Hrútarnir á heimavelli í Super Bowl og mæta þar ævintýraliði ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 07:32 Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals, á herðum liðsfélaga sinna í leikslok en hann hefur gjörbreytt liðinu á aðeins tveimur árum. AP/Charlie Riedel Los Angeles Rams og Cincinnati Bengals komust í nótt í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, þegar þau tryggðu sér sigur í Ameríku- og Þjóðardeildinni. Los Angeles Rams liðið verður því á heimavelli í Super Bowl því leikurinn fer fram á So-Fi leikvanginum í Los Angeles 13. febrúar næstkomandi. Rams vann 20-17 sigur á San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en sá leikur var einnig á So-Fi. The Ohio kid has taken the @Bengals to the Super Bowl. @JoeyB pic.twitter.com/SznYQfXfjq— NFL (@NFL) January 30, 2022 Mun óvæntari úrslit var þó endurkomur 27-24 sigur Cincinnati Bengals á útivelli á móti Kansas City Chiefs en leikurinn endaði í framlengingu. Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs voru á góðri leið í þriðja Super Bowl leikinn í röð þegar þeir komust í 21-3 í fyrri hálfleiknum. McVay Stafford#NFLPlayoffs #RamsHouse pic.twitter.com/9LU5JNE4Oh— NFL (@NFL) January 31, 2022 Það hefur lítið hengið hjá Mahomes í seinni hálfleik að undanförnu og ekkert gekk upp hjá honum eftir hlé í gær. Joe Burrow leiddi spútniklið Bengals til baka inn í leikinn og leikurinn endaði í framlengingu. Þar fékk Chiefs liðið að byrja með boltann við mikinn fögnuð stuðningsmanna liðsins. Það var hins vegar stutt gaman því Mahomes kastaði frá sér boltanum og nýliðinn Evan McPherson tryggði Bengals sigurinn með vallarmerki. The kick that sent the @Bengals to #SBLVI@McPherson_Evan | #RuleTheJungle pic.twitter.com/n7lwqRx8zH— NFL (@NFL) January 31, 2022 Sparkarinn Evan McPherson hefur verið magnaður í úrslitakeppninni en hann tryggði liðinu einnig sigurinn á móti Tennessee Titans viku áður. Leikstjórnandinn Joe Burrow hjá Bengals skrifaði söguna með því að verða sá fyrsti sem er valinn númer eitt í nýliðavalinu sem kemur liði sínu í Super Bowl á fyrstu tveimur árum sínum í NFL-deildinni. Matt Gay gives LA the lead with 1:46 remaining. #NFLPlayoffs : #SFvsLAR on FOX : https://t.co/vywGt5Kgfz pic.twitter.com/7ovFuYqKSj— NFL (@NFL) January 31, 2022 Los Angeles Rams lenti líka undir á móti San Francisco 49ers en gestirnir komust í 17-7 í leiknum og voru enn með tíu stiga forskot í lokaleikhlutanum. Snertimark frá útherjanum magnaða Cooper Kupp og tvö vallarmörk frá Matt Gay tryggðu Los Angeles Rams sigur og sæti í úrslitaleiknum um titilinn. Seinna vallarmarkið kom þegar ein mínúta og 49 sekúndur voru eftir af leiknum. NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Los Angeles Rams liðið verður því á heimavelli í Super Bowl því leikurinn fer fram á So-Fi leikvanginum í Los Angeles 13. febrúar næstkomandi. Rams vann 20-17 sigur á San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en sá leikur var einnig á So-Fi. The Ohio kid has taken the @Bengals to the Super Bowl. @JoeyB pic.twitter.com/SznYQfXfjq— NFL (@NFL) January 30, 2022 Mun óvæntari úrslit var þó endurkomur 27-24 sigur Cincinnati Bengals á útivelli á móti Kansas City Chiefs en leikurinn endaði í framlengingu. Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs voru á góðri leið í þriðja Super Bowl leikinn í röð þegar þeir komust í 21-3 í fyrri hálfleiknum. McVay Stafford#NFLPlayoffs #RamsHouse pic.twitter.com/9LU5JNE4Oh— NFL (@NFL) January 31, 2022 Það hefur lítið hengið hjá Mahomes í seinni hálfleik að undanförnu og ekkert gekk upp hjá honum eftir hlé í gær. Joe Burrow leiddi spútniklið Bengals til baka inn í leikinn og leikurinn endaði í framlengingu. Þar fékk Chiefs liðið að byrja með boltann við mikinn fögnuð stuðningsmanna liðsins. Það var hins vegar stutt gaman því Mahomes kastaði frá sér boltanum og nýliðinn Evan McPherson tryggði Bengals sigurinn með vallarmerki. The kick that sent the @Bengals to #SBLVI@McPherson_Evan | #RuleTheJungle pic.twitter.com/n7lwqRx8zH— NFL (@NFL) January 31, 2022 Sparkarinn Evan McPherson hefur verið magnaður í úrslitakeppninni en hann tryggði liðinu einnig sigurinn á móti Tennessee Titans viku áður. Leikstjórnandinn Joe Burrow hjá Bengals skrifaði söguna með því að verða sá fyrsti sem er valinn númer eitt í nýliðavalinu sem kemur liði sínu í Super Bowl á fyrstu tveimur árum sínum í NFL-deildinni. Matt Gay gives LA the lead with 1:46 remaining. #NFLPlayoffs : #SFvsLAR on FOX : https://t.co/vywGt5Kgfz pic.twitter.com/7ovFuYqKSj— NFL (@NFL) January 31, 2022 Los Angeles Rams lenti líka undir á móti San Francisco 49ers en gestirnir komust í 17-7 í leiknum og voru enn með tíu stiga forskot í lokaleikhlutanum. Snertimark frá útherjanum magnaða Cooper Kupp og tvö vallarmörk frá Matt Gay tryggðu Los Angeles Rams sigur og sæti í úrslitaleiknum um titilinn. Seinna vallarmarkið kom þegar ein mínúta og 49 sekúndur voru eftir af leiknum.
NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira