Hætta við hugmynd um 75 þúsund króna launaauka Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2022 16:05 Leikskólakennarar geta gleymt því að gerast starfsmannaveiðarar. Vísir/Vilhelm Hætt hefur verið við umdeilda hugmynd borgaryfirvalda um að greiða leikskólakennurum 75 þúsund króna launaauka fyrir að fá vini sína og ættingja til starfa á leikskóla. Í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar segir að borgin ætli að fylgja eftir átaki um að að auka fjölda leikskólaplássa með fjölþættum stuðningi við leikskólastjórnendur varðandi ráðningar- og mannauðsmál. Hins vegar hafi verið fallið frá hugmynd um launaauka. Formaður Félags leikskólakennara sagði í samtali við fréttastofu í gær að hugmyndin væri grátbrosleg og ekki til þess fallin að ráðast að rót mönnunarvandans. „Brúum bilið verkefnið sem gengur út á að fjölga verulega leikskólarýmum í borginni kallar á aukinn mannafla í leikskóla Reykjavíkur. Á undanförnum árum hafa fjárframlög til skólamála aukist verulega sem hefur skilað sér í bættu starfsumhverfi fyrir leikskólakennara og annað starfsfólk ásamt aukinni þjónustu til barna á öllum skólastigum. Borgin hefur samþykkt fjölmargar aðgerðir á undanförnum árum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum og varið til þess rúmlega 4 milljörðum króna á tímabilinu 2018-2022,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Mönnun er aðalvandinn Þá segir að framkvæmdir við stækkanir og nýbyggingar leikskóla gangi vel en að fjölgun leikskólaplássa strandi á fjölgun starfsfólks. „Borgarráð samþykkti á fimmtudag að leggja aukið fjármagn, um 20 milljónir króna, til að styðja við ráðningar- og mannauðsmál. Þar munar mestu um aukinn stuðning mannauðsráðgjafa sem munu einbeita sér að stuðningi við stjórnendur leikskóla í ráðningarmálum.“ Stefna á aukna ánægju starfsfólks Verkefnið sé tvíþætt, annars vegar felist það í að vekja athygli á leikskólakennarastarfinu og laða að fleiri umsækjendur, og hins vegar að hlúa að starfsumhverfi á leikskólum. „Að einhverju leyti tengist þetta tvennt, þ.e. besta kynningin á störfunum er ánægður starfsmaður sem talar vel um vinnustaðinn sinn í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Nú þegar fallið hafi verið frá hugmynd um launaauka, sem þó tíðkist víða, verði auknu púðri varið í að þróa aðrar hugmyndir á borð við nýja auglýsingaherferð, að efla íslenskukennslu og bæta móttöku nýliða, þróa aðgengilegra umsóknarkerfi, auka greiningarvinnu, efla stuðning við einstaka leikskóla, og samstarf við ráðningastofur og Háskóla Íslands. „Þá verður leitað leiða til að hlúa betur að starfsumhverfinu til að draga úr starfsmannaveltu,“ segir í lok tilkynningar. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
Í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar segir að borgin ætli að fylgja eftir átaki um að að auka fjölda leikskólaplássa með fjölþættum stuðningi við leikskólastjórnendur varðandi ráðningar- og mannauðsmál. Hins vegar hafi verið fallið frá hugmynd um launaauka. Formaður Félags leikskólakennara sagði í samtali við fréttastofu í gær að hugmyndin væri grátbrosleg og ekki til þess fallin að ráðast að rót mönnunarvandans. „Brúum bilið verkefnið sem gengur út á að fjölga verulega leikskólarýmum í borginni kallar á aukinn mannafla í leikskóla Reykjavíkur. Á undanförnum árum hafa fjárframlög til skólamála aukist verulega sem hefur skilað sér í bættu starfsumhverfi fyrir leikskólakennara og annað starfsfólk ásamt aukinni þjónustu til barna á öllum skólastigum. Borgin hefur samþykkt fjölmargar aðgerðir á undanförnum árum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum og varið til þess rúmlega 4 milljörðum króna á tímabilinu 2018-2022,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Mönnun er aðalvandinn Þá segir að framkvæmdir við stækkanir og nýbyggingar leikskóla gangi vel en að fjölgun leikskólaplássa strandi á fjölgun starfsfólks. „Borgarráð samþykkti á fimmtudag að leggja aukið fjármagn, um 20 milljónir króna, til að styðja við ráðningar- og mannauðsmál. Þar munar mestu um aukinn stuðning mannauðsráðgjafa sem munu einbeita sér að stuðningi við stjórnendur leikskóla í ráðningarmálum.“ Stefna á aukna ánægju starfsfólks Verkefnið sé tvíþætt, annars vegar felist það í að vekja athygli á leikskólakennarastarfinu og laða að fleiri umsækjendur, og hins vegar að hlúa að starfsumhverfi á leikskólum. „Að einhverju leyti tengist þetta tvennt, þ.e. besta kynningin á störfunum er ánægður starfsmaður sem talar vel um vinnustaðinn sinn í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Nú þegar fallið hafi verið frá hugmynd um launaauka, sem þó tíðkist víða, verði auknu púðri varið í að þróa aðrar hugmyndir á borð við nýja auglýsingaherferð, að efla íslenskukennslu og bæta móttöku nýliða, þróa aðgengilegra umsóknarkerfi, auka greiningarvinnu, efla stuðning við einstaka leikskóla, og samstarf við ráðningastofur og Háskóla Íslands. „Þá verður leitað leiða til að hlúa betur að starfsumhverfinu til að draga úr starfsmannaveltu,“ segir í lok tilkynningar.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira