Nýja höfuðborg Indónesíu heitir Nusantara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 15:19 Höfuðborg landsins færist frá Jakarta til Eyjaklasa, eða Nusantara á indónesísku, árið 2024. EPA-EFE/ADI WEDA Ný höfuðborg Indónesíu verður nefnd Nusantara, sem þýðir eyjaklasi á indónesísku. Borgin er staðsett á eyjunni Borneó og áætlað er að borgin verði gerð formlega að höfuðborg landsins árið 2024. Suharso Monoarfa, uppbyggingarráðherra Indónesíu, tilkynnti nafngiftina fyrr í dag. Hann sagði á fundi með skipulagsnefnd höfuðborgarinnar nýju að forseti landsins hafi ákveðið nafn borgarinnar. Einhverjir nefndarmeðlimir veltu því fyrir sér, samkvæmt frétt Channel News Asia, hvort það væri ekki ruglingslegt að borgin héti Eyjaklasi, enda sé orðið gjarnan notað til að lýsa landinu sjálfu á móðurtungunni. Nei, var svarið, enda hafði ríkisstjórnin ráðfært sig við fjölda sagnfræðinga og málfræðinga um hvert nafn borgarinnar skyldi vera og meira en 80 nöfn verið lögð til við forsetann. Þar á meðal hafi verið nafnið Negara Jaya, sem þýðir dásamlega land, Nusantara Jaya, dásamlegi eyjaklasi, og Nusa Karya, sköpun ættjarðar. Þá á enn eftir að ákveða hvort höfuðborgin verði skilgreind sem hérað eða borg og því ljóst að enn eigi eftir að ákveða ýmislegt um skipulag borgarinnar. Joko Widodo, forseti landsins, tilkynnti árið 2019 að höfuðborg landsins yrði færð frá stórborginni Jakarta til eyjunnar Borneó. Það er talið nauðsynlegt til að bregðast við því að Jakarta sé að sökkva og hægagangi innan borgarinnar vegna mannmergðar. Þá töldu stjórnvöld tíma til kominn til að fara að þróa stórborg í austurhluta Indónesíu, þar sem langmest efnahagsþróun er á Java, eyjunni sem Jakarta er á. Uppbygging þessarar 466 billjóna (46.000.000.000) rúpíu , eða um 4.100 billjóna íslenskra króna, átti að hefjast í ársbyrjun 2020 en frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist fljótlega og opinberar stofnanir geti farið að færa sig yfir til Nusantara árið 2024. Indónesía Tengdar fréttir Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Suharso Monoarfa, uppbyggingarráðherra Indónesíu, tilkynnti nafngiftina fyrr í dag. Hann sagði á fundi með skipulagsnefnd höfuðborgarinnar nýju að forseti landsins hafi ákveðið nafn borgarinnar. Einhverjir nefndarmeðlimir veltu því fyrir sér, samkvæmt frétt Channel News Asia, hvort það væri ekki ruglingslegt að borgin héti Eyjaklasi, enda sé orðið gjarnan notað til að lýsa landinu sjálfu á móðurtungunni. Nei, var svarið, enda hafði ríkisstjórnin ráðfært sig við fjölda sagnfræðinga og málfræðinga um hvert nafn borgarinnar skyldi vera og meira en 80 nöfn verið lögð til við forsetann. Þar á meðal hafi verið nafnið Negara Jaya, sem þýðir dásamlega land, Nusantara Jaya, dásamlegi eyjaklasi, og Nusa Karya, sköpun ættjarðar. Þá á enn eftir að ákveða hvort höfuðborgin verði skilgreind sem hérað eða borg og því ljóst að enn eigi eftir að ákveða ýmislegt um skipulag borgarinnar. Joko Widodo, forseti landsins, tilkynnti árið 2019 að höfuðborg landsins yrði færð frá stórborginni Jakarta til eyjunnar Borneó. Það er talið nauðsynlegt til að bregðast við því að Jakarta sé að sökkva og hægagangi innan borgarinnar vegna mannmergðar. Þá töldu stjórnvöld tíma til kominn til að fara að þróa stórborg í austurhluta Indónesíu, þar sem langmest efnahagsþróun er á Java, eyjunni sem Jakarta er á. Uppbygging þessarar 466 billjóna (46.000.000.000) rúpíu , eða um 4.100 billjóna íslenskra króna, átti að hefjast í ársbyrjun 2020 en frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist fljótlega og opinberar stofnanir geti farið að færa sig yfir til Nusantara árið 2024.
Indónesía Tengdar fréttir Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36