Þá eru sex inni á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél en þeir voru átta sem lágu á gjörgæsludeild og fjórir í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum voru tveir útskrifaðir af gjörgæsludeildinni í gær og fluttir yfir á legudeild.
Í tilkynningu á vef spítalans segir að nú séu 7.927 skráðir á Covid-göngudeild spítalans en þar af eru 2.670 börn. Í gær voru 8.076 sjúklingar á Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.621 barn.
Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 330 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala og 55 endað á gjörgæslu.