Nýja höfuðborg Indónesíu heitir Nusantara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 15:19 Höfuðborg landsins færist frá Jakarta til Eyjaklasa, eða Nusantara á indónesísku, árið 2024. EPA-EFE/ADI WEDA Ný höfuðborg Indónesíu verður nefnd Nusantara, sem þýðir eyjaklasi á indónesísku. Borgin er staðsett á eyjunni Borneó og áætlað er að borgin verði gerð formlega að höfuðborg landsins árið 2024. Suharso Monoarfa, uppbyggingarráðherra Indónesíu, tilkynnti nafngiftina fyrr í dag. Hann sagði á fundi með skipulagsnefnd höfuðborgarinnar nýju að forseti landsins hafi ákveðið nafn borgarinnar. Einhverjir nefndarmeðlimir veltu því fyrir sér, samkvæmt frétt Channel News Asia, hvort það væri ekki ruglingslegt að borgin héti Eyjaklasi, enda sé orðið gjarnan notað til að lýsa landinu sjálfu á móðurtungunni. Nei, var svarið, enda hafði ríkisstjórnin ráðfært sig við fjölda sagnfræðinga og málfræðinga um hvert nafn borgarinnar skyldi vera og meira en 80 nöfn verið lögð til við forsetann. Þar á meðal hafi verið nafnið Negara Jaya, sem þýðir dásamlega land, Nusantara Jaya, dásamlegi eyjaklasi, og Nusa Karya, sköpun ættjarðar. Þá á enn eftir að ákveða hvort höfuðborgin verði skilgreind sem hérað eða borg og því ljóst að enn eigi eftir að ákveða ýmislegt um skipulag borgarinnar. Joko Widodo, forseti landsins, tilkynnti árið 2019 að höfuðborg landsins yrði færð frá stórborginni Jakarta til eyjunnar Borneó. Það er talið nauðsynlegt til að bregðast við því að Jakarta sé að sökkva og hægagangi innan borgarinnar vegna mannmergðar. Þá töldu stjórnvöld tíma til kominn til að fara að þróa stórborg í austurhluta Indónesíu, þar sem langmest efnahagsþróun er á Java, eyjunni sem Jakarta er á. Uppbygging þessarar 466 billjóna (46.000.000.000) rúpíu , eða um 4.100 billjóna íslenskra króna, átti að hefjast í ársbyrjun 2020 en frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist fljótlega og opinberar stofnanir geti farið að færa sig yfir til Nusantara árið 2024. Indónesía Tengdar fréttir Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Suharso Monoarfa, uppbyggingarráðherra Indónesíu, tilkynnti nafngiftina fyrr í dag. Hann sagði á fundi með skipulagsnefnd höfuðborgarinnar nýju að forseti landsins hafi ákveðið nafn borgarinnar. Einhverjir nefndarmeðlimir veltu því fyrir sér, samkvæmt frétt Channel News Asia, hvort það væri ekki ruglingslegt að borgin héti Eyjaklasi, enda sé orðið gjarnan notað til að lýsa landinu sjálfu á móðurtungunni. Nei, var svarið, enda hafði ríkisstjórnin ráðfært sig við fjölda sagnfræðinga og málfræðinga um hvert nafn borgarinnar skyldi vera og meira en 80 nöfn verið lögð til við forsetann. Þar á meðal hafi verið nafnið Negara Jaya, sem þýðir dásamlega land, Nusantara Jaya, dásamlegi eyjaklasi, og Nusa Karya, sköpun ættjarðar. Þá á enn eftir að ákveða hvort höfuðborgin verði skilgreind sem hérað eða borg og því ljóst að enn eigi eftir að ákveða ýmislegt um skipulag borgarinnar. Joko Widodo, forseti landsins, tilkynnti árið 2019 að höfuðborg landsins yrði færð frá stórborginni Jakarta til eyjunnar Borneó. Það er talið nauðsynlegt til að bregðast við því að Jakarta sé að sökkva og hægagangi innan borgarinnar vegna mannmergðar. Þá töldu stjórnvöld tíma til kominn til að fara að þróa stórborg í austurhluta Indónesíu, þar sem langmest efnahagsþróun er á Java, eyjunni sem Jakarta er á. Uppbygging þessarar 466 billjóna (46.000.000.000) rúpíu , eða um 4.100 billjóna íslenskra króna, átti að hefjast í ársbyrjun 2020 en frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist fljótlega og opinberar stofnanir geti farið að færa sig yfir til Nusantara árið 2024.
Indónesía Tengdar fréttir Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36