Flytjum út mengun Þorsteinn Sæmundsson skrifar 20. janúar 2022 18:31 Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. Mengunin á semsagt að vera einhvers staðar annarsstaðar. Nú er rétt að gera sér grein fyrir að áburður er víðast hvar í heiminum framleiddur með orkugjöfum sem ekki eru endurnýjanlegir. Við Íslendingar erum í einstæðri stöðu til að framleiða þessa vöru með lágmarkskolefnislosun. Sú staðreynd mun hafa áhrif á sölu afurða sem framleiddar eru á grunni áburðar sem framleiddur er á þennan einstaka hátt. Aukin framleiðsla landbúnaðarafurða á Íslandi til innanlandsneyslu og útflutnings er eitt stærsta hagsmunamál íslendinga og verðmætt framlag til þess að minnka kolefnislosun á heimsvísu. Ekki þarf að fjölyrða um kolefnisspor þess að fljúga hingað grænmeti frá S-Evrópu eða ávöxtum frá Perú svo dæmi séu tekin Með raunhæfri verðlagningu raforku til landbúnaðar má stórauka innlenda framleiðslu og úrval. Það er hægt að gera Ísland að mestu sjálfbært hvað grænmetisframleiðslu varðar. ,,Vilji er allt sem þarf.” (EB) Nú ber þess að geta að formaður NÍ er ekki einhver maður útí bæ heldur einstaklingur sem sótt hefur líklega allflestar ráðstefnur um loftslagsmál í heiminum í áratugi, allt frá Ríó til Bali til S-Afríku til Skotlands. Mér liggur forvitni á að vita hvort málflutningur formanns NÍ á ráðstefnum þessum hefur markast af skoðunum eins og þeim sem fram koma í viðtali dagsins. Hvort hann hafi þar haldið því á lofti að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum. Ég viðurkenni að þarna finnst mér kveða við afskaplega eigingjarnan tón. Sá tónn hefur heyrst áður úr ranni þeirra sem segjast bera náttúruvernd fyrir brjósti. Skemmst er að minnast orða fyrrverandi þingmanns VG sem sagði í umræðum um uppbyggingu hágæðasorpbrennslu á Alþingi eitthvað á þá leið að nær væri fyrir Íslendinga að flytja út sorp til brennslu vegna mengunaráhrifa brennslunnar en að brenna það hér við bestu aðstæður auk þess að framleiða orku við brennsluna. Semsagt sagði VG þingmaðurinn að aðrir ættu að sitja uppi með áhrif af viljaleysi Íslendinga til að ganga almennilega frá sorpi í stað þess að urða um allar koppagrundir án þess að því er virðist að kanna langtímaáhrif urðunarinnar á loftslag og vatnsbúskap. Þesum fyrrverandi þingmanni fannst sjálfsagt að sigla sorpi milli landa með tilheyrandi kolefnisspori til að Íslendingar slyppu sjálfir við áhrif af neyslu sinni Þessi hugsunarháttur er á pari við að senda farsíma og jafnvel heilu skipin til niðurrifs við Indlandshaf. Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til. Ótrúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið. Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið. Sem sjá möguleikana í hátæknisorpbrennslu, stórátaki í skógrækt til kolefnisjöfnunar. Sem sjá þá ótrúlegu möguleika sem búa í aukinni ylrækt s.s. að rækta hér vanillu undir gleri. Gramm af vanillu er um þessar mundir jafnverðmætt og gramm silfurs. Er ekki einnar messu virði að kanna jákvæð áhrif áburðarframleiðslu innanlands á alla slíka möguleika í stað þess að vilja kasta ábyrgð og mengunaráhrifum vegna framleiðslu gæða í okkar þágu í fang annarra? Ætli sé ekki full ástæða fyrir einstaklinga sem eiga líklega stærst einkakolefnisspor Íslendinga til að horfa út fyrir eigið nef og láta af nesjamennsku og einangrunarhyggju. Í leiðinni geta þeir sömu hugleitt að spara sér (kolefnis)sporin. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Orkumál Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. Mengunin á semsagt að vera einhvers staðar annarsstaðar. Nú er rétt að gera sér grein fyrir að áburður er víðast hvar í heiminum framleiddur með orkugjöfum sem ekki eru endurnýjanlegir. Við Íslendingar erum í einstæðri stöðu til að framleiða þessa vöru með lágmarkskolefnislosun. Sú staðreynd mun hafa áhrif á sölu afurða sem framleiddar eru á grunni áburðar sem framleiddur er á þennan einstaka hátt. Aukin framleiðsla landbúnaðarafurða á Íslandi til innanlandsneyslu og útflutnings er eitt stærsta hagsmunamál íslendinga og verðmætt framlag til þess að minnka kolefnislosun á heimsvísu. Ekki þarf að fjölyrða um kolefnisspor þess að fljúga hingað grænmeti frá S-Evrópu eða ávöxtum frá Perú svo dæmi séu tekin Með raunhæfri verðlagningu raforku til landbúnaðar má stórauka innlenda framleiðslu og úrval. Það er hægt að gera Ísland að mestu sjálfbært hvað grænmetisframleiðslu varðar. ,,Vilji er allt sem þarf.” (EB) Nú ber þess að geta að formaður NÍ er ekki einhver maður útí bæ heldur einstaklingur sem sótt hefur líklega allflestar ráðstefnur um loftslagsmál í heiminum í áratugi, allt frá Ríó til Bali til S-Afríku til Skotlands. Mér liggur forvitni á að vita hvort málflutningur formanns NÍ á ráðstefnum þessum hefur markast af skoðunum eins og þeim sem fram koma í viðtali dagsins. Hvort hann hafi þar haldið því á lofti að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum. Ég viðurkenni að þarna finnst mér kveða við afskaplega eigingjarnan tón. Sá tónn hefur heyrst áður úr ranni þeirra sem segjast bera náttúruvernd fyrir brjósti. Skemmst er að minnast orða fyrrverandi þingmanns VG sem sagði í umræðum um uppbyggingu hágæðasorpbrennslu á Alþingi eitthvað á þá leið að nær væri fyrir Íslendinga að flytja út sorp til brennslu vegna mengunaráhrifa brennslunnar en að brenna það hér við bestu aðstæður auk þess að framleiða orku við brennsluna. Semsagt sagði VG þingmaðurinn að aðrir ættu að sitja uppi með áhrif af viljaleysi Íslendinga til að ganga almennilega frá sorpi í stað þess að urða um allar koppagrundir án þess að því er virðist að kanna langtímaáhrif urðunarinnar á loftslag og vatnsbúskap. Þesum fyrrverandi þingmanni fannst sjálfsagt að sigla sorpi milli landa með tilheyrandi kolefnisspori til að Íslendingar slyppu sjálfir við áhrif af neyslu sinni Þessi hugsunarháttur er á pari við að senda farsíma og jafnvel heilu skipin til niðurrifs við Indlandshaf. Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til. Ótrúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið. Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið. Sem sjá möguleikana í hátæknisorpbrennslu, stórátaki í skógrækt til kolefnisjöfnunar. Sem sjá þá ótrúlegu möguleika sem búa í aukinni ylrækt s.s. að rækta hér vanillu undir gleri. Gramm af vanillu er um þessar mundir jafnverðmætt og gramm silfurs. Er ekki einnar messu virði að kanna jákvæð áhrif áburðarframleiðslu innanlands á alla slíka möguleika í stað þess að vilja kasta ábyrgð og mengunaráhrifum vegna framleiðslu gæða í okkar þágu í fang annarra? Ætli sé ekki full ástæða fyrir einstaklinga sem eiga líklega stærst einkakolefnisspor Íslendinga til að horfa út fyrir eigið nef og láta af nesjamennsku og einangrunarhyggju. Í leiðinni geta þeir sömu hugleitt að spara sér (kolefnis)sporin. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun