Góð orka inn í þjóðfélagið Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2022 14:31 Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru ánægðastir allra viðskiptavina þegar kemur að kaupum á rafmagni. Þetta sýna niðurstöður íslensku Ánægjuvogarinnar sem birtar voru fyrir helgi og er þetta þriðja árið í röð sem ánægja með okkar viðskiptahætti er þannig staðfest. Í þessari viðurkenningu felst mikil hvatning til okkar sem störfum hjá ON. Við viljum halda áfram að standa okkur vel og helst enn betur, því okkar er svo sannarlega ánægjan. Orkumál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans og þau hafa beina tengingu við baráttuna gegn loftslagsvánni. Við hjá Orku náttúrunnar höfum skilgreint vel hvað við viljum vera og hvert förinni er heitið. Í okkar huga snýst orkuframleiðsla og orkusala ekki bara um það að selja rafmagn til heimila og fyrirtækja á góðum kjörum, heldur snýst starfsemin ekki síður um það að vera í fararbroddi þegar kemur að því að gera Ísland að umhverfisvænu, framsýnu og sjálfbæru þjóðfélagi. Við hjá Orku náttúrunnar tökum þetta hlutverk alvarlega. Það skiptir máli hvernig orkan er framleidd og hvernig hennar er neytt. Við Íslendingar búum vel að geta gengið að endurnýjanlegri, grænni orku til notkunar heimila og fyrirtækja, en engu að síður eru brýn verkefni fyrir hendi og stór úrlausnarefni. Samgöngur á landi, sjó og lofti þurfa að verða umhverfisvænar, drifnar áfram af hreinni orku. Þess vegna hefur Orka náttúrunnar litið á það sem hlutverk sitt að byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Net hraðhleðslustöðva hefur risið á Íslandi fyrir tilstuðlan ON og nú bjóðum við hverfum upp á Hverfahleðslu og heimilum upp á Heimahleðslu, sem gerir fólki enn auðveldara að eignast og reka rafmagnsbíl. Sporlaus starfsemi Við höfum ákveðið að starfsemi okkar eigi að vera sporlaus. Við höfum stigið fyrstu skrefin í þá átt með því að nota Carbfix tæknina við Hellisheiðarvirkjun sem við munum gera sporlausa árið 2025 í samstarfi við systurfyrirtæki okkar Carbfix sem og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Carbfix tæknin var þróuð í samstarfi við Háskóla Íslands. Í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi fer saman áhersla á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar, nýsköpun og verðmætasköpun. Nýsköpunarfyrirtæki með aðsetur í Jarðhitagarði ON hafa þróað nýjar leiðir til þess að snúa vörn í sókn í umhverfismálum. Örþörungar eru þar ræktaðir til matvælaframleiðslu og eru þeir líklegir til þess að verða mikilvægur hluti af sjálfbæru fæðuframboði framtíðarinnar. Fyrirtækið Climeworks sýgur þar koltvísýring úr andrúmsloftinu í einni stærstu starfsemi þeirrar tegundar á jörðu og dælir honum niður með Carbfix tækninni í samstarfi við Carbfix. Allt þetta held ég að skipti miklu máli þegar fólk íhugar hvort það sé ánægt með viðskiptin við ON. Ég trúi því að kaupendur rafmagns horfi ekki bara á verð þegar þeir velja sér rafmagnssala heldur líka til þess hvort fyrirtækið hafi góð áhrif á samfélagið og stundi gegnsæ vinnubrögð. Að hafa slík áhrif er lykilatriði í okkar huga. Markmið okkar er ekki bara að veita orku á góðu verði. Það geta margir gert, eða ekki gert. Markmið okkar er stærra: Við viljum veita góðri orku inn í þjóðfélagið. Höfundur er framkvæmdastýra Orku Náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru ánægðastir allra viðskiptavina þegar kemur að kaupum á rafmagni. Þetta sýna niðurstöður íslensku Ánægjuvogarinnar sem birtar voru fyrir helgi og er þetta þriðja árið í röð sem ánægja með okkar viðskiptahætti er þannig staðfest. Í þessari viðurkenningu felst mikil hvatning til okkar sem störfum hjá ON. Við viljum halda áfram að standa okkur vel og helst enn betur, því okkar er svo sannarlega ánægjan. Orkumál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans og þau hafa beina tengingu við baráttuna gegn loftslagsvánni. Við hjá Orku náttúrunnar höfum skilgreint vel hvað við viljum vera og hvert förinni er heitið. Í okkar huga snýst orkuframleiðsla og orkusala ekki bara um það að selja rafmagn til heimila og fyrirtækja á góðum kjörum, heldur snýst starfsemin ekki síður um það að vera í fararbroddi þegar kemur að því að gera Ísland að umhverfisvænu, framsýnu og sjálfbæru þjóðfélagi. Við hjá Orku náttúrunnar tökum þetta hlutverk alvarlega. Það skiptir máli hvernig orkan er framleidd og hvernig hennar er neytt. Við Íslendingar búum vel að geta gengið að endurnýjanlegri, grænni orku til notkunar heimila og fyrirtækja, en engu að síður eru brýn verkefni fyrir hendi og stór úrlausnarefni. Samgöngur á landi, sjó og lofti þurfa að verða umhverfisvænar, drifnar áfram af hreinni orku. Þess vegna hefur Orka náttúrunnar litið á það sem hlutverk sitt að byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Net hraðhleðslustöðva hefur risið á Íslandi fyrir tilstuðlan ON og nú bjóðum við hverfum upp á Hverfahleðslu og heimilum upp á Heimahleðslu, sem gerir fólki enn auðveldara að eignast og reka rafmagnsbíl. Sporlaus starfsemi Við höfum ákveðið að starfsemi okkar eigi að vera sporlaus. Við höfum stigið fyrstu skrefin í þá átt með því að nota Carbfix tæknina við Hellisheiðarvirkjun sem við munum gera sporlausa árið 2025 í samstarfi við systurfyrirtæki okkar Carbfix sem og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Carbfix tæknin var þróuð í samstarfi við Háskóla Íslands. Í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi fer saman áhersla á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar, nýsköpun og verðmætasköpun. Nýsköpunarfyrirtæki með aðsetur í Jarðhitagarði ON hafa þróað nýjar leiðir til þess að snúa vörn í sókn í umhverfismálum. Örþörungar eru þar ræktaðir til matvælaframleiðslu og eru þeir líklegir til þess að verða mikilvægur hluti af sjálfbæru fæðuframboði framtíðarinnar. Fyrirtækið Climeworks sýgur þar koltvísýring úr andrúmsloftinu í einni stærstu starfsemi þeirrar tegundar á jörðu og dælir honum niður með Carbfix tækninni í samstarfi við Carbfix. Allt þetta held ég að skipti miklu máli þegar fólk íhugar hvort það sé ánægt með viðskiptin við ON. Ég trúi því að kaupendur rafmagns horfi ekki bara á verð þegar þeir velja sér rafmagnssala heldur líka til þess hvort fyrirtækið hafi góð áhrif á samfélagið og stundi gegnsæ vinnubrögð. Að hafa slík áhrif er lykilatriði í okkar huga. Markmið okkar er ekki bara að veita orku á góðu verði. Það geta margir gert, eða ekki gert. Markmið okkar er stærra: Við viljum veita góðri orku inn í þjóðfélagið. Höfundur er framkvæmdastýra Orku Náttúrunnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun