Ætlaði alltaf að verða sálfræðingur, fann sig ekki og fór í förðun Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2022 10:30 Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. Sif Bachmann er 33 ára gift móðir sem vildi snemma hvað hún vildi í lífinu. Hún fór í Versló og þaðan lá leiðin í sálfræðina. Eftir fimm ára nám og ár í starfi komst hún að því að umhverfið veitti henni ekki gleði. Eftir að hafa hugsað sig vel um fór hún í förðunarfræði og aldrei verið glaðari. Sif tók fimm ára sálfræðinám og stundaði síðan masternám í réttarsálfræði í eitt ár í Glasgow. Sindri Sindrason ræddi við Sif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti voðalega lítið eftir fyrir dóttur mína, manninn minn og fyrir sjálfan mig,“ segir Sif þegar hún ræðir um starfið í sálfræðinni. Þurfti eitthvað annað „Þá fór ég í þessar pælingar, ef ég er ekki að lifa þessu lífi fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína, fyrir hvern þá? Ég fór að hugsa þá að ég finn að ég er ekki hamingjusöm og þetta er ekki að gefa mér nóg. Ég fann bara að ég þurfti eitthvað annað.“ Sif segir að í gegnum tíðina hafi hún verið með annan fótinn í viðburðarbransanum, öðru hvoru frá 2008. Sif segist hafa fengið mikinn stuðning frá maka. „Ég þekkti þetta umhverfi og það hefur alltaf heillað mig svo mikið og gefið mér svo mikla gleði. Af hverju er það svo mikils ætlast að líða vel í vinnunni og hlakka til að mæta í vinnuna og líða eins og þú sért bara ekki í vinnunni. Ég fór að hafa samband við fólk í þessum bransa. Ég gerði ýmislegt og sá meðal annars um veitingar fyrir 66 norður fyrir tökur með Ara Magg ljósmyndara og fannst það æðislegt og mig langaði bara að vera í þessu umhverfi og var alveg sama hvað ég var að gera.“ Alveg sama hvar ég myndi vinna Hún segir að það hafi verið mikill léttir að taka þessa ákvörðun að breyta um starfsvettvang. „Það var mjög erfitt fyrst og ég átti samtal við manninn minn. Ég er ofboðslega lánsöm að eiga maka sem styður svona við mig. Hann sagðist vera alveg sama við hvað ég vinn, bara að ég væri hamingjusöm.“ Sif skráði sig í förðunarfræðinám í Make up Studio Hörpu Kára. „Ég sé sko ekki eftir því. Þetta eru átta vikur og diplómanám og ofboðslega mikið sem þú lærir á stuttum tíma. Harpa Kára er náttúrulega algjör snillingur og ofboðslegur stuðningur sem hún sýndir mér og ég fékk mikla hvatningu frá henni.“ Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. „Þetta hefur verið rosalega skemmtilegur tími, ofboðslegur léttir og enginn kvöð.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Förðun Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira
Eftir fimm ára nám og ár í starfi komst hún að því að umhverfið veitti henni ekki gleði. Eftir að hafa hugsað sig vel um fór hún í förðunarfræði og aldrei verið glaðari. Sif tók fimm ára sálfræðinám og stundaði síðan masternám í réttarsálfræði í eitt ár í Glasgow. Sindri Sindrason ræddi við Sif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti voðalega lítið eftir fyrir dóttur mína, manninn minn og fyrir sjálfan mig,“ segir Sif þegar hún ræðir um starfið í sálfræðinni. Þurfti eitthvað annað „Þá fór ég í þessar pælingar, ef ég er ekki að lifa þessu lífi fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína, fyrir hvern þá? Ég fór að hugsa þá að ég finn að ég er ekki hamingjusöm og þetta er ekki að gefa mér nóg. Ég fann bara að ég þurfti eitthvað annað.“ Sif segir að í gegnum tíðina hafi hún verið með annan fótinn í viðburðarbransanum, öðru hvoru frá 2008. Sif segist hafa fengið mikinn stuðning frá maka. „Ég þekkti þetta umhverfi og það hefur alltaf heillað mig svo mikið og gefið mér svo mikla gleði. Af hverju er það svo mikils ætlast að líða vel í vinnunni og hlakka til að mæta í vinnuna og líða eins og þú sért bara ekki í vinnunni. Ég fór að hafa samband við fólk í þessum bransa. Ég gerði ýmislegt og sá meðal annars um veitingar fyrir 66 norður fyrir tökur með Ara Magg ljósmyndara og fannst það æðislegt og mig langaði bara að vera í þessu umhverfi og var alveg sama hvað ég var að gera.“ Alveg sama hvar ég myndi vinna Hún segir að það hafi verið mikill léttir að taka þessa ákvörðun að breyta um starfsvettvang. „Það var mjög erfitt fyrst og ég átti samtal við manninn minn. Ég er ofboðslega lánsöm að eiga maka sem styður svona við mig. Hann sagðist vera alveg sama við hvað ég vinn, bara að ég væri hamingjusöm.“ Sif skráði sig í förðunarfræðinám í Make up Studio Hörpu Kára. „Ég sé sko ekki eftir því. Þetta eru átta vikur og diplómanám og ofboðslega mikið sem þú lærir á stuttum tíma. Harpa Kára er náttúrulega algjör snillingur og ofboðslegur stuðningur sem hún sýndir mér og ég fékk mikla hvatningu frá henni.“ Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. „Þetta hefur verið rosalega skemmtilegur tími, ofboðslegur léttir og enginn kvöð.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Förðun Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira