Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2022 17:26 Líf Magneudóttir vill leiða lista Vinstri grænna áfram. Aðsend Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. Þetta tilkynnti Líf í dag en hún er eini sitjandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf segir í framboðstilkynningu sinni að síðustu fjögur ár hafi verið krefjandi á margan hátt, ekki síst vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans. Þau hafi þó líka verið gjöful og lærdómsrík. „Verkefni borgarfulltrúa eru óþrjótandi og líklega klárast þau aldrei að fullu. Við erum alltaf að leita leiða til að gera enn betur í síbreytilegu samfélagi. Ég vil halda áfram að vinda ofan af mistökum fortíðarinnar í skipulagsmálum, ég vil þétta byggðina inn á við í stað þess að dreifa henni, hætta orkusóun og nýta land skynsamlega. Við verðum að snúa af braut ósjálfbærs neyslusamfélags.“ Þurft að gera málamiðlanir Líf segir að meirihlutasamstarf Vinstri grænna með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn í borginni hafi gengið nokkuð vel. Hins vegar hafi flokkurinn einnig þurft að gera málamiðlanir „eins og gengur og gerist á stóru heimili.“ Á meðan hún sé stolt af mörgum verkum meirihlutans séu líka mál sem hún hafi viljað sjá þróast á annan máta. „Vil ég þar nefna menntamálin og umgjörð þeirra, viðhaldsmál húsnæðis, fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks, fyrirkomulag borgaralýðræðis og að gerðar séu enn meiri kröfur í hönnun borgarinnar m.t.t almannarýma og fagurfræði. Eins mun ég beita mér fyrir enn fleiri breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur til auka rými fyrir vistvæna ferðamáta og fletta upp malbiki. Þá vil ég fella út fyrirhuguð göng í gegnum Öskjuhlíð og gera mislæg gatnamót víkjandi í skipulaginu,“ segir Líf í tilkynningu sinni. Hyggst hún leggja meiri áherslu á þessi atriði á næsta kjörtímabili. „Ég brenn fyrir öllum þeim verkefnum sem gera Reykjavík að mannvænni, sjálfbærri og safaríkri borg menningar, menntunar og lista fyrir fjölbreytt fólk og áhugamál og lífsviðurværi þess. Þess vegna býð ég áfram fram krafta mína, þolgæði og eldmóð til að leiða Reykjavík inn í framtíðina með öllu því sem hún hefur upp á bjóða, fyrirséðu og ófyrirséðu.“ Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Þetta tilkynnti Líf í dag en hún er eini sitjandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf segir í framboðstilkynningu sinni að síðustu fjögur ár hafi verið krefjandi á margan hátt, ekki síst vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans. Þau hafi þó líka verið gjöful og lærdómsrík. „Verkefni borgarfulltrúa eru óþrjótandi og líklega klárast þau aldrei að fullu. Við erum alltaf að leita leiða til að gera enn betur í síbreytilegu samfélagi. Ég vil halda áfram að vinda ofan af mistökum fortíðarinnar í skipulagsmálum, ég vil þétta byggðina inn á við í stað þess að dreifa henni, hætta orkusóun og nýta land skynsamlega. Við verðum að snúa af braut ósjálfbærs neyslusamfélags.“ Þurft að gera málamiðlanir Líf segir að meirihlutasamstarf Vinstri grænna með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn í borginni hafi gengið nokkuð vel. Hins vegar hafi flokkurinn einnig þurft að gera málamiðlanir „eins og gengur og gerist á stóru heimili.“ Á meðan hún sé stolt af mörgum verkum meirihlutans séu líka mál sem hún hafi viljað sjá þróast á annan máta. „Vil ég þar nefna menntamálin og umgjörð þeirra, viðhaldsmál húsnæðis, fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks, fyrirkomulag borgaralýðræðis og að gerðar séu enn meiri kröfur í hönnun borgarinnar m.t.t almannarýma og fagurfræði. Eins mun ég beita mér fyrir enn fleiri breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur til auka rými fyrir vistvæna ferðamáta og fletta upp malbiki. Þá vil ég fella út fyrirhuguð göng í gegnum Öskjuhlíð og gera mislæg gatnamót víkjandi í skipulaginu,“ segir Líf í tilkynningu sinni. Hyggst hún leggja meiri áherslu á þessi atriði á næsta kjörtímabili. „Ég brenn fyrir öllum þeim verkefnum sem gera Reykjavík að mannvænni, sjálfbærri og safaríkri borg menningar, menntunar og lista fyrir fjölbreytt fólk og áhugamál og lífsviðurværi þess. Þess vegna býð ég áfram fram krafta mína, þolgæði og eldmóð til að leiða Reykjavík inn í framtíðina með öllu því sem hún hefur upp á bjóða, fyrirséðu og ófyrirséðu.“
Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira