Ástæðan fyrir frestun leiksins eru smit innan danska landsliðsins og óvissuástand vegna þeirra.
Það er þó ekki vitað hvort að það sé komið upp hópsmit í liðinu eða hvort að þetta sé meiri öryggisráðstöfun vegna smits sem kom upp á dögunum.
Norges landskamp mot Danmark er avlyst https://t.co/4ZT34fEs1y
— VG Sporten (@vgsporten) January 6, 2022
Jan-Erik Aalbu hjá norska sambandinu segir að ákveðið hafi verið að hætta við leikinn vegna mögulegra afleiðinga ef hann yrði til þess að breiða út smit hjá liðunum tveimur.
Áður hafði komið fram að danski markvörðurinn Jannick Green væri smitaður en hann fór strax í einangrun eftir að það uppgötvaðist.
Á þriðjudaginn gaf danska sambandið það út að allir leikmenn í EM-hópnum hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi.
Það er þó ekki búið að aflýsa leiknum því liðin ætla að reyna að mætast í staðinn á laugardaginn.
Fram að því verða leikmenn beggja lið prófaðir og skila þá vonandi allir neikvæðum niðurstöðum.
Smit svo stuttu fyrir EM myndi þýða að sá leikmaður gæti ekki tekið þátt í mótinu sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku.