„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2022 19:16 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún segir að ekki sé hægt að leggja meira á heilbrigðisstarfsfólk. Vísir/Egill Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. „Það er engin spurning, út af því ástandi sem núna varir og fólk er búið að vera að vinna í er langt umfram eðlilega vinnuskyldu eða það sem hægt er að krefjast af fólki,” segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, lagði til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag í pistil sem hún skrifaði á Vísi í gær. Guðbjörg tekur undir þetta og segir að líta megi á þetta sem ákveðna vertíð; starfsfólk einangri sig í skiptum fyrir þóknun. „Fólk hefur nú þegar verið að gera það. Það hefur verið að einangra sig frá heimilum, frá restinni af fjölskyldunni, til þess að geta farið á næstu vakt. Það fer jafnvel út fyrir heimilið og gistir annars staðar. Það hafa ekki verið neinar greiðslur eða neitt fyrir það.” Þá þurfi allir að leggjast á eitt; ekki síst vegna fjölda barna sem séu að smitast. „Það er byrjað að bólusetja þau sem betur fer. Þau stunda skóla, þau veikjast, það fóru tólf hundruð í skimun í gær – til þess eins að halda uppi einstaklingsfrelsi. Fyrir hvað? Okkur fullorðna fólkið sem er tví- og þríbólusett. Ég set mjög stórt spurningarmerki við stöðuna eins og hún er og það sem börnin þurfa að ganga í gegnum,” segir Guðbjörg. „Nú er það bara þannig, með eða án minnisblaðs, að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og fara eftir reglunum sem við vitum hverjar eru. Höldum okkur til hlés og náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
„Það er engin spurning, út af því ástandi sem núna varir og fólk er búið að vera að vinna í er langt umfram eðlilega vinnuskyldu eða það sem hægt er að krefjast af fólki,” segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, lagði til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag í pistil sem hún skrifaði á Vísi í gær. Guðbjörg tekur undir þetta og segir að líta megi á þetta sem ákveðna vertíð; starfsfólk einangri sig í skiptum fyrir þóknun. „Fólk hefur nú þegar verið að gera það. Það hefur verið að einangra sig frá heimilum, frá restinni af fjölskyldunni, til þess að geta farið á næstu vakt. Það fer jafnvel út fyrir heimilið og gistir annars staðar. Það hafa ekki verið neinar greiðslur eða neitt fyrir það.” Þá þurfi allir að leggjast á eitt; ekki síst vegna fjölda barna sem séu að smitast. „Það er byrjað að bólusetja þau sem betur fer. Þau stunda skóla, þau veikjast, það fóru tólf hundruð í skimun í gær – til þess eins að halda uppi einstaklingsfrelsi. Fyrir hvað? Okkur fullorðna fólkið sem er tví- og þríbólusett. Ég set mjög stórt spurningarmerki við stöðuna eins og hún er og það sem börnin þurfa að ganga í gegnum,” segir Guðbjörg. „Nú er það bara þannig, með eða án minnisblaðs, að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og fara eftir reglunum sem við vitum hverjar eru. Höldum okkur til hlés og náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira