Telur ekki rétt að hlusta á 25 prósentin og hunsa hina Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2022 20:00 Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður skipulags- og samgönguráðs. Vísir/Sigurjón Formaður samgöngu- og skipulagsráðs telur oddvita Sjálfstæðisflokksins oftúlka andstöðu íbúa við þéttingu byggðar við Miklubraut og Háaleitisbraut. Tillaga flokksins um að hætta formlega við uppbyggingu í hverfinu sé til marks um málefnaþurrð. Henni var vísað frá á fundi borgarstjórnar seinnipartinn. Reykjavíkurborg tilkynnti á dögunum að hætt hefði verið við hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg og vísaði til áberandi andstöðu íbúa í skoðanakönnun sem gerð var í desember. Það var líka vísað til þess í tilkynningu að áberandi andstaða væri við uppbygingu hérna meðfram Miklubraut við Háaleitisbraut. Hér vill Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins sjá breiðgötustemningu en ekki kassalaga íbúðablokkir í tugavís, eins og hann orðar það í Morgunblaðinu í morgun. Rúnar Vilberg Hér fyrir ofan sést hugmynd að útfærslu á umræddum blokkum við Miklubraut og Háaleitisbraut, sem Eyþór Arnalds vill að fallið verði frá og vísar til þess að 64 prósent þeirra sem tóku afstöðu í áðurnefndri könnun hafi verið andvígir. Úr könnun Gallup sem gerð var meðal íbúa í desember. Þegar þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir eru teknir með er hlutfallið hins vegar lægra - 52,8% íbúa andvígir. Þá bendir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs á að stuðningur hafi verið talsvert meiri við þéttinguna ef Miklabraut yrði sett í stokk á svæðinu. „Þegar þær tölur eru teknar saman kemur í ljós að 60 prósent svarenda gætu hugsað sér svona útfærslu með stokk en 25 prósent yrðu alfarið gegn þéttingu óháð útfærslu og ég er ekki á því að við eigum einungis að hlusta á þessi 25 prósent og hunsa alfarið vilja hinna.“ Telur þéttingarstefnuna ekki munu koma meirihlutanum í koll Pawel hefur ekki áhyggjur af mögulegri kraumandi óánægju með þéttingu inni í hverfunum, líkt og varð til þess að hætt var við Bústaðavegsuppbyggingu - sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi einnig að fallið yrði formlega frá. „Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn að koma með tillögu um að við hættum við tillögu sem þegar er búið að ákveða hætta við. Og mér finnst það bara dæmi um ákveðna málefnaþurrð Sjálfstæðisflokksins,“ segir Pawel. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að þéttingarstefnan komi meirihlutanum í koll í komandi kosningum. „Alls ekki, ég held að við í meirihlutanum séum mjög skýr. Við í Viðreisn, við erum mjög skýr með okkar skipulagsstefnu. Það er kannski Sjálfstæðisflokkurinn sem er ráðvilltur í sínum skipulagsmálum.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Reykjavíkurborg tilkynnti á dögunum að hætt hefði verið við hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg og vísaði til áberandi andstöðu íbúa í skoðanakönnun sem gerð var í desember. Það var líka vísað til þess í tilkynningu að áberandi andstaða væri við uppbygingu hérna meðfram Miklubraut við Háaleitisbraut. Hér vill Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins sjá breiðgötustemningu en ekki kassalaga íbúðablokkir í tugavís, eins og hann orðar það í Morgunblaðinu í morgun. Rúnar Vilberg Hér fyrir ofan sést hugmynd að útfærslu á umræddum blokkum við Miklubraut og Háaleitisbraut, sem Eyþór Arnalds vill að fallið verði frá og vísar til þess að 64 prósent þeirra sem tóku afstöðu í áðurnefndri könnun hafi verið andvígir. Úr könnun Gallup sem gerð var meðal íbúa í desember. Þegar þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir eru teknir með er hlutfallið hins vegar lægra - 52,8% íbúa andvígir. Þá bendir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs á að stuðningur hafi verið talsvert meiri við þéttinguna ef Miklabraut yrði sett í stokk á svæðinu. „Þegar þær tölur eru teknar saman kemur í ljós að 60 prósent svarenda gætu hugsað sér svona útfærslu með stokk en 25 prósent yrðu alfarið gegn þéttingu óháð útfærslu og ég er ekki á því að við eigum einungis að hlusta á þessi 25 prósent og hunsa alfarið vilja hinna.“ Telur þéttingarstefnuna ekki munu koma meirihlutanum í koll Pawel hefur ekki áhyggjur af mögulegri kraumandi óánægju með þéttingu inni í hverfunum, líkt og varð til þess að hætt var við Bústaðavegsuppbyggingu - sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi einnig að fallið yrði formlega frá. „Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn að koma með tillögu um að við hættum við tillögu sem þegar er búið að ákveða hætta við. Og mér finnst það bara dæmi um ákveðna málefnaþurrð Sjálfstæðisflokksins,“ segir Pawel. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að þéttingarstefnan komi meirihlutanum í koll í komandi kosningum. „Alls ekki, ég held að við í meirihlutanum séum mjög skýr. Við í Viðreisn, við erum mjög skýr með okkar skipulagsstefnu. Það er kannski Sjálfstæðisflokkurinn sem er ráðvilltur í sínum skipulagsmálum.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira