Vatnaskil orðið í faraldrinum og því tímabært að endurskoða viðbrögð og takmarkanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2022 18:47 Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans og yfirmaður covid-göngudeildar, segir að vatnaskil hafi orðið í faraldrinum. Landspítalinn telur tímabært að fara að endurskoða viðbragð sitt í heimsfaraldrinum með tilliti til vægari veikinda. Vatnaskil hafi orðið og því komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern covid-sjúkling. Þá sé ástæða til að íhuga að létta á sóttvarnaaðgerðum. „Það má segja að um miðjan desember hafi orðið ákveðin vatnaskil,“ segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsvips Landspítala og yfirmaður covid-göngudeildar. Hann vísar þar í að veikindi af völdum ómikron afbrigðisins séu vægari en af öðrum afbrigðum og innlagnartíðni lægri. „Ef við tökum alla sem hafa greinst eftir miðjan desember þá er innlagnatíðinin um 0,5 prósent en ef við tökum alla sem hafa greinst í lok desember að þá er innlagnatíðnin komin í 0,25 prósent. Ég held að innlagnir síðustu daga séu í takti við þetta og horfi til betri vegar,“ segir hann og bætir við að þar sé góðri bólusetningastöðu að þakka. Mun lægri innlagnatíðni „Bólusetningastaðan er framúrskarandi góð hjá okkur og helstu áhættuhópar búnir að fá örvunarskammt. Til marks um það, ef við lítum á þá sem eru 75 ára, þá er innlagnatíðni þeirra þann 1. september um 17 til 18 prósent en í byrjun janúar er hún komin niður í 4 til 5 prósent. Það eru margar vísbendingar um að þetta sé að þróast til mun betri vegar og vekur ákveðna bjartsýni.“ Þar af leiðandi sé tímabært að endurskoða nálgunina. „Það hafa orðið vatnaskil og ég held að það sé tímabært að fara að endurskoða okkar viðbragð innan spítalans og ég efast ekki um að sóttvarnalæknir sé að ígrunda það líka í samfélaginu. En það þarf að taka mjög vel ígrundaðar ákvarðanir, við megum ekki missa úr höndunum þann góða árangur sem hefur náðst.“ Til dæmis komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern covidsjúkling. „Það er eitt af því sem þarf að skoða. Þetta hefur verið mjög umfangsmikið verkefni og mannaflakrefjandi en það er alveg eins líklegt að við getum breytt því,“ segir Runólfur. Sömuleiðis sé til skoðunar að bregðast almennt öðruvísi við smituðum einstaklingum á Landspítala. Mögulega verði hægt að fara að lifa með veirunni „Framan af voru einstaklingar að labba inn með sýkingu, veikir og gjarnan með lungnabólgu, sem eru hættuleg veikindi. Núna erum við meira að greina smit hjá einstaklingum sem eru inni af öðrum ástæðum,“ segir Runólfur. Forða þurfi sjúklingum á Landspítala frá smiti en að vega þurfi og meta hvers eðlis þjónustan og einangrunin verði. Þá séum við mögulega að komast á þann stað að geta lifað með veirunni. „Ég held að við séum hægt og bítandi að komast þangað. Ef takmörkunum yrði aflétt og smituðum myndi fjölga mjög mikið – í staðinn fyrir að vera þúsund á dag í tvö til þrjú þúsund á dag – að þá þurfum við að vita með vissu hvernig við ráðum við það. Það skiptir máli hvaða hópur er að smitast. En eitt af því sem er mjög jákvætt er að þorri þeirra sem er að smitast eru börn og ungt fólk sem þolir sýkinguna vel. Ómikron afbrigðið er algjörlega ráðandi og hefur minni veikindi í för með sér þannig að við erum hægt og bítandi að nálgast það.“ Aðspurður segir Runólfur tilefni til að íhuga afléttingar. „Við þurfum að skoða það mjög alvarlega,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Það má segja að um miðjan desember hafi orðið ákveðin vatnaskil,“ segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsvips Landspítala og yfirmaður covid-göngudeildar. Hann vísar þar í að veikindi af völdum ómikron afbrigðisins séu vægari en af öðrum afbrigðum og innlagnartíðni lægri. „Ef við tökum alla sem hafa greinst eftir miðjan desember þá er innlagnatíðinin um 0,5 prósent en ef við tökum alla sem hafa greinst í lok desember að þá er innlagnatíðnin komin í 0,25 prósent. Ég held að innlagnir síðustu daga séu í takti við þetta og horfi til betri vegar,“ segir hann og bætir við að þar sé góðri bólusetningastöðu að þakka. Mun lægri innlagnatíðni „Bólusetningastaðan er framúrskarandi góð hjá okkur og helstu áhættuhópar búnir að fá örvunarskammt. Til marks um það, ef við lítum á þá sem eru 75 ára, þá er innlagnatíðni þeirra þann 1. september um 17 til 18 prósent en í byrjun janúar er hún komin niður í 4 til 5 prósent. Það eru margar vísbendingar um að þetta sé að þróast til mun betri vegar og vekur ákveðna bjartsýni.“ Þar af leiðandi sé tímabært að endurskoða nálgunina. „Það hafa orðið vatnaskil og ég held að það sé tímabært að fara að endurskoða okkar viðbragð innan spítalans og ég efast ekki um að sóttvarnalæknir sé að ígrunda það líka í samfélaginu. En það þarf að taka mjög vel ígrundaðar ákvarðanir, við megum ekki missa úr höndunum þann góða árangur sem hefur náðst.“ Til dæmis komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern covidsjúkling. „Það er eitt af því sem þarf að skoða. Þetta hefur verið mjög umfangsmikið verkefni og mannaflakrefjandi en það er alveg eins líklegt að við getum breytt því,“ segir Runólfur. Sömuleiðis sé til skoðunar að bregðast almennt öðruvísi við smituðum einstaklingum á Landspítala. Mögulega verði hægt að fara að lifa með veirunni „Framan af voru einstaklingar að labba inn með sýkingu, veikir og gjarnan með lungnabólgu, sem eru hættuleg veikindi. Núna erum við meira að greina smit hjá einstaklingum sem eru inni af öðrum ástæðum,“ segir Runólfur. Forða þurfi sjúklingum á Landspítala frá smiti en að vega þurfi og meta hvers eðlis þjónustan og einangrunin verði. Þá séum við mögulega að komast á þann stað að geta lifað með veirunni. „Ég held að við séum hægt og bítandi að komast þangað. Ef takmörkunum yrði aflétt og smituðum myndi fjölga mjög mikið – í staðinn fyrir að vera þúsund á dag í tvö til þrjú þúsund á dag – að þá þurfum við að vita með vissu hvernig við ráðum við það. Það skiptir máli hvaða hópur er að smitast. En eitt af því sem er mjög jákvætt er að þorri þeirra sem er að smitast eru börn og ungt fólk sem þolir sýkinguna vel. Ómikron afbrigðið er algjörlega ráðandi og hefur minni veikindi í för með sér þannig að við erum hægt og bítandi að nálgast það.“ Aðspurður segir Runólfur tilefni til að íhuga afléttingar. „Við þurfum að skoða það mjög alvarlega,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira