Finnskur þingmaður sóttur til saka vegna ummæla um samkynhneigða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 13:08 Päivi Räsänen hefur verið ákærð fyrir hatursorðræðu gegn samkynhneigðum. EPA/MARKKU OJALA Finnskur þingmaður og fyrrverandi innanríkisráðherra mætti fyrir dóm í dag, ákærður fyrir hatursorðræðu gegn samkynhneigðum. Málið snýst um athugasemdir sem þingmaðurinn lét falla um að samkynhneigð væri þroskaröskun og synd. Päivi Räsänen hefur verið þingmaður fyrir kristilega demókrata frá árinu 1995 en er þar að auki menntaður læknir. Málið sem höfðað hefur verið gegn henni snýst um tvö ummæli sem hún lét falla, annars vegar í skoðanagrein sem birtist á netinu árið 2004 þar sem hún sagði samkynhneigð þroskaröskun og vegna tísts sem hún birti árið 2019 þar sem hún sagði samkynhneigð synd. Saksóknari vísaði til þess í dómssal í dag að Räsänen hafi þar að auki sagt í viðtali á útvarpsstöðinni Yle árið 2019 að samkynhneigð væri birtingarmynd genetískrar úrkynjunar. Räsänen hefur neitað því að hafa gert nokkuð rangt og vill meina að mál ákæruvaldsins sé byggt á veikum grunni. Samkvæmt umfjöllun Reuters um málið mun héraðsdómi Helsinki ekki aðeins falla það í skaut að ákvarða hvort ummælin séu hatursorðræða heldur þurfi hann að ákvarða hvort að í sumum tilfellum teljist það glæpur að nota Biblíuna sem áreiðanlega heimild. „Ég finn mikla ábyrðgartilfinningu vegna þess að ég veit að þetta mál gæti verið fordæmisgefandi hvað varðar tjáningarfrelsi og trúarlegt frelsi,“ segir Räsänen í skriflegu svari við fyrirspurn Reuters um málið. „Það er klárt mál að kristnir sem fylgja reglum Biblíunnar hafa rétt til þess að taka þátt í opinberri umræðu.“ Í fyrrnefndri skoðanagrein, sem birtist árið 2004, hélt Räsänen því fram að vísindaleg gögn sönnuðu það án efa að samkynhneigð væri röskun á þróun kynhneigðar fólks. Þá ýjaði hún að því að ættu karlmenn í samkynja samböndum snemma á lífsleiðinni leiddi það til þess að þeir yrðu kynferðisofbeldismenn. Í fyrrnefndu tísti sem Räsänen birti árið 2019 gagnrýndi hún finnsku kirkjuna fyrir að hafa tekið þátt í skipulaggningu Gleðigöngu og birti jafnframt tilvitnun í Biblíuna, þar sem samkynja sambönd eru gagnrýnd. Saksóknarar fara fram á að Räsänen verði gert að greiða sekt fyrir ummælin og að útvarpsstöðinni Yle verði gert að fjarlægja hluta úr útvarpsþættinum af netinu. Finnland Hinsegin Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Päivi Räsänen hefur verið þingmaður fyrir kristilega demókrata frá árinu 1995 en er þar að auki menntaður læknir. Málið sem höfðað hefur verið gegn henni snýst um tvö ummæli sem hún lét falla, annars vegar í skoðanagrein sem birtist á netinu árið 2004 þar sem hún sagði samkynhneigð þroskaröskun og vegna tísts sem hún birti árið 2019 þar sem hún sagði samkynhneigð synd. Saksóknari vísaði til þess í dómssal í dag að Räsänen hafi þar að auki sagt í viðtali á útvarpsstöðinni Yle árið 2019 að samkynhneigð væri birtingarmynd genetískrar úrkynjunar. Räsänen hefur neitað því að hafa gert nokkuð rangt og vill meina að mál ákæruvaldsins sé byggt á veikum grunni. Samkvæmt umfjöllun Reuters um málið mun héraðsdómi Helsinki ekki aðeins falla það í skaut að ákvarða hvort ummælin séu hatursorðræða heldur þurfi hann að ákvarða hvort að í sumum tilfellum teljist það glæpur að nota Biblíuna sem áreiðanlega heimild. „Ég finn mikla ábyrðgartilfinningu vegna þess að ég veit að þetta mál gæti verið fordæmisgefandi hvað varðar tjáningarfrelsi og trúarlegt frelsi,“ segir Räsänen í skriflegu svari við fyrirspurn Reuters um málið. „Það er klárt mál að kristnir sem fylgja reglum Biblíunnar hafa rétt til þess að taka þátt í opinberri umræðu.“ Í fyrrnefndri skoðanagrein, sem birtist árið 2004, hélt Räsänen því fram að vísindaleg gögn sönnuðu það án efa að samkynhneigð væri röskun á þróun kynhneigðar fólks. Þá ýjaði hún að því að ættu karlmenn í samkynja samböndum snemma á lífsleiðinni leiddi það til þess að þeir yrðu kynferðisofbeldismenn. Í fyrrnefndu tísti sem Räsänen birti árið 2019 gagnrýndi hún finnsku kirkjuna fyrir að hafa tekið þátt í skipulaggningu Gleðigöngu og birti jafnframt tilvitnun í Biblíuna, þar sem samkynja sambönd eru gagnrýnd. Saksóknarar fara fram á að Räsänen verði gert að greiða sekt fyrir ummælin og að útvarpsstöðinni Yle verði gert að fjarlægja hluta úr útvarpsþættinum af netinu.
Finnland Hinsegin Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira