62 ára prins sakaður um að hafa svindlað sér inn á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 11:00 Hubertus von Hohenlohe tekur sjálfan sig ekki of alvarlega þrátt fyrir að vera prins. Hér er hann á Ólympíuleikunum árið 2010. EPA/STEPHAN JANSEN Hubertus von Hohenlohe prins elskar það að keppa á Vetrarólympíuleikunum og það hefur hann þegar gert sex sinnum. Það lítur út fyrir að hann haft einhver brögð í tafli til að koma sér inn á Ólympíuleikana sem hefjast í Peking á föstudaginn. Hubertus von Hohenlohe-Langenburg er kominn með sæti á leikunum en hann keppir fyrir Mexíkó. Þar með er ekki öll sagan sögð því grunur um að undankeppnin hafi verið sett upp til að hjálpa honum og fleirum inn á leikana. Aftonbladet fjallar um málið.Instagram Hubertus er orðinn 62 ára gamall og þetta yrðu hans sjöundu Ólympíuleikar. Hann tók fyrst þátt árið 1984 þegar leikarnir fóru fram í Sarajevo í gömlu Júgóslavíu. Hubertus var síðast með í Sochi árið 2014. 12. og 13. janúar síðastliðinn héldu Jamaíka og Grænhöfðaeyjar "Malbun Exotic Nations Cup" skíðakeppni í Liechtenstein þar sem voru meðal annars keppendur frá Jamaíku, Argentínu og Mexíkó sem voru allir að reyna að vinna sér sæti á leikunum. Austurríska blaðið Krone Zeitung heldur því fram að skíðasambönd Jamaíku, Argentínu og Mexíkó hafi samið um það fyrir keppnina að þeir skíðamenn sem væru lægri á styrkleikalista Alþjóðaskíðasambandsins myndu enda ofar en þeir sem voru hærra skrifaðir. Með því gætu þessu skíðamenn náð sér í dýrmæt stig í baráttunni um síðustu lausu sæti á leikanna. Austurríkismenn eru sérstaklega ósáttir því þetta þýddi að þeir misstu tvo af ellefu skíðamönnum sínum á leikunum í Peking. Einn af þeim skíðamönnum sem voru hærra á styrkleikalistanum var Argentínumaðurinn Cristian Javier Simari Birkner. Með þátttöku hans áttu keppendur möguleika á fleiri stigum. View this post on Instagram A post shared by Hubertus Von Hohenlohe (@hubertushohenlohe) Mexíkóar hafa vísað þessum ásökunum til föðurhúsanna og halda því fram að það hafi ekki verið hægt að falsa úrslitin því keppnin hafi verið sýnd beint í sjónvarpi. „Þú sendir það ekki út í beinni í sjónvarpi þegar þú ert að ræna banka eða stela einhverju,“ skrifaði Hubertus Von Hohenlohe á Instagram síðu sína. Hann kennir Alþjóðaskíðasambandinu um hvernig fór fyrir þessum austurrísku skíðamönnum sem misstu sætið sitt. „Þeir búa til reglur sem enginn skilur og þegar litlar skíðaþjóðir komast á leikana þá er það allt í einu skandall. Aðalskandallinn er að Kínverjar eru með allt aðrar reglur í gildi um hvernig þú kemst á leikana til að tryggja það að kínverskri keppendur komist inn,“ skrifaði Hubertus sem óttast það ekki að missa sæti sitt á leikunum. Hann endaði á kveðju: „Sjáumst í Peking, skrifaði Hubertus. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mexíkó Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Hubertus von Hohenlohe-Langenburg er kominn með sæti á leikunum en hann keppir fyrir Mexíkó. Þar með er ekki öll sagan sögð því grunur um að undankeppnin hafi verið sett upp til að hjálpa honum og fleirum inn á leikana. Aftonbladet fjallar um málið.Instagram Hubertus er orðinn 62 ára gamall og þetta yrðu hans sjöundu Ólympíuleikar. Hann tók fyrst þátt árið 1984 þegar leikarnir fóru fram í Sarajevo í gömlu Júgóslavíu. Hubertus var síðast með í Sochi árið 2014. 12. og 13. janúar síðastliðinn héldu Jamaíka og Grænhöfðaeyjar "Malbun Exotic Nations Cup" skíðakeppni í Liechtenstein þar sem voru meðal annars keppendur frá Jamaíku, Argentínu og Mexíkó sem voru allir að reyna að vinna sér sæti á leikunum. Austurríska blaðið Krone Zeitung heldur því fram að skíðasambönd Jamaíku, Argentínu og Mexíkó hafi samið um það fyrir keppnina að þeir skíðamenn sem væru lægri á styrkleikalista Alþjóðaskíðasambandsins myndu enda ofar en þeir sem voru hærra skrifaðir. Með því gætu þessu skíðamenn náð sér í dýrmæt stig í baráttunni um síðustu lausu sæti á leikanna. Austurríkismenn eru sérstaklega ósáttir því þetta þýddi að þeir misstu tvo af ellefu skíðamönnum sínum á leikunum í Peking. Einn af þeim skíðamönnum sem voru hærra á styrkleikalistanum var Argentínumaðurinn Cristian Javier Simari Birkner. Með þátttöku hans áttu keppendur möguleika á fleiri stigum. View this post on Instagram A post shared by Hubertus Von Hohenlohe (@hubertushohenlohe) Mexíkóar hafa vísað þessum ásökunum til föðurhúsanna og halda því fram að það hafi ekki verið hægt að falsa úrslitin því keppnin hafi verið sýnd beint í sjónvarpi. „Þú sendir það ekki út í beinni í sjónvarpi þegar þú ert að ræna banka eða stela einhverju,“ skrifaði Hubertus Von Hohenlohe á Instagram síðu sína. Hann kennir Alþjóðaskíðasambandinu um hvernig fór fyrir þessum austurrísku skíðamönnum sem misstu sætið sitt. „Þeir búa til reglur sem enginn skilur og þegar litlar skíðaþjóðir komast á leikana þá er það allt í einu skandall. Aðalskandallinn er að Kínverjar eru með allt aðrar reglur í gildi um hvernig þú kemst á leikana til að tryggja það að kínverskri keppendur komist inn,“ skrifaði Hubertus sem óttast það ekki að missa sæti sitt á leikunum. Hann endaði á kveðju: „Sjáumst í Peking, skrifaði Hubertus.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mexíkó Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira