„Þarna mældum við hitann á honum og mig minnir að hann hafi verið 28 gráður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2022 10:31 Birgir var með þeim fyrstu á vettvang í janúar árið 2020 þegar þrír drengir fóru í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn. „Ég var á neyðarbílnum þetta kvöld sem er bíll sem er alltaf mannaður af bráðatækni. Það eru allar stöðvar á leiðinni á vettvang. Þetta var um vetur og þetta var seint að kvöldi til og það var myrkur. Þegar við komum á vettvang var bíllinn á kafi. Við sjáum samt að ofan á sjónum er smá klaki, smá ísing og því sjáum við hvar bíllinn fer ofan í,“ segir Birgir Þór Guðmundsson sjúkraflutningamaður, í þættinum Baklandið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Þar rifjaði hann upp slys þegar drengir fóru í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn í byrjun ársins 2020. Þá enduðu tveir drengir á gjörgæslu og var ástand þeirra alvarlegt til að byrja með. „Við þurfum að bíða eftir köfunarbílnum og á meðan við erum að bíða eftir því þá undirbý ég bílinn minn þar sem ég veit að þessir strákar eru bæði drukknaðir og við þurfum að hugsa um öndunarveginn og þeir eru líklegast mjög kaldir. Ég set miðstöðina í botn svo að bíllinn sé sjóðandi heitur og ég finn til barkatúpuna mína til þess að koma lofti ofan í þá sem fyrst. Ég geri mér grein fyrir því að við erum líklega að fara í endurlífgun.“ Birgir segist hafa tekið á móti fyrri drengnum þegar hann kom upp úr sjónum. „Fyrsta sem ég geri er að barkaþræða hann til að fá öruggan öndunarveg og við komum lofti ofan í hann og hefjum hnoð. Þarna mældum við hitann á honum og mig minnir að hann hafi verið 28 gráður. Ég næ að stuða hann einu sinni á leiðinni og það þýðir það að ég næ að gefa honum hjartastuð þar sem það er einhver virkni í hjartanu. Þegar þú ert búinn að vera ákveðið lengi dáinn þá er enginn rafvirkni í hjartanu. Þá er það eina sem virkar er að prófa blástur. En um leið og það kemur einhver rafvirkni í hjartað þá er mikilvægt að stuða eins fljótt og þú getur eftir að einstaklingurinn fer í hjartastopp.“ Hann segir að teymið hafi komið drengnum á bráðamóttöku á mettíma. Í þáttunum Baklandið er farið yfir allskonar tilfelli en atburðirnir og staðsetningar þeirra kunna að hafa verið breytt vegna þagnarskyldu slökkviliðsins. Daníel Bjarnason er umsjónarmaður þáttanna. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Þegar drengirnir fóru í höfnina í Hafnarfirði Baklandið Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. 20. apríl 2020 22:58 Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Þar rifjaði hann upp slys þegar drengir fóru í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn í byrjun ársins 2020. Þá enduðu tveir drengir á gjörgæslu og var ástand þeirra alvarlegt til að byrja með. „Við þurfum að bíða eftir köfunarbílnum og á meðan við erum að bíða eftir því þá undirbý ég bílinn minn þar sem ég veit að þessir strákar eru bæði drukknaðir og við þurfum að hugsa um öndunarveginn og þeir eru líklegast mjög kaldir. Ég set miðstöðina í botn svo að bíllinn sé sjóðandi heitur og ég finn til barkatúpuna mína til þess að koma lofti ofan í þá sem fyrst. Ég geri mér grein fyrir því að við erum líklega að fara í endurlífgun.“ Birgir segist hafa tekið á móti fyrri drengnum þegar hann kom upp úr sjónum. „Fyrsta sem ég geri er að barkaþræða hann til að fá öruggan öndunarveg og við komum lofti ofan í hann og hefjum hnoð. Þarna mældum við hitann á honum og mig minnir að hann hafi verið 28 gráður. Ég næ að stuða hann einu sinni á leiðinni og það þýðir það að ég næ að gefa honum hjartastuð þar sem það er einhver virkni í hjartanu. Þegar þú ert búinn að vera ákveðið lengi dáinn þá er enginn rafvirkni í hjartanu. Þá er það eina sem virkar er að prófa blástur. En um leið og það kemur einhver rafvirkni í hjartað þá er mikilvægt að stuða eins fljótt og þú getur eftir að einstaklingurinn fer í hjartastopp.“ Hann segir að teymið hafi komið drengnum á bráðamóttöku á mettíma. Í þáttunum Baklandið er farið yfir allskonar tilfelli en atburðirnir og staðsetningar þeirra kunna að hafa verið breytt vegna þagnarskyldu slökkviliðsins. Daníel Bjarnason er umsjónarmaður þáttanna. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Þegar drengirnir fóru í höfnina í Hafnarfirði
Baklandið Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. 20. apríl 2020 22:58 Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. 20. apríl 2020 22:58
Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08