Slökkvistarfi er nú lokið og gekk það vel að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Eldurinn var bundinn við eina ruslatunnu fyrir utan skólann og gekk því hratt og vel að slökkva í honum.
Talið er líklegt að um sé að ræða íkveikju, þar sem eldurinn hafi komið upp í ruslatunnu úti á plani, þó það sé ekki hægt að staðhæfa.