„Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 08:31 Erlingur Richardsson kom Hollandi á EM í fyrsta sinn í sögu karlalandsliðsins, fyrir tveimur árum. Nú mætir liðið aftur til leiks, reynslunni ríkara. EPA-EFE/MACIEJ KULCZYNSKI „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. Ísland og Holland mætast í Búdapest 16. janúar en með þeim í riðli eru einnig Portúgal og Ungverjaland. Efasemdir hafa þó verið uppi um hvort EM fari yfir höfuð fram, vegna kórónuveirusmita um alla Evrópu, en Erlingur, sem einnig þjálfar ÍBV, segir hollenska hópinn hafa sloppið vel hingað til. „Við fórum í test [í fyrradag] og það voru allir með neikvæð sýni. Það er þó einn sem er enn að ná sér eftir Covid, sem við höldum fyrir utan hópinn aðeins áfram,“ segir Erlingur. Hann er mættur með hollenska liðið til Svíþjóðar þar sem það mætir heimamönnum í tveimur vináttulandsleikjum, í dag og á laugardag. Svíar hafa þurft að glíma við kórónuveirusmit, meðal annars hjá aðstoðarþjálfaranum Martin Boquist og markverðinum Tobias Thulin, en Erlingur heldur í vonina um að geta teflt fram sínu sterkasta liði þegar EM hefst. Smitist leikmaður fyrir EM þarf hann að bíða í 14 daga áður en hann má spila á mótinu, sem þýðir að leikmenn sem smitast á næstu dögum geta misst af öllu mótinu. „Já, en við vissum alveg af þessum reglum svo þær eru ekkert nýjar fyrir okkur,“ segir Erlingur. „Á hlut í nokkrum“ í íslenska liðinu Erlingur viðurkennir að það verði ansi sérstakt að mæta Íslendingum í leik sem kemur til með að skipta bæði lið gríðarlegu máli. Fyrst mæta Hollendingar þó Ungverjum daginn sem mótið hefst, á fimmtudaginn eftir viku. „Það bíða okkar mörg skemmtileg verkefni á þessu stórmóti númer tvö hjá okkur. Fyrst fáum við opnunarleik í Ungverjalandi, í glænýrri höll, og við þurfum að gæta þess að koma rétt stemmdir inn í þann leik,“ segir Erlingur. Elliði Snær Viðarsson lék undir stjórn Erlings hjá ÍBV. Hann þreytti frumraun á HM fyrir ári síðan og er í dag leikmaður Gummersbach í Þýskalandi.EPA-EFE/URS FLUEELER „Svo mætum við Íslandi og þar á maður hlut í nokkrum leikmönnum sem maður þekkir mjög vel, og hefur þjálfað marga af þeim. Það verður dálítið skrýtið fyrir mann að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla. Maður þarf að undirbúa sig fyrir það. Ef að Hákon Daði [Styrmisson, fyrrverandi lærisveinn Erlings hjá ÍBV, sem sleit krossband í desember] væri þarna líka væri þetta nánast eins og að stjórna æfingu,“ segir Erlingur léttur. „Svo er það leikur við Portúgal og við vitum svo sem ekkert um stöðuna á þeim akkúrat núna. Það er bara vonandi að það náist að keyra mótið í gegn og að við fáum fullt af Íslendingum til Búdapest,“ segir Erlingur en Portúgalar hafa glímt við kórónuveirusmit og urðu til að mynda að hætta við undirbúningsmót í Sviss fyrir EM. Þá eru margir af leikmönnum Portúgals meiddir. Opinn riðill í ástandinu sem ríkir Erlingur tekur undir að riðillinn sem Ísland og Holland leika í sé nokkuð opinn: „Jú, sérstaklega í þessu ástandi sem ríkir. En við þurfum að hafa alla heila til að eiga séns í þessi lið. Við komum inn í riðilinn úr fjórða styrkleikaflokki og væntingarnar eru því ekki eins miklar til okkar og hinna liðanna en við setjum kröfur á okkur sjálfa og ætlum okkur að gera vel á þessu móti.“ Erlingur stýrði hollenska liðinu meðal annars til tveggja sigurleikja gegn Póllandi í undankeppni EM.EPA-EFE/MACIEJ KULCZYNSKI Vilja meira á móti númer tvö Hollenski hópurinn kom saman 26. desember og keppti á móti í Póllandi, við heimamenn, Túnis og lærisveina Dags Sigurðssonar í Japan, þar sem eini sigurinn vannst gegn Túnis. Hópurinn kom svo aftur saman nú í byrjun vikunnar. „Þetta mót gekk þokkalega. Við erum með þannig hóp að menn þurfa svolítið að spila sig saman. Þeir eru að koma úr ólíkum deildum svo það er gott fyrir þetta lið að fá leiki saman. Vonandi vex liðið með hverjum leiknum. Við fáum núna tvo leiki við Svíþjóð og svo verðum við að meta stöðuna eftir þá,“ segir Erlingur sem stýrði Hollandi til 17. sætis á fyrsta Evrópumóti liðsins, fyrir tveimur árum: „Síðasta mót bar svolítinn keim af því að vera fyrsta stórmótið hjá mönnum. Við lentum líka í riðli með Spáni og Þýskalandi, en einnig Lettlandi sem við ætluðum okkur að vinna og það gerðum við. Það var helsta markmiðið þá. Núna er komið að móti númer tvö og menn vilja alltaf ná lengra og lengra.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Ísland og Holland mætast í Búdapest 16. janúar en með þeim í riðli eru einnig Portúgal og Ungverjaland. Efasemdir hafa þó verið uppi um hvort EM fari yfir höfuð fram, vegna kórónuveirusmita um alla Evrópu, en Erlingur, sem einnig þjálfar ÍBV, segir hollenska hópinn hafa sloppið vel hingað til. „Við fórum í test [í fyrradag] og það voru allir með neikvæð sýni. Það er þó einn sem er enn að ná sér eftir Covid, sem við höldum fyrir utan hópinn aðeins áfram,“ segir Erlingur. Hann er mættur með hollenska liðið til Svíþjóðar þar sem það mætir heimamönnum í tveimur vináttulandsleikjum, í dag og á laugardag. Svíar hafa þurft að glíma við kórónuveirusmit, meðal annars hjá aðstoðarþjálfaranum Martin Boquist og markverðinum Tobias Thulin, en Erlingur heldur í vonina um að geta teflt fram sínu sterkasta liði þegar EM hefst. Smitist leikmaður fyrir EM þarf hann að bíða í 14 daga áður en hann má spila á mótinu, sem þýðir að leikmenn sem smitast á næstu dögum geta misst af öllu mótinu. „Já, en við vissum alveg af þessum reglum svo þær eru ekkert nýjar fyrir okkur,“ segir Erlingur. „Á hlut í nokkrum“ í íslenska liðinu Erlingur viðurkennir að það verði ansi sérstakt að mæta Íslendingum í leik sem kemur til með að skipta bæði lið gríðarlegu máli. Fyrst mæta Hollendingar þó Ungverjum daginn sem mótið hefst, á fimmtudaginn eftir viku. „Það bíða okkar mörg skemmtileg verkefni á þessu stórmóti númer tvö hjá okkur. Fyrst fáum við opnunarleik í Ungverjalandi, í glænýrri höll, og við þurfum að gæta þess að koma rétt stemmdir inn í þann leik,“ segir Erlingur. Elliði Snær Viðarsson lék undir stjórn Erlings hjá ÍBV. Hann þreytti frumraun á HM fyrir ári síðan og er í dag leikmaður Gummersbach í Þýskalandi.EPA-EFE/URS FLUEELER „Svo mætum við Íslandi og þar á maður hlut í nokkrum leikmönnum sem maður þekkir mjög vel, og hefur þjálfað marga af þeim. Það verður dálítið skrýtið fyrir mann að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla. Maður þarf að undirbúa sig fyrir það. Ef að Hákon Daði [Styrmisson, fyrrverandi lærisveinn Erlings hjá ÍBV, sem sleit krossband í desember] væri þarna líka væri þetta nánast eins og að stjórna æfingu,“ segir Erlingur léttur. „Svo er það leikur við Portúgal og við vitum svo sem ekkert um stöðuna á þeim akkúrat núna. Það er bara vonandi að það náist að keyra mótið í gegn og að við fáum fullt af Íslendingum til Búdapest,“ segir Erlingur en Portúgalar hafa glímt við kórónuveirusmit og urðu til að mynda að hætta við undirbúningsmót í Sviss fyrir EM. Þá eru margir af leikmönnum Portúgals meiddir. Opinn riðill í ástandinu sem ríkir Erlingur tekur undir að riðillinn sem Ísland og Holland leika í sé nokkuð opinn: „Jú, sérstaklega í þessu ástandi sem ríkir. En við þurfum að hafa alla heila til að eiga séns í þessi lið. Við komum inn í riðilinn úr fjórða styrkleikaflokki og væntingarnar eru því ekki eins miklar til okkar og hinna liðanna en við setjum kröfur á okkur sjálfa og ætlum okkur að gera vel á þessu móti.“ Erlingur stýrði hollenska liðinu meðal annars til tveggja sigurleikja gegn Póllandi í undankeppni EM.EPA-EFE/MACIEJ KULCZYNSKI Vilja meira á móti númer tvö Hollenski hópurinn kom saman 26. desember og keppti á móti í Póllandi, við heimamenn, Túnis og lærisveina Dags Sigurðssonar í Japan, þar sem eini sigurinn vannst gegn Túnis. Hópurinn kom svo aftur saman nú í byrjun vikunnar. „Þetta mót gekk þokkalega. Við erum með þannig hóp að menn þurfa svolítið að spila sig saman. Þeir eru að koma úr ólíkum deildum svo það er gott fyrir þetta lið að fá leiki saman. Vonandi vex liðið með hverjum leiknum. Við fáum núna tvo leiki við Svíþjóð og svo verðum við að meta stöðuna eftir þá,“ segir Erlingur sem stýrði Hollandi til 17. sætis á fyrsta Evrópumóti liðsins, fyrir tveimur árum: „Síðasta mót bar svolítinn keim af því að vera fyrsta stórmótið hjá mönnum. Við lentum líka í riðli með Spáni og Þýskalandi, en einnig Lettlandi sem við ætluðum okkur að vinna og það gerðum við. Það var helsta markmiðið þá. Núna er komið að móti númer tvö og menn vilja alltaf ná lengra og lengra.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira