi er lagt til að sérstakt markmiðsákvæði komi inn í sóttvarnalög og að gildissviðsákvæði og sérstakt ákvæði um þá sjúkdóma sem lögin taka til sé bætt við lögin. Í þvi ákvæði er lögð til stigskipting sjúkdoma, það er smitsjúkdómar, alvarlegir sjúkdómar og samfélagslega hættulegir sjúkdómar. Sóttvarnaráð lagt niður og farsóttanefnd sett á laggirnar Þá er lagt til að heimildir stjórnvalda til sóttvarnaráðstafana taki mið af stigskiptingunni, svipað og er í Danmörku. Einungis megi þannig grípa til veigamestu ráðstafananna þegar um samfélagslega hættulegan sjúkdóm er að ræða. Þá er lagt til að breytingar verði gerðar á stjórnsýslu sóttvarna. Sóttvarnalæknir verði þannig skipaður af ráðherra líkt og ladnlæknir og aðrir forstöðumenn stofnana samhliða því að ábyrgð hans á framkvæmd sóttvarna heyri beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni. Auk þess verði sett á laggirnar nýtt fjölskipað stjórnvald, farsóttarnefnd, sem skili inn tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. Samhliða þessu verði sóttvarnaráð lagt niður. Þó er lagt til að sóttvarnalæknir hafi heimild til að kveða sér til ráðgjafar sérfræðinga vegna þeirra verkefna sem falla undir hlutverk hans. Einnig er lagt til að aðkoma og eftirlitshlutverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt og að viðurlagaákvæði laganna verði uppfært í samræmi við löggjafarþróun síðari ára. Frumvarpið verður sett í samráðsgátt í tvær vikur svo að Alþingi fái meiri tíma til að fjalla um málið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira