Króli komst inn í leiklistina Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2022 22:22 Kristinn Óli Haraldsson segist spenntur fyrir komandi ævintýrum. Vísir/Vilhelm Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, komst inn fyrstu tilraun í leiklistarnám við Listaháskóla Íslands í dag. Fréttastofa náði tali af Króla fyrr í dag þegar hann var nýbúinn að fá fréttirnar. Hann segist ekki hafa búist við því að komast inn enda margir hæfileikaríkir umsækjendur: „Ég held að það búist enginn við því,“ segir hann hress. Króli skaust upp á stjörnuhimininn með tvíeykinu JóiPé og Króli fyrir nokkrum árum en Króli segist ekki ætla að leggja tónlistina á hilluna. Leiklistin verði þó líklega „aðalfókusinn“ á næstu misserum og draumurinn sé að gera leiklistina að aðalstarfi. „Jói er að gera frábæra sólóplötu og hann er meira að segja í sama skóla og ég. Þannig að við verðum skólabræður núna næsta haust,“ segir Króli en JóiPé, eða Jóhannes Damian Patreksson, mun leggja stund á tónsmíðar við Listaháskólann. Króli hefur áður verið í leiklist samhliða tónlistinni en hann fór meðal annars með aðalhlutverk í söngleiknum Hlið við hlið sem frumsýndur var í Gamla bíói í fyrra. Þá var hann einnig á samningi hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta ári og lék í söngleik um hinn góðkunna Benedikt Búálf. „Maður á alltaf að reyna sitt besta og láta ekkert stoppa sig. Það er kannski smá klisjukennt en það er einhver sannleikur í þessu,“ segir Króli og hlær. Tónlist Leikhús Skóla - og menntamál Tímamót Tengdar fréttir JóiPé og Króli í hringferð um landið: „Fyrsta skipti sem að við seljum á okkar eigin tónleika“ Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. 22. júní 2021 09:58 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Króla fyrr í dag þegar hann var nýbúinn að fá fréttirnar. Hann segist ekki hafa búist við því að komast inn enda margir hæfileikaríkir umsækjendur: „Ég held að það búist enginn við því,“ segir hann hress. Króli skaust upp á stjörnuhimininn með tvíeykinu JóiPé og Króli fyrir nokkrum árum en Króli segist ekki ætla að leggja tónlistina á hilluna. Leiklistin verði þó líklega „aðalfókusinn“ á næstu misserum og draumurinn sé að gera leiklistina að aðalstarfi. „Jói er að gera frábæra sólóplötu og hann er meira að segja í sama skóla og ég. Þannig að við verðum skólabræður núna næsta haust,“ segir Króli en JóiPé, eða Jóhannes Damian Patreksson, mun leggja stund á tónsmíðar við Listaháskólann. Króli hefur áður verið í leiklist samhliða tónlistinni en hann fór meðal annars með aðalhlutverk í söngleiknum Hlið við hlið sem frumsýndur var í Gamla bíói í fyrra. Þá var hann einnig á samningi hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta ári og lék í söngleik um hinn góðkunna Benedikt Búálf. „Maður á alltaf að reyna sitt besta og láta ekkert stoppa sig. Það er kannski smá klisjukennt en það er einhver sannleikur í þessu,“ segir Króli og hlær.
Tónlist Leikhús Skóla - og menntamál Tímamót Tengdar fréttir JóiPé og Króli í hringferð um landið: „Fyrsta skipti sem að við seljum á okkar eigin tónleika“ Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. 22. júní 2021 09:58 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
JóiPé og Króli í hringferð um landið: „Fyrsta skipti sem að við seljum á okkar eigin tónleika“ Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. 22. júní 2021 09:58