„Hann gæti dáið og þið þurfið að undirbúa ykkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2022 10:30 Karenína neitaði að fara eftir leiðbeiningum Læknavaktarinnar og hringdi á sjúkrabíl. Það bjargaði lífi syni hennar. Karenína Elsudóttir er einstæð móðir tveggja barna, Alexanders og Rebekku. Fjölskyldan býr í Grafarholtinu í Reykjavík en óhætt er að segja að lífið hafi tekið snúning í apríl á síðasta ári þegar Alexander veiktist illa og það á afmælisdaginn sinn. „Ég vakna við öskur og vissi bara ekki hvað væri í gangi, fer fram úr og hann segist vera með hausverk. Ég fer fram og gef honum verkjatöflu og kaldan þvottapoka á hausinn. Þá byrjar hann að æla og æla. Þarna vorum við í sóttkví þannig að ég vissi ekki hvert ég mætti fara með hann. Ég ákvað að hringja í Læknavaktina og þar er mér sagt að gefa honum verkjalyf en ég svara þá að ég komi því ekki ofan í hann, hann æli því bara,“ segir Karenína sem var leiðbeint að bíða í 30 til 60 mínútur og sjá til hvernig hann yrði. Missir meðvitund „Mér fannst það ekki eðlilegt og því hringi ég bara beint í Neyðarlínuna. Þeir segjast strax ætla senda bíl af stað og síðan missir hann meðvitund. Ég byrja að hrista hann og þeir segja við mig að klípa í hann. Enginn viðbrögð. Þeir segja mér að leggja hann á hliðina og þarna byrja ég að hágráta, hvað er í gangi? Er barnið mitt að deyja? Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Maður kann skyndihjálp en maður gleymir öllu og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Sjúkraflutningamennirnir komu á staðinn og þeir töluðu strax um að hafa ekki tíma til að ná í börur. Því var hann tekinn upp á öxlina og þeir brunuðu með hann á sjúkrahúsið. „Ég mátti ekki fara með honum á spítalann því hann var í sóttkví og því var ég það líka. Ég öskurgræt þarna heima. Það leið klukkutími þangað til að ég fékk svar frá Barnaspítalanum um hvað væri í gangi. Ég talaði við vinkonu mína í símann sem náði að róa mig niður. Síðan hringja þau í mig og segja við mig að hann sé með blæðingu inn á heila,“ segir Karenína. Í ljós kom að drengurinn hennar hafði fæðst með æðaflækju í heila. Eitthvað sem Karenína hafði ekki hugmynd um. Beint í aðgerð „Ég næ í barnsföður minn og við förum niður á Barnaspítala. Þegar við komum þangað er hann kominn upp í Fossvog það er verið að undirbúa hann fyrir aðgerð. Við mætum þangað og förum beint upp á gjörgæslu. Þá kemur heilaskurðlæknir inn og er ógeðslega alvarlegur og segir, hann gæti dáið og þið þurfið að undirbúa ykkur og fjölskyldu ykkar fyrir það. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvernig get ég sagt foreldrum mínum og systur minni?“ Alexander fór í aðgerð sem tók um átta klukkustundir. „Svo kemur læknirinn til okkar eftir aðgerð og segir, hann verður allt í lagi. Hann hafði fulla trú á því að hann myndi jafna sig að fullu. Þetta var það besta sem ég hef heyrt. Hann var í öndunarvél og haldið sofandi til að byrja með. Hann var í fjóra mánuði upp á spítala og þurfti að læra allt aftur upp á nýtt, læra ganga og borða og allt.“ Karenína segir að sjúkraflutningamennirnir hafi í raun bjargað lífi hans. Ef þeir hefðu ekki brugðist svona fljótlega við hefði Alexander dáið. „Ef ég hefði beðið í þessar sextíu mínútur þá hefði hann dáið. Ég lagði inn kvörtun í maí og fékk svar fljótlega að þeim þyki þetta leitt á Læknavaktinni og munu skoða málið. Ég heyri síðan ekkert í þeim og sendi aftur í júní. Þá fæ ég að vita að þau ætli að taka fund eftir sumarfrí og skoða þetta mál ítarlega. Þá hugsa ég að það sé nú jákvætt og þetta verði lagað. Síðan sé ég póst á Facebook frá einni mömmu og þá var einmitt ekki hlustað á hana í símann og barnið fékk mjög alvarlega lungnabólgu og endaði á spítala. Þá varð ég alveg brjáluð. Þetta getur ekki gengið svona og það verður að laga þetta viðhorf til foreldra.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
„Ég vakna við öskur og vissi bara ekki hvað væri í gangi, fer fram úr og hann segist vera með hausverk. Ég fer fram og gef honum verkjatöflu og kaldan þvottapoka á hausinn. Þá byrjar hann að æla og æla. Þarna vorum við í sóttkví þannig að ég vissi ekki hvert ég mætti fara með hann. Ég ákvað að hringja í Læknavaktina og þar er mér sagt að gefa honum verkjalyf en ég svara þá að ég komi því ekki ofan í hann, hann æli því bara,“ segir Karenína sem var leiðbeint að bíða í 30 til 60 mínútur og sjá til hvernig hann yrði. Missir meðvitund „Mér fannst það ekki eðlilegt og því hringi ég bara beint í Neyðarlínuna. Þeir segjast strax ætla senda bíl af stað og síðan missir hann meðvitund. Ég byrja að hrista hann og þeir segja við mig að klípa í hann. Enginn viðbrögð. Þeir segja mér að leggja hann á hliðina og þarna byrja ég að hágráta, hvað er í gangi? Er barnið mitt að deyja? Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Maður kann skyndihjálp en maður gleymir öllu og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Sjúkraflutningamennirnir komu á staðinn og þeir töluðu strax um að hafa ekki tíma til að ná í börur. Því var hann tekinn upp á öxlina og þeir brunuðu með hann á sjúkrahúsið. „Ég mátti ekki fara með honum á spítalann því hann var í sóttkví og því var ég það líka. Ég öskurgræt þarna heima. Það leið klukkutími þangað til að ég fékk svar frá Barnaspítalanum um hvað væri í gangi. Ég talaði við vinkonu mína í símann sem náði að róa mig niður. Síðan hringja þau í mig og segja við mig að hann sé með blæðingu inn á heila,“ segir Karenína. Í ljós kom að drengurinn hennar hafði fæðst með æðaflækju í heila. Eitthvað sem Karenína hafði ekki hugmynd um. Beint í aðgerð „Ég næ í barnsföður minn og við förum niður á Barnaspítala. Þegar við komum þangað er hann kominn upp í Fossvog það er verið að undirbúa hann fyrir aðgerð. Við mætum þangað og förum beint upp á gjörgæslu. Þá kemur heilaskurðlæknir inn og er ógeðslega alvarlegur og segir, hann gæti dáið og þið þurfið að undirbúa ykkur og fjölskyldu ykkar fyrir það. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvernig get ég sagt foreldrum mínum og systur minni?“ Alexander fór í aðgerð sem tók um átta klukkustundir. „Svo kemur læknirinn til okkar eftir aðgerð og segir, hann verður allt í lagi. Hann hafði fulla trú á því að hann myndi jafna sig að fullu. Þetta var það besta sem ég hef heyrt. Hann var í öndunarvél og haldið sofandi til að byrja með. Hann var í fjóra mánuði upp á spítala og þurfti að læra allt aftur upp á nýtt, læra ganga og borða og allt.“ Karenína segir að sjúkraflutningamennirnir hafi í raun bjargað lífi hans. Ef þeir hefðu ekki brugðist svona fljótlega við hefði Alexander dáið. „Ef ég hefði beðið í þessar sextíu mínútur þá hefði hann dáið. Ég lagði inn kvörtun í maí og fékk svar fljótlega að þeim þyki þetta leitt á Læknavaktinni og munu skoða málið. Ég heyri síðan ekkert í þeim og sendi aftur í júní. Þá fæ ég að vita að þau ætli að taka fund eftir sumarfrí og skoða þetta mál ítarlega. Þá hugsa ég að það sé nú jákvætt og þetta verði lagað. Síðan sé ég póst á Facebook frá einni mömmu og þá var einmitt ekki hlustað á hana í símann og barnið fékk mjög alvarlega lungnabólgu og endaði á spítala. Þá varð ég alveg brjáluð. Þetta getur ekki gengið svona og það verður að laga þetta viðhorf til foreldra.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira