Eiga konur að fá lægri laun? Sandra B. Franks skrifar 11. janúar 2022 08:00 Ein mesta kvennastétt í landinu, og jafnframt ein sú mikilvægasta, eru sjúkraliðar. Um 98% sjúkraliða á Íslandi eru konur. Óumdeilt er það mikilvægi sem sjúkraliðar gegna hjá heilbrigðisstofnunum um allt land. Heilbrigðisþjónustan getur ekki verið án sjúkraliða og hefur það sést vel á tímum Covid-faraldursins. Þrátt fyrir það glíma sjúkraliðar við kerfisbundna mismun þegar kemur að launum. Kynbundnin launamunur milli starfa sem konur helst vinna og starfa sem karlar vinna er með öllu óásættanlegur. Sjúkraliðar bera skarðan hlut Ljóst er að talsverður árangur hefur náðst í að vinna gegn kynbundnum launamun milli sambærilegra starfa. Hins vegar eigum við talsvert lengra í land þegar kemur að kynbundnum launamun sem birtist í kynjaskiptum vinnumarkaði. Rannsóknir sýna að laun eru almennt lægri hjá þeim starfsstéttum þar sem konur eru í meirihluta. Sjúkraliðar bera því mjög skarðan hlut af þessari mismunun. Slíkt er óþolandi óréttlæti og ber stjórnvöldum og stofnunum þess að bregðast við því, bæði þegar kemur að kjarasamningum en einnig stofnanasamningum. Sérstakur starfshópur stjórnvalda og BSRB um endurmat á störfum kvenna hefur lagt til að stofnaður verði aðgerðahópur um launajafnrétti. Þá er lagt til að ráðist verði í greiningu á vandanum ásamt aðgerðum sem miða við að aðstoða atvinnurekendur við að uppfylla lagaskilyrði um jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Hins vegar er ljóst að vandinn krefst markvissra aðgerða. Ólíkt virðismat starfa Sjúkraliðafélag Íslands hefur ályktað um að gripið verði tafarlaust til aðgerða sem miða að því að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Það er ekki nóg að tryggja sömu laun kynjanna fyrir sömu vinnu. Því hin hliðin á teningnum er að störf sem eru að langstærstum hluta unnin af konum eru launalægri en störf sem eru unnin að langstærstum hluta af körlum. Það sem ýtir undir þetta ólíka virðismat starfa er að konur frekar en karlar vinna í nánum samskiptum við annað fólk sem skapar óáþreifanleg verðmæti fyrir samfélagið. Hefðbundin störf sem karlar helst vinna fela hins vegar í sér sköpun á áþreifanlegum verðmætum. Það er því tómt mál að tala um launajafnrétti kynjanna á meðan störf sem eru unnin af 98% konum eru metin lægri en önnur hefðbundin störf sem karlar vinna. Þetta er eitt stærsta mál jafnréttisbaráttu dagsins í dag. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ein mesta kvennastétt í landinu, og jafnframt ein sú mikilvægasta, eru sjúkraliðar. Um 98% sjúkraliða á Íslandi eru konur. Óumdeilt er það mikilvægi sem sjúkraliðar gegna hjá heilbrigðisstofnunum um allt land. Heilbrigðisþjónustan getur ekki verið án sjúkraliða og hefur það sést vel á tímum Covid-faraldursins. Þrátt fyrir það glíma sjúkraliðar við kerfisbundna mismun þegar kemur að launum. Kynbundnin launamunur milli starfa sem konur helst vinna og starfa sem karlar vinna er með öllu óásættanlegur. Sjúkraliðar bera skarðan hlut Ljóst er að talsverður árangur hefur náðst í að vinna gegn kynbundnum launamun milli sambærilegra starfa. Hins vegar eigum við talsvert lengra í land þegar kemur að kynbundnum launamun sem birtist í kynjaskiptum vinnumarkaði. Rannsóknir sýna að laun eru almennt lægri hjá þeim starfsstéttum þar sem konur eru í meirihluta. Sjúkraliðar bera því mjög skarðan hlut af þessari mismunun. Slíkt er óþolandi óréttlæti og ber stjórnvöldum og stofnunum þess að bregðast við því, bæði þegar kemur að kjarasamningum en einnig stofnanasamningum. Sérstakur starfshópur stjórnvalda og BSRB um endurmat á störfum kvenna hefur lagt til að stofnaður verði aðgerðahópur um launajafnrétti. Þá er lagt til að ráðist verði í greiningu á vandanum ásamt aðgerðum sem miða við að aðstoða atvinnurekendur við að uppfylla lagaskilyrði um jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Hins vegar er ljóst að vandinn krefst markvissra aðgerða. Ólíkt virðismat starfa Sjúkraliðafélag Íslands hefur ályktað um að gripið verði tafarlaust til aðgerða sem miða að því að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Það er ekki nóg að tryggja sömu laun kynjanna fyrir sömu vinnu. Því hin hliðin á teningnum er að störf sem eru að langstærstum hluta unnin af konum eru launalægri en störf sem eru unnin að langstærstum hluta af körlum. Það sem ýtir undir þetta ólíka virðismat starfa er að konur frekar en karlar vinna í nánum samskiptum við annað fólk sem skapar óáþreifanleg verðmæti fyrir samfélagið. Hefðbundin störf sem karlar helst vinna fela hins vegar í sér sköpun á áþreifanlegum verðmætum. Það er því tómt mál að tala um launajafnrétti kynjanna á meðan störf sem eru unnin af 98% konum eru metin lægri en önnur hefðbundin störf sem karlar vinna. Þetta er eitt stærsta mál jafnréttisbaráttu dagsins í dag. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun