Svar við opnu bréfi - 7. bekkur Birgir Edwald skrifar 12. janúar 2022 16:31 Ágæta Margrét Þakka þér fyrir opna bréfið til okkar varðandi íslenskuverkefnið í Sunnulækjarskóla sem er raunar í 7. bekk en ekki 6. bekk. Í vetrabyrjun kynntu kennarar kennsluáætlun vetrarins fyrir foreldrum, þar á meðal átta vikna kennslulotu í samþættri íslensku og lífsleikinkennslu. Fyrirkomulag kennslunnar er á þann veg að á mánudögum er horft á einn þátt úr þáttaröðinni Brot. Að honum loknum er glósað og spurningum svarað um umfjöllunarefni þáttarins. Á miðvikudegi, fimmtudegi og föstudegi rúllar svo hringekja þar sem unnið er með ferns konar viðfangsefni í fjórum kennslustundum. Viðfangsefnin eru lífsleikni, ritun, orðaforðavinna og rannsóknarveggur. Í lífsleikni er lögð áhersla á fræðslu um réttindi barna sem tengd eru barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ritun er lögð áhersla á uppbyggingu heildstæðrar textagerðar og í orðaforðavinnunni er lögð áhersla á að vinna með lykilorð úr hverjum þætti, greina þau og skýra. Einnig er settur upp rannsóknarveggur á hverju svæði og á þeirri stöð setja nemendur sig í spor rannsóknarlögreglu, vinna að því í sameiningu að greina persónur og söguþráð og leysa ráðgátuna í þáttunum. Við lok lotunnar kemur barnavernd og lögregla í skólann með fræðslu um ofbeldi auk þess sem við fáum að taka viðtal við varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi þar sem krakkarnir fá að undirbúa spurningar fyrir viðtalið. Við val á á viðfangsefni til að nota sem kveikju í þessari vinnu var horft til þess að þegar þættirnir Brot voru sýndir í Sjónvarpi RÚV voru þeir gulmerktir og sagðir ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Eins og áður sagði er verkefnið unnið á vorönn í 7. bekk þegar nemendur árgangsins hafa náð 12 ára aldri. Það er okkur mikilvægt að eiga gott samstarf við heimili nemenda enda er það ein af forsendum árangurs í námi barna. Við höfum nýverið fengið athugasemd við val á myndefninu. Í framhaldi af þeirri athugasemd munum við leggja framgreinda kennsluáætlun til hliðar og nálgast þau hæfniviðmið sem tilheyra henni með öðrum hætti. Höfundur er skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Opið bréf til Sunnulækjaskóla á Selfossi Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum. 12. janúar 2022 07:00 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæta Margrét Þakka þér fyrir opna bréfið til okkar varðandi íslenskuverkefnið í Sunnulækjarskóla sem er raunar í 7. bekk en ekki 6. bekk. Í vetrabyrjun kynntu kennarar kennsluáætlun vetrarins fyrir foreldrum, þar á meðal átta vikna kennslulotu í samþættri íslensku og lífsleikinkennslu. Fyrirkomulag kennslunnar er á þann veg að á mánudögum er horft á einn þátt úr þáttaröðinni Brot. Að honum loknum er glósað og spurningum svarað um umfjöllunarefni þáttarins. Á miðvikudegi, fimmtudegi og föstudegi rúllar svo hringekja þar sem unnið er með ferns konar viðfangsefni í fjórum kennslustundum. Viðfangsefnin eru lífsleikni, ritun, orðaforðavinna og rannsóknarveggur. Í lífsleikni er lögð áhersla á fræðslu um réttindi barna sem tengd eru barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ritun er lögð áhersla á uppbyggingu heildstæðrar textagerðar og í orðaforðavinnunni er lögð áhersla á að vinna með lykilorð úr hverjum þætti, greina þau og skýra. Einnig er settur upp rannsóknarveggur á hverju svæði og á þeirri stöð setja nemendur sig í spor rannsóknarlögreglu, vinna að því í sameiningu að greina persónur og söguþráð og leysa ráðgátuna í þáttunum. Við lok lotunnar kemur barnavernd og lögregla í skólann með fræðslu um ofbeldi auk þess sem við fáum að taka viðtal við varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi þar sem krakkarnir fá að undirbúa spurningar fyrir viðtalið. Við val á á viðfangsefni til að nota sem kveikju í þessari vinnu var horft til þess að þegar þættirnir Brot voru sýndir í Sjónvarpi RÚV voru þeir gulmerktir og sagðir ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Eins og áður sagði er verkefnið unnið á vorönn í 7. bekk þegar nemendur árgangsins hafa náð 12 ára aldri. Það er okkur mikilvægt að eiga gott samstarf við heimili nemenda enda er það ein af forsendum árangurs í námi barna. Við höfum nýverið fengið athugasemd við val á myndefninu. Í framhaldi af þeirri athugasemd munum við leggja framgreinda kennsluáætlun til hliðar og nálgast þau hæfniviðmið sem tilheyra henni með öðrum hætti. Höfundur er skólastjóri
Opið bréf til Sunnulækjaskóla á Selfossi Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum. 12. janúar 2022 07:00
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar