Tillaga borgaryfirvalda grátbrosleg Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 7. janúar 2022 22:29 Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Stöð 2/Egill Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu skóla- og frístundasviðs um 20 milljóna króna stuðning sem á að liðka fyrir ráðningum á leikskólum borgarinnar. Fimm milljónir fara beint í að greiða starfsfólki fyrir að sannfæra aðra um að koma til starfa. Formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega. Eins og væntanlega flestir reykvískir foreldrar þekkja er ekkert gamanmál að koma barninu á leikskóla. Borgaryfirvöld hafa staðið í ströngu í von um að fjölga leikskólarýmum og hluti af þessu er mönnunin. Það er mjög erfitt að fá fólk. Nýjasta ráðið er þetta: Ef þú vinnur á leikskóla og færð vin eða ættingja til starfa þá færð þú 75 þúsund krónur í launaauka. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega og að „Tupperware-pýramída hvatning“ sé ekki líkleg til að ráðast á rót mönnunarvandans. „Fyrir utan það er frændi þinn eða vinur kannski ekki gott efni í leikskólakennara og það er alveg ástæða fyrir því að þú þarft fimm ára meistaranám til að sinna þessu starfi,“ segir hann. Ráða ekki við stækkun kerfisins Þó er hann sammála því að rót vandans sé að leikskólakennarar séu ekki nægilega margir og að fjölgun þeirra hafi verið eitt stærsta verkefni sveitarfélaga á síðustu árum. „Ein af þeim breytum sem gerir það að verkum að það gengur hægt hlutfallslega er að kerfið hefur stækkað allt of hratt á undanförnum árum, það hefur stækkað um helming á síðastliðnum tuttugu árum. Við erum sífellt að taka inn yngri og yngri börn og við ráðum ekki við þessa stækkun,“ segir hann. Þetta eru ekki geimvísindi Því hefur verið velt upp að þetta nýjasta útspil borgarinnar sé nokkurs konar auglýsingarherferð fyrir leikskólakennarastarfið. Haraldur telur ímyndarvanda ekki skýra skort á leikskólakennurum. „Þetta er kannski ekki geimvísindi, ef við myndum spegla þetta yfir í markaðslögmálið og myndum kannski ákveða að hækka byrjunarlaun leikskólakennara upp í þrjár milljónir á morgun, þá eftir fimm ár er ég viss um að yrði offramboð af leikskólakennurum. En það er ekki að fara að gerast á morgun, en kannski hinn,“ segir Haraldur glettinn að lokum. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Kjaramál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Eins og væntanlega flestir reykvískir foreldrar þekkja er ekkert gamanmál að koma barninu á leikskóla. Borgaryfirvöld hafa staðið í ströngu í von um að fjölga leikskólarýmum og hluti af þessu er mönnunin. Það er mjög erfitt að fá fólk. Nýjasta ráðið er þetta: Ef þú vinnur á leikskóla og færð vin eða ættingja til starfa þá færð þú 75 þúsund krónur í launaauka. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega og að „Tupperware-pýramída hvatning“ sé ekki líkleg til að ráðast á rót mönnunarvandans. „Fyrir utan það er frændi þinn eða vinur kannski ekki gott efni í leikskólakennara og það er alveg ástæða fyrir því að þú þarft fimm ára meistaranám til að sinna þessu starfi,“ segir hann. Ráða ekki við stækkun kerfisins Þó er hann sammála því að rót vandans sé að leikskólakennarar séu ekki nægilega margir og að fjölgun þeirra hafi verið eitt stærsta verkefni sveitarfélaga á síðustu árum. „Ein af þeim breytum sem gerir það að verkum að það gengur hægt hlutfallslega er að kerfið hefur stækkað allt of hratt á undanförnum árum, það hefur stækkað um helming á síðastliðnum tuttugu árum. Við erum sífellt að taka inn yngri og yngri börn og við ráðum ekki við þessa stækkun,“ segir hann. Þetta eru ekki geimvísindi Því hefur verið velt upp að þetta nýjasta útspil borgarinnar sé nokkurs konar auglýsingarherferð fyrir leikskólakennarastarfið. Haraldur telur ímyndarvanda ekki skýra skort á leikskólakennurum. „Þetta er kannski ekki geimvísindi, ef við myndum spegla þetta yfir í markaðslögmálið og myndum kannski ákveða að hækka byrjunarlaun leikskólakennara upp í þrjár milljónir á morgun, þá eftir fimm ár er ég viss um að yrði offramboð af leikskólakennurum. En það er ekki að fara að gerast á morgun, en kannski hinn,“ segir Haraldur glettinn að lokum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Kjaramál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira