Frakkar fengu góðar fréttir fyrir leik eftir að Króatía vann Ísland sem þýddi að sigur myndi lyfta Frakklandi upp í 2. sæti riðilsins og þar með gefa þeim möguleika á því að komast áfram í undanúrslit EM.
Frakkar láta ekki bjóða sér slík tækifæri tvívegis en leiknum lauk með níu marka sigri þeirra, lokatölur 36-27.
Mem Dika var markahæstur í liði Frakklands með sjö mörk. Milos Vujovic gerði slíkt hið sama í liði Svartfjallalands.
Unstoppable tonight: @DikaMem @FRAHandball #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/SWYzMrMNKg
— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2022
Sigur Frakklands þýðir að Ísland þarf að vinna Svartfjallaland og treysta á að Danir vinni Frakka til að komast í undanúrslit mótsins.