Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2022 10:57 Lögmaður Giuffre segir hana vilja uppreist æru fyrir sig og aðra þolendur. AP/Bebeto Matthews Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. Dómari í New York komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að vísa máli Giuffre gegn Andrési ekki frá dómi. Þetta þýðir að prinsinn þarf annað hvort að fylgja málinu eftir alla leið eða leita sátta við Giuffre, sem hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér í þrígang þegar hún var 17 ára gömul. „Ég held að það sé afar mikilvægt fyrir Virginiu Giuffre að þetta mál verði leyst þannig að það hún og hinir þolendurnir fái uppreist æru,“ sagði David Boies í samtali við BBC og á þar líklega við önnur fórnarlömb Jeffrey Epstein, vinar Andrésar, sem Giuffre segir hafa selt sig mansali. Giuffre og lögmenn hennar hefðu leitað til Andrésar og teymis hans og lagt til að þau settust niður og kæmust að sátt í málinu en Andrés hefði ekki haft áhuga á því á þeim tíma. „Hvort það hefur breyst eða ekki mun tíminn leiða í ljós,“ sagði Boies. Hann sagði Giuffre ekki myndu hafa áhuga á sátt sem snérist aðeins um peninga. Andrés er nú í mikilli klemmu, þar sem hann neyðist til að semja, grípa til varna eða fá sjálfkrafa á sig dóm.AP/Steve Parsons Andrés stendur nú frammi fyrir því að Giuffre greini frá því í smáatriðum fyrir dómi sem hún segir hafa átt sér stað milli sín og prinsins. Kunnugir segja afar ólíklegt að Andrés myndi ferðast til New York til að bera vitni en að hann yrði tilneyddur til að gera það í gegnum fjarfundabúnað. Prinsinn á þann kost að hunsa réttarhöldin algjörlega en það myndi verða til þess að dómur myndi sjálfkrafa falla Giuffre í vil. Hann yrði aldrei framseldur til að afplána dóm en afleiðingarnar yrðu verulegar, bæði fyrir hann og bresku konungsfjölskylduna. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Dómari í New York komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að vísa máli Giuffre gegn Andrési ekki frá dómi. Þetta þýðir að prinsinn þarf annað hvort að fylgja málinu eftir alla leið eða leita sátta við Giuffre, sem hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér í þrígang þegar hún var 17 ára gömul. „Ég held að það sé afar mikilvægt fyrir Virginiu Giuffre að þetta mál verði leyst þannig að það hún og hinir þolendurnir fái uppreist æru,“ sagði David Boies í samtali við BBC og á þar líklega við önnur fórnarlömb Jeffrey Epstein, vinar Andrésar, sem Giuffre segir hafa selt sig mansali. Giuffre og lögmenn hennar hefðu leitað til Andrésar og teymis hans og lagt til að þau settust niður og kæmust að sátt í málinu en Andrés hefði ekki haft áhuga á því á þeim tíma. „Hvort það hefur breyst eða ekki mun tíminn leiða í ljós,“ sagði Boies. Hann sagði Giuffre ekki myndu hafa áhuga á sátt sem snérist aðeins um peninga. Andrés er nú í mikilli klemmu, þar sem hann neyðist til að semja, grípa til varna eða fá sjálfkrafa á sig dóm.AP/Steve Parsons Andrés stendur nú frammi fyrir því að Giuffre greini frá því í smáatriðum fyrir dómi sem hún segir hafa átt sér stað milli sín og prinsins. Kunnugir segja afar ólíklegt að Andrés myndi ferðast til New York til að bera vitni en að hann yrði tilneyddur til að gera það í gegnum fjarfundabúnað. Prinsinn á þann kost að hunsa réttarhöldin algjörlega en það myndi verða til þess að dómur myndi sjálfkrafa falla Giuffre í vil. Hann yrði aldrei framseldur til að afplána dóm en afleiðingarnar yrðu verulegar, bæði fyrir hann og bresku konungsfjölskylduna.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira