Ætlaði alltaf að verða sálfræðingur, fann sig ekki og fór í förðun Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2022 10:30 Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. Sif Bachmann er 33 ára gift móðir sem vildi snemma hvað hún vildi í lífinu. Hún fór í Versló og þaðan lá leiðin í sálfræðina. Eftir fimm ára nám og ár í starfi komst hún að því að umhverfið veitti henni ekki gleði. Eftir að hafa hugsað sig vel um fór hún í förðunarfræði og aldrei verið glaðari. Sif tók fimm ára sálfræðinám og stundaði síðan masternám í réttarsálfræði í eitt ár í Glasgow. Sindri Sindrason ræddi við Sif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti voðalega lítið eftir fyrir dóttur mína, manninn minn og fyrir sjálfan mig,“ segir Sif þegar hún ræðir um starfið í sálfræðinni. Þurfti eitthvað annað „Þá fór ég í þessar pælingar, ef ég er ekki að lifa þessu lífi fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína, fyrir hvern þá? Ég fór að hugsa þá að ég finn að ég er ekki hamingjusöm og þetta er ekki að gefa mér nóg. Ég fann bara að ég þurfti eitthvað annað.“ Sif segir að í gegnum tíðina hafi hún verið með annan fótinn í viðburðarbransanum, öðru hvoru frá 2008. Sif segist hafa fengið mikinn stuðning frá maka. „Ég þekkti þetta umhverfi og það hefur alltaf heillað mig svo mikið og gefið mér svo mikla gleði. Af hverju er það svo mikils ætlast að líða vel í vinnunni og hlakka til að mæta í vinnuna og líða eins og þú sért bara ekki í vinnunni. Ég fór að hafa samband við fólk í þessum bransa. Ég gerði ýmislegt og sá meðal annars um veitingar fyrir 66 norður fyrir tökur með Ara Magg ljósmyndara og fannst það æðislegt og mig langaði bara að vera í þessu umhverfi og var alveg sama hvað ég var að gera.“ Alveg sama hvar ég myndi vinna Hún segir að það hafi verið mikill léttir að taka þessa ákvörðun að breyta um starfsvettvang. „Það var mjög erfitt fyrst og ég átti samtal við manninn minn. Ég er ofboðslega lánsöm að eiga maka sem styður svona við mig. Hann sagðist vera alveg sama við hvað ég vinn, bara að ég væri hamingjusöm.“ Sif skráði sig í förðunarfræðinám í Make up Studio Hörpu Kára. „Ég sé sko ekki eftir því. Þetta eru átta vikur og diplómanám og ofboðslega mikið sem þú lærir á stuttum tíma. Harpa Kára er náttúrulega algjör snillingur og ofboðslegur stuðningur sem hún sýndir mér og ég fékk mikla hvatningu frá henni.“ Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. „Þetta hefur verið rosalega skemmtilegur tími, ofboðslegur léttir og enginn kvöð.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Förðun Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Eftir fimm ára nám og ár í starfi komst hún að því að umhverfið veitti henni ekki gleði. Eftir að hafa hugsað sig vel um fór hún í förðunarfræði og aldrei verið glaðari. Sif tók fimm ára sálfræðinám og stundaði síðan masternám í réttarsálfræði í eitt ár í Glasgow. Sindri Sindrason ræddi við Sif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti voðalega lítið eftir fyrir dóttur mína, manninn minn og fyrir sjálfan mig,“ segir Sif þegar hún ræðir um starfið í sálfræðinni. Þurfti eitthvað annað „Þá fór ég í þessar pælingar, ef ég er ekki að lifa þessu lífi fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína, fyrir hvern þá? Ég fór að hugsa þá að ég finn að ég er ekki hamingjusöm og þetta er ekki að gefa mér nóg. Ég fann bara að ég þurfti eitthvað annað.“ Sif segir að í gegnum tíðina hafi hún verið með annan fótinn í viðburðarbransanum, öðru hvoru frá 2008. Sif segist hafa fengið mikinn stuðning frá maka. „Ég þekkti þetta umhverfi og það hefur alltaf heillað mig svo mikið og gefið mér svo mikla gleði. Af hverju er það svo mikils ætlast að líða vel í vinnunni og hlakka til að mæta í vinnuna og líða eins og þú sért bara ekki í vinnunni. Ég fór að hafa samband við fólk í þessum bransa. Ég gerði ýmislegt og sá meðal annars um veitingar fyrir 66 norður fyrir tökur með Ara Magg ljósmyndara og fannst það æðislegt og mig langaði bara að vera í þessu umhverfi og var alveg sama hvað ég var að gera.“ Alveg sama hvar ég myndi vinna Hún segir að það hafi verið mikill léttir að taka þessa ákvörðun að breyta um starfsvettvang. „Það var mjög erfitt fyrst og ég átti samtal við manninn minn. Ég er ofboðslega lánsöm að eiga maka sem styður svona við mig. Hann sagðist vera alveg sama við hvað ég vinn, bara að ég væri hamingjusöm.“ Sif skráði sig í förðunarfræðinám í Make up Studio Hörpu Kára. „Ég sé sko ekki eftir því. Þetta eru átta vikur og diplómanám og ofboðslega mikið sem þú lærir á stuttum tíma. Harpa Kára er náttúrulega algjör snillingur og ofboðslegur stuðningur sem hún sýndir mér og ég fékk mikla hvatningu frá henni.“ Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. „Þetta hefur verið rosalega skemmtilegur tími, ofboðslegur léttir og enginn kvöð.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Förðun Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira