Telur að Íslendingar muni fyrirgefa Dönum Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2022 21:57 Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félgasins. Stöð 2 Formaður Norræna félagsins telur ákvörðun Hagkaupa um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna ekki til marks um stækkandi gjá milli Danmerkur og Íslands. Hann telur að Íslendingar muni fyrirgefa nágrönnum sínum meintan grikk á EM í gær, fyrr en síðar. Það fór líklega fram hjá fæstum Íslendingum í gær þegar Danir töpuðu fyrir Frökkum í mikilvægum leik á Evrópumótinu í handbolta. Með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin á EM. Verslunarkeðjan Hagkaup hefur árlega haldið upp á Danska daga snemma árs þar sem boðið er upp á aukið úrval af dönskum vörum og verslanir skreyttar hátt og lágt með fána konungsríkisins. Hagkaup tóku hins vegar ákvörðun í dag um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins, telur líklegt að Íslendingar fyrirgefi Dönum úrslitin von bráðar. „Ég skil nú reyndar að menn vilji ekki selja danskar vörur rétt á meðan við erum að jafna okkur en mér fyndist kannski eðlilegra að við myndum snúa þessu bara upp í norræna veislu, af því að EM er í raun og veru norræn veisla – fjórir af sex á toppnum,“ segir Hrannar Björn. Hrannar Björn segir að meira hefði verið í anda norrænnar samvinnu, hefði þjálfari Dana stillt upp sínu sterkasta liði fyrir leikinn en þjálfarinn hvíldi þrjá lykilleikmenn í leiknum. „Við ætlumst til þess að Danir berjist fyrir og við berjumst fyrir þá og þannig held ég að það verði áfram. Við munum fyrirgefa þetta og ef við viljum hefna þá gerum við það á handboltavellinum,“ segir Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félagsins. Neytendur Danmörk EM karla í handbolta 2022 Verslun Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. 27. janúar 2022 14:29 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Það fór líklega fram hjá fæstum Íslendingum í gær þegar Danir töpuðu fyrir Frökkum í mikilvægum leik á Evrópumótinu í handbolta. Með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin á EM. Verslunarkeðjan Hagkaup hefur árlega haldið upp á Danska daga snemma árs þar sem boðið er upp á aukið úrval af dönskum vörum og verslanir skreyttar hátt og lágt með fána konungsríkisins. Hagkaup tóku hins vegar ákvörðun í dag um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins, telur líklegt að Íslendingar fyrirgefi Dönum úrslitin von bráðar. „Ég skil nú reyndar að menn vilji ekki selja danskar vörur rétt á meðan við erum að jafna okkur en mér fyndist kannski eðlilegra að við myndum snúa þessu bara upp í norræna veislu, af því að EM er í raun og veru norræn veisla – fjórir af sex á toppnum,“ segir Hrannar Björn. Hrannar Björn segir að meira hefði verið í anda norrænnar samvinnu, hefði þjálfari Dana stillt upp sínu sterkasta liði fyrir leikinn en þjálfarinn hvíldi þrjá lykilleikmenn í leiknum. „Við ætlumst til þess að Danir berjist fyrir og við berjumst fyrir þá og þannig held ég að það verði áfram. Við munum fyrirgefa þetta og ef við viljum hefna þá gerum við það á handboltavellinum,“ segir Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félagsins.
Neytendur Danmörk EM karla í handbolta 2022 Verslun Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. 27. janúar 2022 14:29 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10
Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. 27. janúar 2022 14:29
Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45