Safna fé fyrir bálstofu í Rjúpnadal og vilja sæti í stjórn Kirkjugarðanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2022 09:00 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir mannvistfræðingur er stofnandi Trés lífsins og formaður Bálfarafélags Íslands. Forsvarsmenn Bálfarafélags Íslands mótmæla harðlega nýju frumvarpi sem gerir ráð fyrir að ákvæði um samnefnt félag verði fellt brott úr lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Í umsögn sinni leggst félagið meðal annars gegn því að fellt verði á brott ákvæði sem kveður á um að Bálfarafélag Íslands kjósi, ef því er að skipta, „einn mann og annan til vara til jafnlangs tíma í kirkjugarðsstjórn Reykjavíkurprófastsdæma.“ Félagið ber því meðal annars við að það sé „eini veraldlegi vettvangur hins almenna borgara sem stendur utan trúar- eða lífsskoðunarfélaga til þess að geta haft aðkomu að málefnum kirkjugarða og bálfara“ en félagsaðild sé öllum opin. Ef betur er að gáð er málið hins vegar ekki svo einfalt, þar sem yfirlýst markmið hins nýstofnaða Bálfarafélag Íslands er bókstaflega að „styðja við opnun óháðrar og umhverfisvænnar bálstofu Trés lífsins sem fyrirhugað er að rísi í Rjúpnadal í Garðabæ“. Þannig virðist félagið fyrst og fremst stofnað til að gæta hagsmuna sjálfseignarstofnunarinnar Trés lífsins en ekki að gæta hagsmuna allra þeirra sem kunna að vilja reka bálstofur á Íslandi. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir mannvistfræðingur. Bálfarafélagið hið fyrra Bálfarafélag Íslands var stofnað árið 1934 að undirlagi Sveins Björnssonar, þáverandi þingmanns Reykvíkinga og síðar fyrsta forseta íslenska lýðveldisins. Sveinn og Gunnlaugur Claessen læknir boðuðu til fundar fyrir áhugamenn um líkbrennslumál í janúar það ár en félagið var formlega stofnað í febrúar. Fjallað er um sögu félagsins á vef Þjóðskjalasafns Íslands, þar sem þess er meðal annars getið að Gunnlaugur varð fyrstur manna brenndur í þar til gerðum líkbrennsluofni á Íslandi þegar hann lést 1948. Félaginu sjálfu var slitið árið 1964, enda hafði meginmarkmiði þess verið náð; að koma upp bálstofu í Reykjavík til almenningsnota. Umrædd bálstofa, sem var reist í samvinnu við kirkjugarðsstjórn Reykjavíkur, er sú sama og nú er starfrækt í Fossvogi á vegum Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Á vef Þjóðskjalasafns Íslands er sögð sagan af fyrstu brennslutilrauninni hérlendis: „Laugardaginn 3. maí árið 1947, kom stjórn Bálfarafélags Íslands saman í húsakynnum bálstofunnar, við kapelluna í Fossvogskirkjugarði. Tilefni fundarins var það að láta reyna á annan líkbrennsluofninn, sem þá var fullgerður. Stjórnin hafði útvegað dauða sauðkind frá Keldum í Mosfellssveit, í því skyni að láta reyna á brennsluhæfni ofnsins. Sauðkindinni var komið fyrir í trékassa, sem var á stærð við miðlungs líkkistu. Trékassanum var síðan ekið inn í brennsluofninn á þar til gerðum vagni, og viðhafður allur sá umbúnaður eins og um dæmigerða líkbrennslu væri að ræða. Hiti ofnsins var þá 500°C. Kviknaði þegar í trékassanum. Þegar hann hafði brunnið um stund var hitinn aukinn í 800°C. Við það logaði allur trékassinn. Eftir það brann kindin og trékassinn í ljósum loga, þar til ekkert var eftir annað en nokkur tréaska og eðlilega brunnin bein kindarinnar, sem að lokum féll niður í þar tilgert öskuílát á botni ofnsins. Brennslan tók um 90 mínútur sem var á pari við dæmigerðan líkbrennslutíma.“ Segja ráðuneytið freista þess að fara „bakdyraleiðina“ Í fyrra komst Bálfarafélag Íslands aftur í umræðuna. Á heimasíðu þess er talað um að félagið hafi verið stofnað 6. júlí 2021 en í yfirlýsingu sem birt var í gær og send á fjölmiðla er talið um að það hafi verið endurvakið. Þar segir að markmið nýja félagsins séu þau sömu og félagsins sem stofnað var 1934 en þessu til stuðnings er þess getið að félagið hafi fengið fundargerðarbók gamla félagsins „afhenta á rafrænan hátt“ frá Þjóðskjalasafni. „Tilgangur þess að endurvekja félagið er að styðja við stofnun óháðrar bálstofu fyrir alla Íslendinga, eiga sæti í kirkjugarðsstjórn Reykjavíkurprófastsdæma og gefa þar með almenningi rödd þegar kemur að málefnum sem snúa að okkar hinstu kveðjustund,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin er gefin út til að mótmæla fyrrnefndu lagafrumvarpi, þar sem meðal annars er kveðið á um að felld verði á brott ákvæði um sæti til handa Bálfarafélagi Íslands í kirkjugarðsstjórn og um samráð við félagið vegna breytinga á reglugerðum um líkbrennslu. Stjórn hins nýja félags segir dómsmálaráðuneytið þarna freista þess að fara „bakdyraleið“ til að koma félaginu úr lögum, á sama tíma og óafgreitt erindi frá félaginu liggi inni í ráðuneytinu. Drög að frumvarpinu liggja nú í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar þetta er skrifað hafa 104 umsagnir borist en þær eru nær allar samhljóða, enda sendi forsvarsmaður Trés lífsins út neyðarkall á Facebook í gær, bæði í eigin nafni og nafni stofnunarinnar. Kirkjugarðarnir segja enga tengingu milli gamla og nýja félagsins Umrætt erindi snertir þá ákvörðun stjórnar Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma að hafna umsókn hins nýja Bálfarafélags Íslands um sæti í stjórn KGRP. Ákvörðun KGRP grundvallaðist á því að hið nýja félag væri ekki hið sama og getið væri í lögum og að engin tenging væri á milli félaganna tveggja. Stjórn nýja félagsins ákvað að skjóta ákvörðuninni til dómsmálaráðuneytisins og biðja það um að „hlutast til“ um höfnunina. Sá sem sóttist eftir sæti til handa Bálfarafélagi Íslands í stjórn KGRP er Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, formaður félagsins. Sigríður er einnig forsvarskona og stofnandi Tré lífsins, sem hefur fengið samþykki Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ. Samkvæmt þeim upplýsingum sem finna má um Tré lífsins er um að ræða sjálfseignastofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að Tré lífsins starfi óháð trúar- og lífsskoðunarfélögum og að þjónusta hennar verði öllum opin. Í stjórn félagsins sitja, auk Sigríðar, Elín Sigrún Jónsdóttir lögmaður, Arnar Sveinn Geirsson, varaformaður Krafts, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Sigurður Páll Hauksson, ráðgjafi og fyrrum forstjóri Deloitte, Silja Úlfarsdóttir, almannatengill og stjórnarmaður í Ljónshjarta og Gunnar Hersveinn rithöfundur. Forsvarsmenn Bálfarafélagsins nýja hafa haldið því fram að markmið félagsins séu þau sömu og gamla félagsins. Yfirlýstur tilgangur nýja félagsins er þó að stuðla að og safna fé fyrir bálstofu Trés lífsins. Lógó félaganna tveggja bera tengingu þeirra sterkt vitni. Tilgangur Bálfarafélagsins að safna fé fyrir Tré lífsins Á sama tíma og forsvarsmenn Bálfarafélags Íslands halda því fram að félagið sé „eini veraldlegi vettvangur hins almenna borgara sem stendur utan trúar- eða lífsskoðunarfélaga til þess að geta haft aðkomu að málefnum kirkjugarða og bálfara“, er ljóst að félagið er ekki síst stofnað til að berjast fyrir hagsmunum ekki bálstofa almennt, heldur fyrirhugaðri bálstofu Trés lífsins. Þannig kemur fram í umsögn Bálfarafélags Íslands um fyrrnefnt frumvarp að félagið hafi verið stofnað „til þess að styðja við stofnun óháðs athafnarýmis og bálstofu Tré lífsins í Rjúpnadal í Garðabæ“. Enn fremur segir á vefsíðu félagsins að tilgangi félagsins verði meðal annars náð með því að „Aðstoða við að afla fjár til byggingar bálstofu Tré lífsins í Rjúpnadal í Garðabæ“. Tré lífsins hefur þegar óskað eftir því að ríkissjóður leggi stofnuninni til 500 milljónir í stofnkostnað, til byggingar bálstofu. Í umsögn sjálfseignarstofnunarinnar um frumvarp dómsmálráðherra segir að bálstofan í Fossvogi sé komin á tíma. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma vilji einnig byggja nýja bálstofu, í Gufuneskirkjugarði, en Tré lífsins vilji stuðla að því að ný bálstofa verið á höndum „óháðra aðila“ en ekki kirkjugarðanna. Kirkjugarðar Trúmál Garðabær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Í umsögn sinni leggst félagið meðal annars gegn því að fellt verði á brott ákvæði sem kveður á um að Bálfarafélag Íslands kjósi, ef því er að skipta, „einn mann og annan til vara til jafnlangs tíma í kirkjugarðsstjórn Reykjavíkurprófastsdæma.“ Félagið ber því meðal annars við að það sé „eini veraldlegi vettvangur hins almenna borgara sem stendur utan trúar- eða lífsskoðunarfélaga til þess að geta haft aðkomu að málefnum kirkjugarða og bálfara“ en félagsaðild sé öllum opin. Ef betur er að gáð er málið hins vegar ekki svo einfalt, þar sem yfirlýst markmið hins nýstofnaða Bálfarafélag Íslands er bókstaflega að „styðja við opnun óháðrar og umhverfisvænnar bálstofu Trés lífsins sem fyrirhugað er að rísi í Rjúpnadal í Garðabæ“. Þannig virðist félagið fyrst og fremst stofnað til að gæta hagsmuna sjálfseignarstofnunarinnar Trés lífsins en ekki að gæta hagsmuna allra þeirra sem kunna að vilja reka bálstofur á Íslandi. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir mannvistfræðingur. Bálfarafélagið hið fyrra Bálfarafélag Íslands var stofnað árið 1934 að undirlagi Sveins Björnssonar, þáverandi þingmanns Reykvíkinga og síðar fyrsta forseta íslenska lýðveldisins. Sveinn og Gunnlaugur Claessen læknir boðuðu til fundar fyrir áhugamenn um líkbrennslumál í janúar það ár en félagið var formlega stofnað í febrúar. Fjallað er um sögu félagsins á vef Þjóðskjalasafns Íslands, þar sem þess er meðal annars getið að Gunnlaugur varð fyrstur manna brenndur í þar til gerðum líkbrennsluofni á Íslandi þegar hann lést 1948. Félaginu sjálfu var slitið árið 1964, enda hafði meginmarkmiði þess verið náð; að koma upp bálstofu í Reykjavík til almenningsnota. Umrædd bálstofa, sem var reist í samvinnu við kirkjugarðsstjórn Reykjavíkur, er sú sama og nú er starfrækt í Fossvogi á vegum Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Á vef Þjóðskjalasafns Íslands er sögð sagan af fyrstu brennslutilrauninni hérlendis: „Laugardaginn 3. maí árið 1947, kom stjórn Bálfarafélags Íslands saman í húsakynnum bálstofunnar, við kapelluna í Fossvogskirkjugarði. Tilefni fundarins var það að láta reyna á annan líkbrennsluofninn, sem þá var fullgerður. Stjórnin hafði útvegað dauða sauðkind frá Keldum í Mosfellssveit, í því skyni að láta reyna á brennsluhæfni ofnsins. Sauðkindinni var komið fyrir í trékassa, sem var á stærð við miðlungs líkkistu. Trékassanum var síðan ekið inn í brennsluofninn á þar til gerðum vagni, og viðhafður allur sá umbúnaður eins og um dæmigerða líkbrennslu væri að ræða. Hiti ofnsins var þá 500°C. Kviknaði þegar í trékassanum. Þegar hann hafði brunnið um stund var hitinn aukinn í 800°C. Við það logaði allur trékassinn. Eftir það brann kindin og trékassinn í ljósum loga, þar til ekkert var eftir annað en nokkur tréaska og eðlilega brunnin bein kindarinnar, sem að lokum féll niður í þar tilgert öskuílát á botni ofnsins. Brennslan tók um 90 mínútur sem var á pari við dæmigerðan líkbrennslutíma.“ Segja ráðuneytið freista þess að fara „bakdyraleiðina“ Í fyrra komst Bálfarafélag Íslands aftur í umræðuna. Á heimasíðu þess er talað um að félagið hafi verið stofnað 6. júlí 2021 en í yfirlýsingu sem birt var í gær og send á fjölmiðla er talið um að það hafi verið endurvakið. Þar segir að markmið nýja félagsins séu þau sömu og félagsins sem stofnað var 1934 en þessu til stuðnings er þess getið að félagið hafi fengið fundargerðarbók gamla félagsins „afhenta á rafrænan hátt“ frá Þjóðskjalasafni. „Tilgangur þess að endurvekja félagið er að styðja við stofnun óháðrar bálstofu fyrir alla Íslendinga, eiga sæti í kirkjugarðsstjórn Reykjavíkurprófastsdæma og gefa þar með almenningi rödd þegar kemur að málefnum sem snúa að okkar hinstu kveðjustund,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin er gefin út til að mótmæla fyrrnefndu lagafrumvarpi, þar sem meðal annars er kveðið á um að felld verði á brott ákvæði um sæti til handa Bálfarafélagi Íslands í kirkjugarðsstjórn og um samráð við félagið vegna breytinga á reglugerðum um líkbrennslu. Stjórn hins nýja félags segir dómsmálaráðuneytið þarna freista þess að fara „bakdyraleið“ til að koma félaginu úr lögum, á sama tíma og óafgreitt erindi frá félaginu liggi inni í ráðuneytinu. Drög að frumvarpinu liggja nú í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar þetta er skrifað hafa 104 umsagnir borist en þær eru nær allar samhljóða, enda sendi forsvarsmaður Trés lífsins út neyðarkall á Facebook í gær, bæði í eigin nafni og nafni stofnunarinnar. Kirkjugarðarnir segja enga tengingu milli gamla og nýja félagsins Umrætt erindi snertir þá ákvörðun stjórnar Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma að hafna umsókn hins nýja Bálfarafélags Íslands um sæti í stjórn KGRP. Ákvörðun KGRP grundvallaðist á því að hið nýja félag væri ekki hið sama og getið væri í lögum og að engin tenging væri á milli félaganna tveggja. Stjórn nýja félagsins ákvað að skjóta ákvörðuninni til dómsmálaráðuneytisins og biðja það um að „hlutast til“ um höfnunina. Sá sem sóttist eftir sæti til handa Bálfarafélagi Íslands í stjórn KGRP er Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, formaður félagsins. Sigríður er einnig forsvarskona og stofnandi Tré lífsins, sem hefur fengið samþykki Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ. Samkvæmt þeim upplýsingum sem finna má um Tré lífsins er um að ræða sjálfseignastofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að Tré lífsins starfi óháð trúar- og lífsskoðunarfélögum og að þjónusta hennar verði öllum opin. Í stjórn félagsins sitja, auk Sigríðar, Elín Sigrún Jónsdóttir lögmaður, Arnar Sveinn Geirsson, varaformaður Krafts, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Sigurður Páll Hauksson, ráðgjafi og fyrrum forstjóri Deloitte, Silja Úlfarsdóttir, almannatengill og stjórnarmaður í Ljónshjarta og Gunnar Hersveinn rithöfundur. Forsvarsmenn Bálfarafélagsins nýja hafa haldið því fram að markmið félagsins séu þau sömu og gamla félagsins. Yfirlýstur tilgangur nýja félagsins er þó að stuðla að og safna fé fyrir bálstofu Trés lífsins. Lógó félaganna tveggja bera tengingu þeirra sterkt vitni. Tilgangur Bálfarafélagsins að safna fé fyrir Tré lífsins Á sama tíma og forsvarsmenn Bálfarafélags Íslands halda því fram að félagið sé „eini veraldlegi vettvangur hins almenna borgara sem stendur utan trúar- eða lífsskoðunarfélaga til þess að geta haft aðkomu að málefnum kirkjugarða og bálfara“, er ljóst að félagið er ekki síst stofnað til að berjast fyrir hagsmunum ekki bálstofa almennt, heldur fyrirhugaðri bálstofu Trés lífsins. Þannig kemur fram í umsögn Bálfarafélags Íslands um fyrrnefnt frumvarp að félagið hafi verið stofnað „til þess að styðja við stofnun óháðs athafnarýmis og bálstofu Tré lífsins í Rjúpnadal í Garðabæ“. Enn fremur segir á vefsíðu félagsins að tilgangi félagsins verði meðal annars náð með því að „Aðstoða við að afla fjár til byggingar bálstofu Tré lífsins í Rjúpnadal í Garðabæ“. Tré lífsins hefur þegar óskað eftir því að ríkissjóður leggi stofnuninni til 500 milljónir í stofnkostnað, til byggingar bálstofu. Í umsögn sjálfseignarstofnunarinnar um frumvarp dómsmálráðherra segir að bálstofan í Fossvogi sé komin á tíma. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma vilji einnig byggja nýja bálstofu, í Gufuneskirkjugarði, en Tré lífsins vilji stuðla að því að ný bálstofa verið á höndum „óháðra aðila“ en ekki kirkjugarðanna.
Á vef Þjóðskjalasafns Íslands er sögð sagan af fyrstu brennslutilrauninni hérlendis: „Laugardaginn 3. maí árið 1947, kom stjórn Bálfarafélags Íslands saman í húsakynnum bálstofunnar, við kapelluna í Fossvogskirkjugarði. Tilefni fundarins var það að láta reyna á annan líkbrennsluofninn, sem þá var fullgerður. Stjórnin hafði útvegað dauða sauðkind frá Keldum í Mosfellssveit, í því skyni að láta reyna á brennsluhæfni ofnsins. Sauðkindinni var komið fyrir í trékassa, sem var á stærð við miðlungs líkkistu. Trékassanum var síðan ekið inn í brennsluofninn á þar til gerðum vagni, og viðhafður allur sá umbúnaður eins og um dæmigerða líkbrennslu væri að ræða. Hiti ofnsins var þá 500°C. Kviknaði þegar í trékassanum. Þegar hann hafði brunnið um stund var hitinn aukinn í 800°C. Við það logaði allur trékassinn. Eftir það brann kindin og trékassinn í ljósum loga, þar til ekkert var eftir annað en nokkur tréaska og eðlilega brunnin bein kindarinnar, sem að lokum féll niður í þar tilgert öskuílát á botni ofnsins. Brennslan tók um 90 mínútur sem var á pari við dæmigerðan líkbrennslutíma.“
Kirkjugarðar Trúmál Garðabær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira