Ekki mættur í ráðuneytið til að sækja kaffi fyrir Guðlaug Þór Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2022 08:02 Steinar Ingi Kolbeins 24 ára gamall aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs er ráðherra þakklátur fyrir traustið. vísir/vilhelm Steinar Ingi Kolbeins er nýr aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra. Steinar Ingi er 24 ára gamall Reykvíkingur, bráðungur að árum en hann bendir á að í ráðuneytinu sé einmitt málaflokkur unga fólksins og framtíðarinnar. „Eða, þetta er vitaskuld málaflokkur alls heimsins. Auðvitað er ekki hægt að helga loftslagsmálin unga fólkinu einu og sér,“ segir Steinar Ingi í samtali við Vísi sem vildi forvitnast um það hvernig það horfði við honum að vera kominn í þetta hlutverk svo ungur að árum. Steinar Ingi bendir á rannsóknir sem sýna að töluverður hluti ungs fólks tók afstöðu í síðustu kosningum út frá loftslagsmálunum. „Framtíðin er unga fólksins. Það liggur í hlutarins eðli.“ Steinar Ingi segist ekki ætla að draga fjöður yfir að honum hafi komið á óvart þegar kallið kom; boð um að taka að sér það að vera aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs. „Það kæmi hverjum sem er á 25. aldursári á óvart að vera sýnt slíkt traust og að fá annað eins tækifæri. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta traust sem ráðherra sýnir mér. Lyklaskipti. Guðmundur Ingi Guðbrandsson afhendir Guðlaugi Þór Þórðarsyni lyklavöldin í umhverfisráðuneytinu.vísir/vilhelm Ég met það svo að Guðlaugur Þór sé að sýna í verki, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir, að ungu fólki sé treyst til ábyrgðastarfa. Mér skilst það á flestum sem ég hef talað við að besta ráðið þegar manni er sýnt slíkt traust sé að standa sig og bretta upp ermar. Það er eina planið hjá mér, svara kallinu og standa mig vel.“ Telur sig ekki vera „tea-boy“ ráðherra Menn hafa ýmsar hugmyndir um hlutverk aðstoðarmanns ráðherra, hugmyndir sem ríma líklega misvel við raunveruleikann. Ert þú þarna sem einhvers konar „tea-boy“ fyrir ráðherra? „Ha?“ Er þitt hlutverk að sækja kaffi fyrir Gulla Þór? „Já, nei. Nei, ég lít ekki svo á. Kaffið er ekki aðalverkefnið,“ segir Steinar Ingi og hlær við. Hann lýsir því að margvísleg og mörg verkefni falli á aðstoðarmann. „Ég er að koma mér inn í hlutina og skilja betur málaflokkana sem eru undir, þennan aragrúa verkefna sem hvíla á herðum ráðherra. Ég er að koma mér eins hratt og örugglega inn í málin og kostur er. Ég er líka að reyna að skilja betur og setja mig inn í gangverk ráðuneytisins og skilja í heild vinnuumhverfið betur. Þetta er ekki einfaldur málaflokkur og ekki einfalt að vinna í þessu umhverfi en það er margt sem maður þarf að hafa góðan skilning á.“ Steinar Ingi segir að fljótlega mæti Unnur Brá Konráðsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi forseti Alþingis sem er hinn aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, til starfa. Og þá muni þau leggjast yfir það í sameiningu ásamt ráðherra hvernig verkskipting þeirra á milli verður. „Það er mikið af færu fólki í ráðuneytinu sem ég hlakka til að vinna með og læra af. Maður er ungur að árum og rosalegt tækifæri til að læra af þessu færa fólki sem er komið lengra en maður sjálfur.“ Segir starfið ekki þjálfunarbúðir fyrir vonarstjörnur flokkanna Nú hefur flokkunum verið legið það á hálsi að ráða inn í þetta starf gæðinga og/eða að þetta séu einhvers konar uppeldisbúðir fyrir vonarstjörnur flokkanna. Allt á kostnað almennings. Hvernig horfa slík sjónarmið við þér? „Kerfið er hannað þannig að ráðherra kemur inn í sterkt embættismannakerfi. Þar er fólk sem býr yfir mikilli þekkingu, hefur kannski unnið lengi í ráðuneytinu og þekkir málaflokkinn vel. Það eru skiptar skoðanir um þetta: Laununum, á almenningur að borga þetta, hversu margir eiga aðstoðarmennirnir að vera? Unnur Brá Konráðsdóttir (hér ásamt Rannveigu Rist) er væntanleg í ráðuneytið en hún er einnig aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.vísir/vilhelm Við getum litið til nágrannalanda og þar sem eru mismunandi birtingarmyndir á þessu fyrirkomulagi. Stjórnsýslan er mismunandi,“ segir Steinar Ingi og segir að það skipti ekki máli hvað honum finnist persónulega um þetta fyrirkomulag. Hann hafi ekki á því sterkar skoðanir. „Ég er ekki sammála því að þetta séu einhvers konar þjálfunarbúðir flokkanna fyrir sitt framtíðarfólk. Eins og ég hef skilið þetta og eins og þetta horfir við mér eru aðstoðarmenn þarna fyrir ráðherrann. Þeir eru til að aðstoða við það sem hann telur sig þurfa aðstoðar við. Í hvaða formi það birtist. En ég ítreka, það er eðlilegt að það séu skiptar skoðanir um þetta. Og um stjórnsýsluna í heild sinni. Það eru heilbrigðismerki á lýðræðinu.“ Ráðherra verður að njóta stuðnings gagnvart gróinn stjórnsýslu Steinar Ingi segist ennfremur ekki viss um að það sé góð hugmynd að ráðherra komi einn og óstuddur inn í nýtt ráðuneyti. Eðli stjórnsýslunnar er slíkt, þar er til staðar stofnanaminni og sérþekking sem safnast hefur upp á staðnum. Sem eru vitaskuld á kostir og gallar. „Ef hlutir eru fastir fyrir þá eru þeir fastir fyrir og ef nýr aðili kemur inn með aðrar áherslur þá getur það reynst þeim erfitt, held ég,“ segir Steinar Ingi og bætir við: Ég ætla ekki að tala eins og ég sé hokinn af reynslu.“ Þegar stjórnarráðið sendi út tilkynningu um að Steinar Ingi hafi verið ráðinn rifjaði Fréttablaðið upp það að hann hafi farið mikinn í kosningabaráttu innan Heimdallar á sínum tíma og lofað áfengi þeim sem myndu kjósa rétt, jafnvel þeim sem eru undir aldri. Spurður um þetta segir Steinar Ingi að það sé í sjálfu sér ekki mikið um þetta að segja. „Ég held að flestir eigi nú einhver svona atriði frá menntaskólaárunum, einhverja punkta í kladdanum, einhverju sem þeir sjá eftir. Í mínu tilfelli er styttra í menntaskólaárin en hjá mörgum öðrum. Þetta atriði, sem ég ætla ekkert að svara fyrir núna, ég var bara í menntaskóla, var bara pjakkur og það er sagt að maður megi misstíga sig þegar maður er ungur. Ég lærði af þessu.“ Trúin á einstaklinginn Steinar Ingi er ekki fjölskyldumaður og býr enn í foreldrahúsum. Hann segir að það standi til bóta. Hann ætlar ekki að þykjast vera neitt annað en hann er; og hann segist eiga góða fjölskyldu. Hann hafi ekki alist upp við það að þar væru gallharðir Sjálfstæðismenn. Hann hafi einfaldlega alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálum. Og það sé ástæða fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið ráðandi afl í íslensku samfélagi undanfarin áttatíu árin. „Ástæðan fyrir því að ég heillast af þessu, hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum, er að einhverju leyti hrunið. Þá var ég 11 ára og fattaði að það væri einhver skrattinn að. Ég fór að fylgjast með og tók eftir því að Sjálfstæðiflokkurinn er flokkur sem treystir fólki. Steinar Ingi segist sammála því að vert sé að sporna við fæti gegn útblæstri báknsins. En hvernig og hvar er eitthvað sem hann telur sig ekki í stöðu til að úttala sig um.vísir/vilhelm Fyrir ungt fólk ætti hann að vera fýsilegasti kosturinn. Það er ástæða fyrir því að flokkurinn er þessi breiðfylking sem rúmar þetta margar skoðanir; grunngildin, frelsi og framtak einstaklingsins og trú á það, að einstaklingurinn geti haft vit á því hvað er honum fyrir bestu. Það sameinar flokksmenn,“ segir Steinar Ingi og spyr hvort þetta sé ekki einmitt rétta tækifærið til að lofa Sjálfstæðisflokkinn? (Blaðamamaður veit ekki alveg með það.) Báknið og Sjálfstæðisflokkurinn En samt, talandi um það... Ungir Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir að benda á að báknið hafi blásið út. Og það hafi gerst á vakt Sjálfstæðisflokksins. Hvað finnst þá Steinari Inga um það og að vera þá sjálfur orðinn hluti þess sama bákns? „Þegar stórt er spurt. Það er algjörlega þannig að við sem höfum verið í ungum Sjálfstæðismönnum, ungir hægri menn, eru almennt á móti því að báknið sé blásið út umfram það sem góðu hófi gegnir. Ég ætla lítið að fullyrða um sérstök atriði þar, hvar og hvaða ástæður búa þar að baki. Ég bý ekki yfir nægri kunnáttu til að fullyrða um það. En markmið Sjálfstæðisflokksins hlýtur að vera að báknið blási ekki út. Guðlaugur Þór gerði góða hluti í þeim efnum í utanríkisþjónustunni.“ Steinar Ingi segir þetta stóra spurningu og hugsar sig um. „Ég er sammála því sem meginþorri ungra sjálfstæðismanna segja að það að báknið blási út er ekki jákvætt. Að það hafi gerst á vakt Sjálfstæðisflokksins, ég get lítið tjáð mig um það. Ég ætla ekki að rekja stjórnmálasöguna síðastliðna tvo áratugi og hvað hefði mátt gera til að sporna gegn því. Að vera orðinn hluti af þessu bákni … fyrirkomulagið er eins og það er, ráðherra getur ráðið sér tvo aðstoðarmenn og ég ætla að gera það besta úr því.“ Framtíðin óskrifað blað Það verður að segjast eins og er að Steinar Ingi er kominn langt þetta ungur að árum. Hann segir að það sé ekki svo að hann hafi niðri í kjallara eitthvað masterplan eða ítarlega markmiðasetningu. Hvernig sér hann fyrir sér framtíðina? Er hann til dæmis með alþingismann í maganum? Steinar Ingi segist ekki vera farinn að horfa til þess hvort sé framtíðarþingmaður Sjálfstæðisflokksins, það er ekkert masterplan fyrirliggjandi.vísir/vilhelm „Nei, ég ætla nú ekki að segja það. Ég hef alltaf haft gaman að því að láta að mér kveða og það endurspeglast í þátttöku minni í félagsstörfum. Ég læt mig hlutina varða og legg mig fram ef ég fæ ábyrgðarstöður að gegna.“ En það er ekkert masterplan, segir hinn ungi Sjálfstæðismaður. „Meginmarkmiðið er að standa mig eins vel í því sem ég tek mér fyrir hendur og kostur er. Ég veit ekki hvað verður og ætla að byrja á því að skila inn eins góðu verki og ég get í þessu. Svo kemur í ljós hvað kemur í kjölfarið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Orkumál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Eða, þetta er vitaskuld málaflokkur alls heimsins. Auðvitað er ekki hægt að helga loftslagsmálin unga fólkinu einu og sér,“ segir Steinar Ingi í samtali við Vísi sem vildi forvitnast um það hvernig það horfði við honum að vera kominn í þetta hlutverk svo ungur að árum. Steinar Ingi bendir á rannsóknir sem sýna að töluverður hluti ungs fólks tók afstöðu í síðustu kosningum út frá loftslagsmálunum. „Framtíðin er unga fólksins. Það liggur í hlutarins eðli.“ Steinar Ingi segist ekki ætla að draga fjöður yfir að honum hafi komið á óvart þegar kallið kom; boð um að taka að sér það að vera aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs. „Það kæmi hverjum sem er á 25. aldursári á óvart að vera sýnt slíkt traust og að fá annað eins tækifæri. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta traust sem ráðherra sýnir mér. Lyklaskipti. Guðmundur Ingi Guðbrandsson afhendir Guðlaugi Þór Þórðarsyni lyklavöldin í umhverfisráðuneytinu.vísir/vilhelm Ég met það svo að Guðlaugur Þór sé að sýna í verki, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir, að ungu fólki sé treyst til ábyrgðastarfa. Mér skilst það á flestum sem ég hef talað við að besta ráðið þegar manni er sýnt slíkt traust sé að standa sig og bretta upp ermar. Það er eina planið hjá mér, svara kallinu og standa mig vel.“ Telur sig ekki vera „tea-boy“ ráðherra Menn hafa ýmsar hugmyndir um hlutverk aðstoðarmanns ráðherra, hugmyndir sem ríma líklega misvel við raunveruleikann. Ert þú þarna sem einhvers konar „tea-boy“ fyrir ráðherra? „Ha?“ Er þitt hlutverk að sækja kaffi fyrir Gulla Þór? „Já, nei. Nei, ég lít ekki svo á. Kaffið er ekki aðalverkefnið,“ segir Steinar Ingi og hlær við. Hann lýsir því að margvísleg og mörg verkefni falli á aðstoðarmann. „Ég er að koma mér inn í hlutina og skilja betur málaflokkana sem eru undir, þennan aragrúa verkefna sem hvíla á herðum ráðherra. Ég er að koma mér eins hratt og örugglega inn í málin og kostur er. Ég er líka að reyna að skilja betur og setja mig inn í gangverk ráðuneytisins og skilja í heild vinnuumhverfið betur. Þetta er ekki einfaldur málaflokkur og ekki einfalt að vinna í þessu umhverfi en það er margt sem maður þarf að hafa góðan skilning á.“ Steinar Ingi segir að fljótlega mæti Unnur Brá Konráðsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi forseti Alþingis sem er hinn aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, til starfa. Og þá muni þau leggjast yfir það í sameiningu ásamt ráðherra hvernig verkskipting þeirra á milli verður. „Það er mikið af færu fólki í ráðuneytinu sem ég hlakka til að vinna með og læra af. Maður er ungur að árum og rosalegt tækifæri til að læra af þessu færa fólki sem er komið lengra en maður sjálfur.“ Segir starfið ekki þjálfunarbúðir fyrir vonarstjörnur flokkanna Nú hefur flokkunum verið legið það á hálsi að ráða inn í þetta starf gæðinga og/eða að þetta séu einhvers konar uppeldisbúðir fyrir vonarstjörnur flokkanna. Allt á kostnað almennings. Hvernig horfa slík sjónarmið við þér? „Kerfið er hannað þannig að ráðherra kemur inn í sterkt embættismannakerfi. Þar er fólk sem býr yfir mikilli þekkingu, hefur kannski unnið lengi í ráðuneytinu og þekkir málaflokkinn vel. Það eru skiptar skoðanir um þetta: Laununum, á almenningur að borga þetta, hversu margir eiga aðstoðarmennirnir að vera? Unnur Brá Konráðsdóttir (hér ásamt Rannveigu Rist) er væntanleg í ráðuneytið en hún er einnig aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.vísir/vilhelm Við getum litið til nágrannalanda og þar sem eru mismunandi birtingarmyndir á þessu fyrirkomulagi. Stjórnsýslan er mismunandi,“ segir Steinar Ingi og segir að það skipti ekki máli hvað honum finnist persónulega um þetta fyrirkomulag. Hann hafi ekki á því sterkar skoðanir. „Ég er ekki sammála því að þetta séu einhvers konar þjálfunarbúðir flokkanna fyrir sitt framtíðarfólk. Eins og ég hef skilið þetta og eins og þetta horfir við mér eru aðstoðarmenn þarna fyrir ráðherrann. Þeir eru til að aðstoða við það sem hann telur sig þurfa aðstoðar við. Í hvaða formi það birtist. En ég ítreka, það er eðlilegt að það séu skiptar skoðanir um þetta. Og um stjórnsýsluna í heild sinni. Það eru heilbrigðismerki á lýðræðinu.“ Ráðherra verður að njóta stuðnings gagnvart gróinn stjórnsýslu Steinar Ingi segist ennfremur ekki viss um að það sé góð hugmynd að ráðherra komi einn og óstuddur inn í nýtt ráðuneyti. Eðli stjórnsýslunnar er slíkt, þar er til staðar stofnanaminni og sérþekking sem safnast hefur upp á staðnum. Sem eru vitaskuld á kostir og gallar. „Ef hlutir eru fastir fyrir þá eru þeir fastir fyrir og ef nýr aðili kemur inn með aðrar áherslur þá getur það reynst þeim erfitt, held ég,“ segir Steinar Ingi og bætir við: Ég ætla ekki að tala eins og ég sé hokinn af reynslu.“ Þegar stjórnarráðið sendi út tilkynningu um að Steinar Ingi hafi verið ráðinn rifjaði Fréttablaðið upp það að hann hafi farið mikinn í kosningabaráttu innan Heimdallar á sínum tíma og lofað áfengi þeim sem myndu kjósa rétt, jafnvel þeim sem eru undir aldri. Spurður um þetta segir Steinar Ingi að það sé í sjálfu sér ekki mikið um þetta að segja. „Ég held að flestir eigi nú einhver svona atriði frá menntaskólaárunum, einhverja punkta í kladdanum, einhverju sem þeir sjá eftir. Í mínu tilfelli er styttra í menntaskólaárin en hjá mörgum öðrum. Þetta atriði, sem ég ætla ekkert að svara fyrir núna, ég var bara í menntaskóla, var bara pjakkur og það er sagt að maður megi misstíga sig þegar maður er ungur. Ég lærði af þessu.“ Trúin á einstaklinginn Steinar Ingi er ekki fjölskyldumaður og býr enn í foreldrahúsum. Hann segir að það standi til bóta. Hann ætlar ekki að þykjast vera neitt annað en hann er; og hann segist eiga góða fjölskyldu. Hann hafi ekki alist upp við það að þar væru gallharðir Sjálfstæðismenn. Hann hafi einfaldlega alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálum. Og það sé ástæða fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið ráðandi afl í íslensku samfélagi undanfarin áttatíu árin. „Ástæðan fyrir því að ég heillast af þessu, hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum, er að einhverju leyti hrunið. Þá var ég 11 ára og fattaði að það væri einhver skrattinn að. Ég fór að fylgjast með og tók eftir því að Sjálfstæðiflokkurinn er flokkur sem treystir fólki. Steinar Ingi segist sammála því að vert sé að sporna við fæti gegn útblæstri báknsins. En hvernig og hvar er eitthvað sem hann telur sig ekki í stöðu til að úttala sig um.vísir/vilhelm Fyrir ungt fólk ætti hann að vera fýsilegasti kosturinn. Það er ástæða fyrir því að flokkurinn er þessi breiðfylking sem rúmar þetta margar skoðanir; grunngildin, frelsi og framtak einstaklingsins og trú á það, að einstaklingurinn geti haft vit á því hvað er honum fyrir bestu. Það sameinar flokksmenn,“ segir Steinar Ingi og spyr hvort þetta sé ekki einmitt rétta tækifærið til að lofa Sjálfstæðisflokkinn? (Blaðamamaður veit ekki alveg með það.) Báknið og Sjálfstæðisflokkurinn En samt, talandi um það... Ungir Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir að benda á að báknið hafi blásið út. Og það hafi gerst á vakt Sjálfstæðisflokksins. Hvað finnst þá Steinari Inga um það og að vera þá sjálfur orðinn hluti þess sama bákns? „Þegar stórt er spurt. Það er algjörlega þannig að við sem höfum verið í ungum Sjálfstæðismönnum, ungir hægri menn, eru almennt á móti því að báknið sé blásið út umfram það sem góðu hófi gegnir. Ég ætla lítið að fullyrða um sérstök atriði þar, hvar og hvaða ástæður búa þar að baki. Ég bý ekki yfir nægri kunnáttu til að fullyrða um það. En markmið Sjálfstæðisflokksins hlýtur að vera að báknið blási ekki út. Guðlaugur Þór gerði góða hluti í þeim efnum í utanríkisþjónustunni.“ Steinar Ingi segir þetta stóra spurningu og hugsar sig um. „Ég er sammála því sem meginþorri ungra sjálfstæðismanna segja að það að báknið blási út er ekki jákvætt. Að það hafi gerst á vakt Sjálfstæðisflokksins, ég get lítið tjáð mig um það. Ég ætla ekki að rekja stjórnmálasöguna síðastliðna tvo áratugi og hvað hefði mátt gera til að sporna gegn því. Að vera orðinn hluti af þessu bákni … fyrirkomulagið er eins og það er, ráðherra getur ráðið sér tvo aðstoðarmenn og ég ætla að gera það besta úr því.“ Framtíðin óskrifað blað Það verður að segjast eins og er að Steinar Ingi er kominn langt þetta ungur að árum. Hann segir að það sé ekki svo að hann hafi niðri í kjallara eitthvað masterplan eða ítarlega markmiðasetningu. Hvernig sér hann fyrir sér framtíðina? Er hann til dæmis með alþingismann í maganum? Steinar Ingi segist ekki vera farinn að horfa til þess hvort sé framtíðarþingmaður Sjálfstæðisflokksins, það er ekkert masterplan fyrirliggjandi.vísir/vilhelm „Nei, ég ætla nú ekki að segja það. Ég hef alltaf haft gaman að því að láta að mér kveða og það endurspeglast í þátttöku minni í félagsstörfum. Ég læt mig hlutina varða og legg mig fram ef ég fæ ábyrgðarstöður að gegna.“ En það er ekkert masterplan, segir hinn ungi Sjálfstæðismaður. „Meginmarkmiðið er að standa mig eins vel í því sem ég tek mér fyrir hendur og kostur er. Ég veit ekki hvað verður og ætla að byrja á því að skila inn eins góðu verki og ég get í þessu. Svo kemur í ljós hvað kemur í kjölfarið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Orkumál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent