Sex spurningar til heilbrigðisráðherra Ólafur Stephensen skrifar 18. janúar 2022 13:30 Félag atvinnurekenda telur ástæðu til að leita skýringa Willums Þórs Þórssonar ráðherra á því hvernig ákvörðun um að herða sóttvarnaráðstafanir stórlega var tekin og hefur sent ráðherra erindi þess efnis. Með reglugerð heilbrigðisráðherra, sem tók gildi á laugardag, er þrengt verulega að athafna- og atvinnufrelsi, m.a. með tíu manna samkomutakmörkun og með því að gera sumum fyrirtækjum að loka starfsemi sinni. FA gætir hagsmuna fjölda fyrirtækja, einkum minni og meðalstórra, sem verða fyrir miklum búsifjum vegna svo harðra sóttvarnaaðgerða. Enn sem komið er hafa mjög takmarkaðar mótvægisaðgerðir verið kynntar af hálfu stjórnvalda og beinast þær einkum að veitingageiranum, þótt ljóst sé að fyrirtæki í margvíslegri starfsemi verði fyrir tjóni. Þá sýnir reynslan af fyrri stigum faraldursins glögglega að viðspyrnu- og lokunarstyrkir og aðrar mótvægisaðgerðir bæta fyrirtækjum eingöngu lítinn hluta þess tjóns, sem harðar sóttvarnaaðgerðir valda. Aðgerðirnar leiða eðlilega af sér verulegt högg fyrir atvinnulífið, með tilheyrandi afleiðingum fyrir afkomu fyrirtækja og hagvöxt í landinu. Óhjákvæmilega hefur slíkt bakslag svo áhrif á tekjur ríkissjóðs og þar með getu hans til að bregðast við með stuðningsaðgerðum. Markmiðið: Að hindra neyðarástand í heilbrigðiskerfinu Í minnisblaði sóttvarnalæknis, dags. 13. janúar 2022, sem birt var um leið og reglugerð ráðherra, voru gerðar tillögur um herðingu sóttvarnaraðgerða. Ljóst er af texta minnisblaðsins að það sem fyrst og fremst liggur að baki tillögum sóttvarnalæknis eru áhyggjur hans af getu Landspítalans til að fást við veikindi af völdum kórónuveirufaraldursins. Jafnvel þótt ómikron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði, þýðir meira smitnæmi afbrigðisins og mikill fjöldi smita að fleiri þurfa að leita á náðir heilbrigðiskerfisins vegna veikinda af völdum veirunnar. Þannig segir í minnisblaðinu að þótt mikið hafi verið gert til að auka afkastagetu heilbrigðiskerfisins og þá sérstaklega sjúkrahússkerfisins, sé ljóst að með vaxandi fjölda innlagna COVID-19 sjúklinga mun frekari neyð geta skapast í heilbrigðiskerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og er þar rætt um „algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og margvíslegri starfsemi innanlands“. „Takmark aðgerða núna ætti að vera að halda áfram uppbyggingu á heilbrigðis- og spítalakerfi landsins samhliða því að ná fjölda samfélagslegra smita niður í viðráðanlega fjölda um 500 smit á dag ef reiknað er með að um 0,2─0,3% greindra þurfi á spítalavist að halda,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Kostirnir sem sóttvarnalæknir stillti upp Í minnisblaðinu er í framhaldinu stillt upp þremur valkostum, sem eru í fyrsta lagi óbreyttar aðgerðir, í öðru lagi hertar sóttvarnaaðgerðir á þeim nótum sem kveðið er á um í áðurnefndri reglugerð ráðherra og í þriðja lagi mjög strangar takmarkanir í stuttan tíma, þar sem m.a. yrði kveðið á um lokanir fyrirtækja og stofnana. Voru fleiri kostir skoðaðir? Félag atvinnurekenda telur ástæðu til að spyrja hvort fleiri valkostir hefðu átt að koma til skoðunar er ráðherra tók ákvörðun um hertar sóttvarnaaðgerðir, m.a. ýmsar aðgerðir sem gripið hefur verið til í öðrum Vestur-Evrópulöndum. Félagið beinir því eftirfarandi spurningum til ráðherra: Var lagt mat á kostnað atvinnulífsins og eftir atvikum ríkissjóðs af þeim sóttvarnaaðgerðum sem ákveðið var að ráðast í? Ef ekki, hvers vegna ekki? Ýmis vestræn ríki hafa gengið mun lengra í viðbúnaði heilbrigðiskerfisins við faraldrinum en hér hefur verið gert, m.a. með mikilli fjölgun gjörgæzlurýma. Var sá kostur tekinn til skoðunar að ráðast í mun stærra átak til að efla Landspítalann og aðrar heilbrigðisstofnanir en lýst er í fréttatilkynningu ráðuneytisins frá 14. janúar síðastliðnum? Ef ekki, hvers vegna ekki? Var kostnaður af slíku átaki borinn saman við þann kostnað, sem atvinnulífið og ríkissjóður bera af hertum sóttvarnaráðstöfunum? Ef ekki, hvers vegna ekki? Ítrekað hefur komið fram að óbólusettir einstaklingar valdi hlutfallslega miklu stærri hluta af álagi á heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirusmita en bólusettir. Var lagt mat á þann kost að fara t.d. svipaða leið og gert hefur verið í Austurríki; að heimila óbólusettum eingöngu að yfirgefa heimili sitt til að sækja vinnu og kaupa inn nauðsynjar? Ef ekki, hvers vegna ekki? Var lagt mat á þann kost að gera bólusetningu að skyldu nema læknisfræðilegar ástæður mæli á móti því, t.d. fyrir einstaklinga sem náð hafa tilteknum aldri, sbr. lagasetningu um slíkar aðgerðir í t.d. Austurríki og á Ítalíu? Ef ekki, hvers vegna ekki? Var lagt mat á þann valkost að gera framvísun bólusetningarvottorðs að skilyrði fyrir inngöngu í t.d. skóla, veitingastaði og menningarstofnanir, almenningssamgöngur og til að nota þjónustu þar sem veitt er þjónusta sem krefst nándar við viðskiptavini, líkt og gert hefur verið í Danmörku? Ef ekki, hvers vegna ekki? Félag atvinnurekenda telur mikilvægt að stjórnvöld horfi til allra þeirra valkosta í baráttunni við faraldurinn sem dregið geta eins og hægt er úr líkum á því að neyðarástand skapist í heilbrigðiskerfinu, um leið og leitazt er við að lágmarka hinn efnahagslega skaða af sóttvarnaraðgerðum og halda atvinnulífinu gangandi eins og framast er kostur. Mætti fremur beina aðgerðum að tilteknum hópi? Að mati FA hlýtur að koma til skoðunar að beita aðgerðum sem snerta fremur smærri hópa en allan þorra almennings og fyrirtækja, að því gefnu að þær geti skilað sama eða betri árangri í glímunni við faraldurinn. Þegar takmarkandi ráðstöfunum er beitt til að ná lögmætu markmiði er það í samræmi við skilyrði meðalhófsreglu að beita slíkum ráðstöfunum aðeins að því marki sem þær mæta þeim markmiðum sem að er stefnt. Sé það t.a.m. svo að verið sé að vinna gegn innlögnum tiltekins hóps einstaklinga er það andstætt sjónarmiðum meðalhófsreglunnar að beina takmarkandi ráðstöfunum að hinum breiða fjölda, en ekki fyrst og fremst einstaklingum sem falla innan þess hóps. Eftir því sem sóttvarnaaðgerðir verða meira íþyngjandi fyrir einstaklinga og atvinnulíf verður að gera strangari kröfu um gagnsemi þeirra og að þær nái því markmiði sem stefnt er að. Þannig verður að gera þá skilyrðislausu kröfu að beint orsakasamband sé á milli þeirra aðgerða sem gripið er til og þess markmiðs sem stefnt er að. Stjórnvöld hljóta ævinlega að taka þann kost sem nær markmiðinu án ónauðsynlegs kostnaðar fyrir samfélagið í heild. Félagið telur nauðsynlegt að opinská umræða fari fram um fleiri valkosti en þá sem stillt var upp í minnisblaði sóttvarnalæknis. Alltént er ekki vænlegt að útiloka aðgerðir, sem gripið hefur verið til í nágrannalöndum Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda telur ástæðu til að leita skýringa Willums Þórs Þórssonar ráðherra á því hvernig ákvörðun um að herða sóttvarnaráðstafanir stórlega var tekin og hefur sent ráðherra erindi þess efnis. Með reglugerð heilbrigðisráðherra, sem tók gildi á laugardag, er þrengt verulega að athafna- og atvinnufrelsi, m.a. með tíu manna samkomutakmörkun og með því að gera sumum fyrirtækjum að loka starfsemi sinni. FA gætir hagsmuna fjölda fyrirtækja, einkum minni og meðalstórra, sem verða fyrir miklum búsifjum vegna svo harðra sóttvarnaaðgerða. Enn sem komið er hafa mjög takmarkaðar mótvægisaðgerðir verið kynntar af hálfu stjórnvalda og beinast þær einkum að veitingageiranum, þótt ljóst sé að fyrirtæki í margvíslegri starfsemi verði fyrir tjóni. Þá sýnir reynslan af fyrri stigum faraldursins glögglega að viðspyrnu- og lokunarstyrkir og aðrar mótvægisaðgerðir bæta fyrirtækjum eingöngu lítinn hluta þess tjóns, sem harðar sóttvarnaaðgerðir valda. Aðgerðirnar leiða eðlilega af sér verulegt högg fyrir atvinnulífið, með tilheyrandi afleiðingum fyrir afkomu fyrirtækja og hagvöxt í landinu. Óhjákvæmilega hefur slíkt bakslag svo áhrif á tekjur ríkissjóðs og þar með getu hans til að bregðast við með stuðningsaðgerðum. Markmiðið: Að hindra neyðarástand í heilbrigðiskerfinu Í minnisblaði sóttvarnalæknis, dags. 13. janúar 2022, sem birt var um leið og reglugerð ráðherra, voru gerðar tillögur um herðingu sóttvarnaraðgerða. Ljóst er af texta minnisblaðsins að það sem fyrst og fremst liggur að baki tillögum sóttvarnalæknis eru áhyggjur hans af getu Landspítalans til að fást við veikindi af völdum kórónuveirufaraldursins. Jafnvel þótt ómikron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði, þýðir meira smitnæmi afbrigðisins og mikill fjöldi smita að fleiri þurfa að leita á náðir heilbrigðiskerfisins vegna veikinda af völdum veirunnar. Þannig segir í minnisblaðinu að þótt mikið hafi verið gert til að auka afkastagetu heilbrigðiskerfisins og þá sérstaklega sjúkrahússkerfisins, sé ljóst að með vaxandi fjölda innlagna COVID-19 sjúklinga mun frekari neyð geta skapast í heilbrigðiskerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og er þar rætt um „algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og margvíslegri starfsemi innanlands“. „Takmark aðgerða núna ætti að vera að halda áfram uppbyggingu á heilbrigðis- og spítalakerfi landsins samhliða því að ná fjölda samfélagslegra smita niður í viðráðanlega fjölda um 500 smit á dag ef reiknað er með að um 0,2─0,3% greindra þurfi á spítalavist að halda,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Kostirnir sem sóttvarnalæknir stillti upp Í minnisblaðinu er í framhaldinu stillt upp þremur valkostum, sem eru í fyrsta lagi óbreyttar aðgerðir, í öðru lagi hertar sóttvarnaaðgerðir á þeim nótum sem kveðið er á um í áðurnefndri reglugerð ráðherra og í þriðja lagi mjög strangar takmarkanir í stuttan tíma, þar sem m.a. yrði kveðið á um lokanir fyrirtækja og stofnana. Voru fleiri kostir skoðaðir? Félag atvinnurekenda telur ástæðu til að spyrja hvort fleiri valkostir hefðu átt að koma til skoðunar er ráðherra tók ákvörðun um hertar sóttvarnaaðgerðir, m.a. ýmsar aðgerðir sem gripið hefur verið til í öðrum Vestur-Evrópulöndum. Félagið beinir því eftirfarandi spurningum til ráðherra: Var lagt mat á kostnað atvinnulífsins og eftir atvikum ríkissjóðs af þeim sóttvarnaaðgerðum sem ákveðið var að ráðast í? Ef ekki, hvers vegna ekki? Ýmis vestræn ríki hafa gengið mun lengra í viðbúnaði heilbrigðiskerfisins við faraldrinum en hér hefur verið gert, m.a. með mikilli fjölgun gjörgæzlurýma. Var sá kostur tekinn til skoðunar að ráðast í mun stærra átak til að efla Landspítalann og aðrar heilbrigðisstofnanir en lýst er í fréttatilkynningu ráðuneytisins frá 14. janúar síðastliðnum? Ef ekki, hvers vegna ekki? Var kostnaður af slíku átaki borinn saman við þann kostnað, sem atvinnulífið og ríkissjóður bera af hertum sóttvarnaráðstöfunum? Ef ekki, hvers vegna ekki? Ítrekað hefur komið fram að óbólusettir einstaklingar valdi hlutfallslega miklu stærri hluta af álagi á heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirusmita en bólusettir. Var lagt mat á þann kost að fara t.d. svipaða leið og gert hefur verið í Austurríki; að heimila óbólusettum eingöngu að yfirgefa heimili sitt til að sækja vinnu og kaupa inn nauðsynjar? Ef ekki, hvers vegna ekki? Var lagt mat á þann kost að gera bólusetningu að skyldu nema læknisfræðilegar ástæður mæli á móti því, t.d. fyrir einstaklinga sem náð hafa tilteknum aldri, sbr. lagasetningu um slíkar aðgerðir í t.d. Austurríki og á Ítalíu? Ef ekki, hvers vegna ekki? Var lagt mat á þann valkost að gera framvísun bólusetningarvottorðs að skilyrði fyrir inngöngu í t.d. skóla, veitingastaði og menningarstofnanir, almenningssamgöngur og til að nota þjónustu þar sem veitt er þjónusta sem krefst nándar við viðskiptavini, líkt og gert hefur verið í Danmörku? Ef ekki, hvers vegna ekki? Félag atvinnurekenda telur mikilvægt að stjórnvöld horfi til allra þeirra valkosta í baráttunni við faraldurinn sem dregið geta eins og hægt er úr líkum á því að neyðarástand skapist í heilbrigðiskerfinu, um leið og leitazt er við að lágmarka hinn efnahagslega skaða af sóttvarnaraðgerðum og halda atvinnulífinu gangandi eins og framast er kostur. Mætti fremur beina aðgerðum að tilteknum hópi? Að mati FA hlýtur að koma til skoðunar að beita aðgerðum sem snerta fremur smærri hópa en allan þorra almennings og fyrirtækja, að því gefnu að þær geti skilað sama eða betri árangri í glímunni við faraldurinn. Þegar takmarkandi ráðstöfunum er beitt til að ná lögmætu markmiði er það í samræmi við skilyrði meðalhófsreglu að beita slíkum ráðstöfunum aðeins að því marki sem þær mæta þeim markmiðum sem að er stefnt. Sé það t.a.m. svo að verið sé að vinna gegn innlögnum tiltekins hóps einstaklinga er það andstætt sjónarmiðum meðalhófsreglunnar að beina takmarkandi ráðstöfunum að hinum breiða fjölda, en ekki fyrst og fremst einstaklingum sem falla innan þess hóps. Eftir því sem sóttvarnaaðgerðir verða meira íþyngjandi fyrir einstaklinga og atvinnulíf verður að gera strangari kröfu um gagnsemi þeirra og að þær nái því markmiði sem stefnt er að. Þannig verður að gera þá skilyrðislausu kröfu að beint orsakasamband sé á milli þeirra aðgerða sem gripið er til og þess markmiðs sem stefnt er að. Stjórnvöld hljóta ævinlega að taka þann kost sem nær markmiðinu án ónauðsynlegs kostnaðar fyrir samfélagið í heild. Félagið telur nauðsynlegt að opinská umræða fari fram um fleiri valkosti en þá sem stillt var upp í minnisblaði sóttvarnalæknis. Alltént er ekki vænlegt að útiloka aðgerðir, sem gripið hefur verið til í nágrannalöndum Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun