„Alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 16:21 Hjördís segist skilja sátt við reksturinn. Aðsend Veitingastaðnum Bike Cave í Skerjafirði hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Hjördís Andrésdóttir, eigandi Bike Cave, segir að persónulegar frekar en rekstrarlegar ástæður ráði för en mikil óvissa hafi fylgt faraldrinum. „Ég sneri lyklinum í gær þegar ég var búin að klára lagerinn,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Hún auglýsir veitingastaðinn og húsnæðið nú til leigu með vörumerkinu, mataruppskriftum, heimasíðu og öðru tilheyrandi. Einnig stendur áhugasömum til boða að hefja annars konar atvinnurekstur í húsnæðinu. Reiðhjólaviðgerðamaðurinn Jacek Pol sem var með aðstöðu hjá Bike Cave starfar áfram á sínum vegum undir merkjum Hjólhests. „Ég er búin að vera með atvinnurekstur í þessu húsi í vel yfir tuttugu ár. Ég bý fyrir ofan og vildi taka þann kostinn að vera til staðar fyrir börnin mín þó ég væri á næstu hæð fyrir neðan,” segir Hjördís. Nú séu börnin komin á aldur og nýlega hafi henni boðist áhugavert starf sem hún vilji ekki greina frá að svo stöddu. Fyrst tók Hjördís við rekstri hverfisverslunarinnar Skerjavers árið 2000 ásamt handboltamanninum Stefáni Halldórssyni heitnum og síðar framleiddu hjónin Best á kryddblöndurnar í sama húsnæði við Einarsnes 36. Verða áfram á sínum stað Hjördís segir að seinni hluti kórónuveirufaraldursins hafi verið mikil rússíbanareið fyrir veitingabransann. „Einn daginn er allt í lagi, svo koma fimm dagar sem eru alveg glataðir og svo koma tveir sem eru í lagi og svo framvegis.” Þá hafi hún hugsað sig tvisvar um þegar stjórnvöld hækkuðu tryggingagjaldið aftur um síðustu áramót eftir að hafa lækkað það tímabundið út 6,35 prósentum í 6,1 prósent. „Þegar manni býðst vinna út í bæ og veit að maður fær borguð launin sín þá er alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni,“ segir Hjördís. Óvissa ríkir enn um framtíð staðarins.Bike Cave Hún bætir þó við að faraldurinn hafi ekki farið mjög illa með reksturinn og hún skilji ekki eftir sig skuldahala þrátt fyrir að hafa ekki fullnægt skilyrðum stjórnvalda fyrir stuðningi vegna efnahagsáhrifa faraldursins. „Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir að hafa haft mörg ungmenni héðan úr hverfinu í vinnu og fengið tækifæri til að kenna þeim að vinna.“ Hjördís segir að fjölskyldan skilji nú sátt við reksturinn og ný tækifæri taki við. Sem fyrr verði hægt að finna þau á efri hæðinni. Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
„Ég sneri lyklinum í gær þegar ég var búin að klára lagerinn,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Hún auglýsir veitingastaðinn og húsnæðið nú til leigu með vörumerkinu, mataruppskriftum, heimasíðu og öðru tilheyrandi. Einnig stendur áhugasömum til boða að hefja annars konar atvinnurekstur í húsnæðinu. Reiðhjólaviðgerðamaðurinn Jacek Pol sem var með aðstöðu hjá Bike Cave starfar áfram á sínum vegum undir merkjum Hjólhests. „Ég er búin að vera með atvinnurekstur í þessu húsi í vel yfir tuttugu ár. Ég bý fyrir ofan og vildi taka þann kostinn að vera til staðar fyrir börnin mín þó ég væri á næstu hæð fyrir neðan,” segir Hjördís. Nú séu börnin komin á aldur og nýlega hafi henni boðist áhugavert starf sem hún vilji ekki greina frá að svo stöddu. Fyrst tók Hjördís við rekstri hverfisverslunarinnar Skerjavers árið 2000 ásamt handboltamanninum Stefáni Halldórssyni heitnum og síðar framleiddu hjónin Best á kryddblöndurnar í sama húsnæði við Einarsnes 36. Verða áfram á sínum stað Hjördís segir að seinni hluti kórónuveirufaraldursins hafi verið mikil rússíbanareið fyrir veitingabransann. „Einn daginn er allt í lagi, svo koma fimm dagar sem eru alveg glataðir og svo koma tveir sem eru í lagi og svo framvegis.” Þá hafi hún hugsað sig tvisvar um þegar stjórnvöld hækkuðu tryggingagjaldið aftur um síðustu áramót eftir að hafa lækkað það tímabundið út 6,35 prósentum í 6,1 prósent. „Þegar manni býðst vinna út í bæ og veit að maður fær borguð launin sín þá er alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni,“ segir Hjördís. Óvissa ríkir enn um framtíð staðarins.Bike Cave Hún bætir þó við að faraldurinn hafi ekki farið mjög illa með reksturinn og hún skilji ekki eftir sig skuldahala þrátt fyrir að hafa ekki fullnægt skilyrðum stjórnvalda fyrir stuðningi vegna efnahagsáhrifa faraldursins. „Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir að hafa haft mörg ungmenni héðan úr hverfinu í vinnu og fengið tækifæri til að kenna þeim að vinna.“ Hjördís segir að fjölskyldan skilji nú sátt við reksturinn og ný tækifæri taki við. Sem fyrr verði hægt að finna þau á efri hæðinni.
Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira