Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 29. janúar 2022 08:01 Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. Ég hef gaman af svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi hvorki nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið, né um kollega mína Líf Magneudóttir og Dóru Björt en saman leiðum við frábæran hóp borgarfulltrúa. En ég var eftir lesturinn hugsi. Það er greinilegt að við kunnum ekki að hafa marga flokka sem vinna saman sem einn. Og er þetta ekki einum of mikil leiðtogadýrkun? Þarf alltaf bara að vera einn flokkur eða leiðtogi? Reyndin er sú í dag að völd fjórflokksins eru liðin undir lok og við verðum að venjast þeirri tilhugsun að fjölflokka meirihlutar eru framtíðin. Samstarf og málamiðlanir eru það sem koma skal, því verðum við að venjast. Þessi veruleiki kallar á það að saman vinna nokkrir leiðtogar sem allir verða að fá sitt svið. Meirihlutinn í borginni er einmitt gott dæmi um það. Við unnum gott samkomulag í upphafi sem var byggt á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá og það var einmitt það sem Dagur sagði í umræddum fréttatíma “Þetta eru ólíkir flokkar en það er styrkur.“ Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt í meirihlutanum, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Við í Viðreisn höfum verið óþreytandi að benda á mikilvægi einkaframtaksins og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin verði tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðlia að semja við sig til niðurstöðu. Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu. Opnum augun fyrir því að hér eru margir flokkar með mismunandi áherslur. Hlustum á fullrúa flokkana með opnum hug en reynum ekki alltaf að troða öllu sem þeir segja í fyrirframgefna mynd fjórflokksins eða leiðtogadýrkun tuttugustu aldarinnar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. Ég hef gaman af svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi hvorki nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið, né um kollega mína Líf Magneudóttir og Dóru Björt en saman leiðum við frábæran hóp borgarfulltrúa. En ég var eftir lesturinn hugsi. Það er greinilegt að við kunnum ekki að hafa marga flokka sem vinna saman sem einn. Og er þetta ekki einum of mikil leiðtogadýrkun? Þarf alltaf bara að vera einn flokkur eða leiðtogi? Reyndin er sú í dag að völd fjórflokksins eru liðin undir lok og við verðum að venjast þeirri tilhugsun að fjölflokka meirihlutar eru framtíðin. Samstarf og málamiðlanir eru það sem koma skal, því verðum við að venjast. Þessi veruleiki kallar á það að saman vinna nokkrir leiðtogar sem allir verða að fá sitt svið. Meirihlutinn í borginni er einmitt gott dæmi um það. Við unnum gott samkomulag í upphafi sem var byggt á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá og það var einmitt það sem Dagur sagði í umræddum fréttatíma “Þetta eru ólíkir flokkar en það er styrkur.“ Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt í meirihlutanum, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Við í Viðreisn höfum verið óþreytandi að benda á mikilvægi einkaframtaksins og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin verði tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðlia að semja við sig til niðurstöðu. Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu. Opnum augun fyrir því að hér eru margir flokkar með mismunandi áherslur. Hlustum á fullrúa flokkana með opnum hug en reynum ekki alltaf að troða öllu sem þeir segja í fyrirframgefna mynd fjórflokksins eða leiðtogadýrkun tuttugustu aldarinnar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun