Finnskur þingmaður sóttur til saka vegna ummæla um samkynhneigða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 13:08 Päivi Räsänen hefur verið ákærð fyrir hatursorðræðu gegn samkynhneigðum. EPA/MARKKU OJALA Finnskur þingmaður og fyrrverandi innanríkisráðherra mætti fyrir dóm í dag, ákærður fyrir hatursorðræðu gegn samkynhneigðum. Málið snýst um athugasemdir sem þingmaðurinn lét falla um að samkynhneigð væri þroskaröskun og synd. Päivi Räsänen hefur verið þingmaður fyrir kristilega demókrata frá árinu 1995 en er þar að auki menntaður læknir. Málið sem höfðað hefur verið gegn henni snýst um tvö ummæli sem hún lét falla, annars vegar í skoðanagrein sem birtist á netinu árið 2004 þar sem hún sagði samkynhneigð þroskaröskun og vegna tísts sem hún birti árið 2019 þar sem hún sagði samkynhneigð synd. Saksóknari vísaði til þess í dómssal í dag að Räsänen hafi þar að auki sagt í viðtali á útvarpsstöðinni Yle árið 2019 að samkynhneigð væri birtingarmynd genetískrar úrkynjunar. Räsänen hefur neitað því að hafa gert nokkuð rangt og vill meina að mál ákæruvaldsins sé byggt á veikum grunni. Samkvæmt umfjöllun Reuters um málið mun héraðsdómi Helsinki ekki aðeins falla það í skaut að ákvarða hvort ummælin séu hatursorðræða heldur þurfi hann að ákvarða hvort að í sumum tilfellum teljist það glæpur að nota Biblíuna sem áreiðanlega heimild. „Ég finn mikla ábyrðgartilfinningu vegna þess að ég veit að þetta mál gæti verið fordæmisgefandi hvað varðar tjáningarfrelsi og trúarlegt frelsi,“ segir Räsänen í skriflegu svari við fyrirspurn Reuters um málið. „Það er klárt mál að kristnir sem fylgja reglum Biblíunnar hafa rétt til þess að taka þátt í opinberri umræðu.“ Í fyrrnefndri skoðanagrein, sem birtist árið 2004, hélt Räsänen því fram að vísindaleg gögn sönnuðu það án efa að samkynhneigð væri röskun á þróun kynhneigðar fólks. Þá ýjaði hún að því að ættu karlmenn í samkynja samböndum snemma á lífsleiðinni leiddi það til þess að þeir yrðu kynferðisofbeldismenn. Í fyrrnefndu tísti sem Räsänen birti árið 2019 gagnrýndi hún finnsku kirkjuna fyrir að hafa tekið þátt í skipulaggningu Gleðigöngu og birti jafnframt tilvitnun í Biblíuna, þar sem samkynja sambönd eru gagnrýnd. Saksóknarar fara fram á að Räsänen verði gert að greiða sekt fyrir ummælin og að útvarpsstöðinni Yle verði gert að fjarlægja hluta úr útvarpsþættinum af netinu. Finnland Hinsegin Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Päivi Räsänen hefur verið þingmaður fyrir kristilega demókrata frá árinu 1995 en er þar að auki menntaður læknir. Málið sem höfðað hefur verið gegn henni snýst um tvö ummæli sem hún lét falla, annars vegar í skoðanagrein sem birtist á netinu árið 2004 þar sem hún sagði samkynhneigð þroskaröskun og vegna tísts sem hún birti árið 2019 þar sem hún sagði samkynhneigð synd. Saksóknari vísaði til þess í dómssal í dag að Räsänen hafi þar að auki sagt í viðtali á útvarpsstöðinni Yle árið 2019 að samkynhneigð væri birtingarmynd genetískrar úrkynjunar. Räsänen hefur neitað því að hafa gert nokkuð rangt og vill meina að mál ákæruvaldsins sé byggt á veikum grunni. Samkvæmt umfjöllun Reuters um málið mun héraðsdómi Helsinki ekki aðeins falla það í skaut að ákvarða hvort ummælin séu hatursorðræða heldur þurfi hann að ákvarða hvort að í sumum tilfellum teljist það glæpur að nota Biblíuna sem áreiðanlega heimild. „Ég finn mikla ábyrðgartilfinningu vegna þess að ég veit að þetta mál gæti verið fordæmisgefandi hvað varðar tjáningarfrelsi og trúarlegt frelsi,“ segir Räsänen í skriflegu svari við fyrirspurn Reuters um málið. „Það er klárt mál að kristnir sem fylgja reglum Biblíunnar hafa rétt til þess að taka þátt í opinberri umræðu.“ Í fyrrnefndri skoðanagrein, sem birtist árið 2004, hélt Räsänen því fram að vísindaleg gögn sönnuðu það án efa að samkynhneigð væri röskun á þróun kynhneigðar fólks. Þá ýjaði hún að því að ættu karlmenn í samkynja samböndum snemma á lífsleiðinni leiddi það til þess að þeir yrðu kynferðisofbeldismenn. Í fyrrnefndu tísti sem Räsänen birti árið 2019 gagnrýndi hún finnsku kirkjuna fyrir að hafa tekið þátt í skipulaggningu Gleðigöngu og birti jafnframt tilvitnun í Biblíuna, þar sem samkynja sambönd eru gagnrýnd. Saksóknarar fara fram á að Räsänen verði gert að greiða sekt fyrir ummælin og að útvarpsstöðinni Yle verði gert að fjarlægja hluta úr útvarpsþættinum af netinu.
Finnland Hinsegin Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sjá meira