Orkulaus orkuskipti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2022 09:02 Stærsta verkefni samfélagsins næstu ára er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ein af meginforsendum þess er að tryggja framgang orkuskipta í landi grænnar orku. Það er því ekki úr vegi að við stöldrum við þau mörk sem liggja milli ábyrgrar náttúrunýtingar og sjálfbærrar þróunar. Ísland hefur sett metnaðarfullt markmið um jarðefnaeldsneytisleysi 2040. Viðreisn hefur verið nokkuð sátt við það markmið. Hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að ná því markmiði er hins vegar óljóst og engin trúverðug áætlun hefur fylgt fallegum loforðum. Ágreiningur okkar við ríkisstjórnina í loftslagsmálum felst fyrst og fremst í því að hljóð og mynd hafa ekki farið saman. Það hefur vantað samhengi milli orða og athafna. Bara falleg orð? Fyrirheit um orkuskipti verða bara falleg orð ef ekki er sagt hvernig tryggja skuli framboð og afhendingu raforku. Við þurfum meiri orku ef við ætlum á annað borð að fara af krafti í hröð orkuskipti. Til viðbótar þarf orku fyrirfjölgun hátæknifyrirtækja, aukið fiskeldi á landi og stórfellda grænmetisræktun. Það er heldur ekki trúverðug, vænleg eða djörf framtíðarsýn að krossa fingur og vona að mikilvægur iðnaður flýi úr landi til að hægt sé að fara í orkuskipti. Það er því ljóst að auka þarf raforkuvinnslu í landinu og forgangsraða henni í þágu orkuskipta og grænnar atvinnuuppbyggingar. Allt síðasta kjörtímabil sátu orkumálaráðherra og umhverfisráðherra með hendur í skauti. Það var engin hreyfing, algjör kyrrstaða. Fyrir vikið höfum við tapað dýrmætum tíma í baráttunni fyrir umbótum og raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Kyrrstaðan stafaði ekki af skorti á undirbúningi, ekki af skorti á skýrslum eða þekkingu og ekki á skorti á tölfræðilegum gögnum. Öll vissu hvað þurfti að gera. Ástæðan fyrir athafnaleysinu var pólitískt samkomulag stjórnarflokkanna um kyrrstöðu. Störukeppni stjórnarflokkanna hefur verið dýrkeypt. Tapaður tími sem vinna þarf upp Fyrir vikið þurfum við að fara fram með miklu meiri krafti nú. Það er enginn vegur fyrir stjórnarflokkana að halda kyrrstöðupólitíkinni áfram í orkumálum, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Við þurfum að vinna upp tapaðan tíma. Orkuskorturinn og slæmt ástand flutningskerfis raforku kemur reyndar nýjum ráðherra orku-og loftslagsmála á óvart. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samfellt stjórnað orkumálum í níu ár. Á þeirra vakt hafa atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni ekki getað gengið að nægilega áreiðanlegri orku og þurfa þess í stað að reiða sig á olíu. Heilu landssvæðin hafa þar að auki ekki aðgang að rafmagni sem svarar þörf heimila og fyrirtækja. Hvað þá þriggja fasa rafmagni. Við höfum einsett okkur að verða á næstu átján árum fyrsta þjóðin í heiminum sem losar sig að fullu við jarðefnaeldsneyti. Þetta er djarft markmið. En það er gerlegt að ná því. Vandinn er að við þurfum að tryggja raforkuna til að standa undir því markmiði. Líka ef við viljum tryggja raforkuöryggi landsmanna og fá til landsins græn og framsækin atvinnutækifæri. Ég hef þá trú að við getum náð markmiðunum um orkuskipti á settum tíma. En til þess þarf að setja vinnuvélarnar strax af stað. Það verður ekki hjá því komist að nýta þá virkjunarkosti sem sátt er um. Auðvitað á að flokka orkukosti með tilliti til áhrifa á náttúru, menningu og minjar, samfélag og efnahag og nýta þá raforku sem framleiða má á núverandi virkjanasvæðum. En það er líka óhjákvæmilegt að líta til þeirra nýtingakosta sem nú þegar eru á rammaáætlun. Ríkisstjórnin þarf að tryggja skynsamlega uppbyggingu nýrrar raforkuvinnslu og styrkingu flutningskerfisins. Mikilvægt er að tryggja að öll virkjunaráform fari í að tryggja orku í loftslagstengdar aðgerðir og raforkuöryggi. Orkuráðherrann hefur engan umþóttunartíma. Hann þarf nú þegar að taka af skarið og segja skýrt og skilmerkilega hvernig Ísland verður laust við jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa og hvaðan orkan til þess mun koma. Frekari kyrrstaða ríkisstjórnarinnar er ekki í boði. Framtíðin kallar. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Orkumál Viðreisn Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta verkefni samfélagsins næstu ára er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ein af meginforsendum þess er að tryggja framgang orkuskipta í landi grænnar orku. Það er því ekki úr vegi að við stöldrum við þau mörk sem liggja milli ábyrgrar náttúrunýtingar og sjálfbærrar þróunar. Ísland hefur sett metnaðarfullt markmið um jarðefnaeldsneytisleysi 2040. Viðreisn hefur verið nokkuð sátt við það markmið. Hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að ná því markmiði er hins vegar óljóst og engin trúverðug áætlun hefur fylgt fallegum loforðum. Ágreiningur okkar við ríkisstjórnina í loftslagsmálum felst fyrst og fremst í því að hljóð og mynd hafa ekki farið saman. Það hefur vantað samhengi milli orða og athafna. Bara falleg orð? Fyrirheit um orkuskipti verða bara falleg orð ef ekki er sagt hvernig tryggja skuli framboð og afhendingu raforku. Við þurfum meiri orku ef við ætlum á annað borð að fara af krafti í hröð orkuskipti. Til viðbótar þarf orku fyrirfjölgun hátæknifyrirtækja, aukið fiskeldi á landi og stórfellda grænmetisræktun. Það er heldur ekki trúverðug, vænleg eða djörf framtíðarsýn að krossa fingur og vona að mikilvægur iðnaður flýi úr landi til að hægt sé að fara í orkuskipti. Það er því ljóst að auka þarf raforkuvinnslu í landinu og forgangsraða henni í þágu orkuskipta og grænnar atvinnuuppbyggingar. Allt síðasta kjörtímabil sátu orkumálaráðherra og umhverfisráðherra með hendur í skauti. Það var engin hreyfing, algjör kyrrstaða. Fyrir vikið höfum við tapað dýrmætum tíma í baráttunni fyrir umbótum og raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Kyrrstaðan stafaði ekki af skorti á undirbúningi, ekki af skorti á skýrslum eða þekkingu og ekki á skorti á tölfræðilegum gögnum. Öll vissu hvað þurfti að gera. Ástæðan fyrir athafnaleysinu var pólitískt samkomulag stjórnarflokkanna um kyrrstöðu. Störukeppni stjórnarflokkanna hefur verið dýrkeypt. Tapaður tími sem vinna þarf upp Fyrir vikið þurfum við að fara fram með miklu meiri krafti nú. Það er enginn vegur fyrir stjórnarflokkana að halda kyrrstöðupólitíkinni áfram í orkumálum, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Við þurfum að vinna upp tapaðan tíma. Orkuskorturinn og slæmt ástand flutningskerfis raforku kemur reyndar nýjum ráðherra orku-og loftslagsmála á óvart. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samfellt stjórnað orkumálum í níu ár. Á þeirra vakt hafa atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni ekki getað gengið að nægilega áreiðanlegri orku og þurfa þess í stað að reiða sig á olíu. Heilu landssvæðin hafa þar að auki ekki aðgang að rafmagni sem svarar þörf heimila og fyrirtækja. Hvað þá þriggja fasa rafmagni. Við höfum einsett okkur að verða á næstu átján árum fyrsta þjóðin í heiminum sem losar sig að fullu við jarðefnaeldsneyti. Þetta er djarft markmið. En það er gerlegt að ná því. Vandinn er að við þurfum að tryggja raforkuna til að standa undir því markmiði. Líka ef við viljum tryggja raforkuöryggi landsmanna og fá til landsins græn og framsækin atvinnutækifæri. Ég hef þá trú að við getum náð markmiðunum um orkuskipti á settum tíma. En til þess þarf að setja vinnuvélarnar strax af stað. Það verður ekki hjá því komist að nýta þá virkjunarkosti sem sátt er um. Auðvitað á að flokka orkukosti með tilliti til áhrifa á náttúru, menningu og minjar, samfélag og efnahag og nýta þá raforku sem framleiða má á núverandi virkjanasvæðum. En það er líka óhjákvæmilegt að líta til þeirra nýtingakosta sem nú þegar eru á rammaáætlun. Ríkisstjórnin þarf að tryggja skynsamlega uppbyggingu nýrrar raforkuvinnslu og styrkingu flutningskerfisins. Mikilvægt er að tryggja að öll virkjunaráform fari í að tryggja orku í loftslagstengdar aðgerðir og raforkuöryggi. Orkuráðherrann hefur engan umþóttunartíma. Hann þarf nú þegar að taka af skarið og segja skýrt og skilmerkilega hvernig Ísland verður laust við jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa og hvaðan orkan til þess mun koma. Frekari kyrrstaða ríkisstjórnarinnar er ekki í boði. Framtíðin kallar. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar