Danir taka tvítuga grænlenska skyttu með sér á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 13:30 Ukaleq Astri Slettemark segist keppa fyrir bæði Grænland og Danmörku á leikunum í Peking. Instagram/@ukaleqastri Danir fjölmenna á Vetrarólympíuleikana í Peking í næsta mánuði og nú er það staðfest að grænlensk skíðaskotfimikona verður í danska Ólympíuhópnum í ár. Ukaleq Astri Slettemark mun keppa fyrir Dani á leikunum en Alþjóðaólympíunefndin viðurkennir ekki Grænland sem keppnisþjóð og teljast keppendur þaðan vera frá Danmörku. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur. Det danske OL-hold vokser Skiskytten Ukaleq Slettemark er klar til OL - som atlet nummer 62 på holdet til Beijing — Henrik Liniger (@linigerDR) January 18, 2022 Umrædd Ukaleq Slettemark er stolt af því að keppa fyrir bæði Danmörku og Grænland á Ólympíuleikunum. „Ég er rosalega stolt af því að keppa fyrir hönd konungsríkisins og fyrir danska fánann, fyrir bæði Grænland og Danmörku,“ sagði Ukaleq. Ukaleq er fædd í september 2001 og er því tvítug. Hún vann gullverðlaun á HM unglinga árið 2019 í 10 kílómetra göngu en endaði í 65. sæti á HM fullorðinna í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Ukaleq Astri Slettemark (@ukaleqastri) Foreldrar hennar voru bæði skíðaskotfimifólk. Faðir hennar Øystein keppti á Ólympíuleikunum 2010 og móðir hennar Uiloq keppti á HM 2012. Slettemark verður ein af minnsta kosti 62 keppendum Dana á leikunum í Peking. „Þetta er það stærsta sem þú getur gert sem íþróttamaður af því að Ólympíuleikarnir eru bara á fjögurra ára fresti. Ég fær því ekki mörg tækifæri á ferlinum. Ólympíuleikarnir eru toppurinn fyrir alla. Það hlakka allir til leikanna og allir eru að reyna að vera í besta formi lífsins,“ sagði Ukaleq. Vetrarólympíuleikarnir hefjast 5. febrúar næstkomandi og standa til 20. febrúar. Trying to hold back tears during the national anthem of Greenland, Astri Ukaliq Slettemark struggled to describe her happiness after her win #YJWCH19 pic.twitter.com/Ab9JjGTwIA— IBU Junior Cup (@IBU_Junior) January 27, 2019 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Grænland Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Ukaleq Astri Slettemark mun keppa fyrir Dani á leikunum en Alþjóðaólympíunefndin viðurkennir ekki Grænland sem keppnisþjóð og teljast keppendur þaðan vera frá Danmörku. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur. Det danske OL-hold vokser Skiskytten Ukaleq Slettemark er klar til OL - som atlet nummer 62 på holdet til Beijing — Henrik Liniger (@linigerDR) January 18, 2022 Umrædd Ukaleq Slettemark er stolt af því að keppa fyrir bæði Danmörku og Grænland á Ólympíuleikunum. „Ég er rosalega stolt af því að keppa fyrir hönd konungsríkisins og fyrir danska fánann, fyrir bæði Grænland og Danmörku,“ sagði Ukaleq. Ukaleq er fædd í september 2001 og er því tvítug. Hún vann gullverðlaun á HM unglinga árið 2019 í 10 kílómetra göngu en endaði í 65. sæti á HM fullorðinna í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Ukaleq Astri Slettemark (@ukaleqastri) Foreldrar hennar voru bæði skíðaskotfimifólk. Faðir hennar Øystein keppti á Ólympíuleikunum 2010 og móðir hennar Uiloq keppti á HM 2012. Slettemark verður ein af minnsta kosti 62 keppendum Dana á leikunum í Peking. „Þetta er það stærsta sem þú getur gert sem íþróttamaður af því að Ólympíuleikarnir eru bara á fjögurra ára fresti. Ég fær því ekki mörg tækifæri á ferlinum. Ólympíuleikarnir eru toppurinn fyrir alla. Það hlakka allir til leikanna og allir eru að reyna að vera í besta formi lífsins,“ sagði Ukaleq. Vetrarólympíuleikarnir hefjast 5. febrúar næstkomandi og standa til 20. febrúar. Trying to hold back tears during the national anthem of Greenland, Astri Ukaliq Slettemark struggled to describe her happiness after her win #YJWCH19 pic.twitter.com/Ab9JjGTwIA— IBU Junior Cup (@IBU_Junior) January 27, 2019
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Grænland Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira