Nær útilokað að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 15:30 Vetrarólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 4.-20. febrúar. Getty Nú þegar akkúrat mánuður er í að Vetrarólympíuleikarnir eigi að hefjast í Peking hafa ýmsir lýst yfir efasemdum um að rétt sé að halda leikana í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita. Ekki stendur þó til að fresta leikunum. Dick Pound, sem situr í stjórn alþjóða ólympíunefndarinnar, segir afar ólíklegt að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu. Öllum sé ljós mikil útbreiðsla smita en að það verði einfaldlega að hafa það þó að keppendur, jafnvel sumar af stórstjörnum vetraríþróttanna, missi af leikunum. Sem dæmi má nefna að bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin greindist með Covid í síðustu viku, líkt og tíu meðlimir kanadíska bobsleðaliðsins, og NHL-deildin ákvað í síðasta mánuði að leikmenn deildarinnar færu ekki í keppni í íshokkí á leikunum. „Áhyggjurnar snúast að öllu fólkinu sem er ekki enn komið til Kína. Hvort að það detti út eitt af öðru og að við missum út keppanda á sleða hér eða skautum þar. Ef að þetta yrði þannig að það væru bara kínverskir íþróttamenn á svæðinu þá yrði ekki hægt að líta á þetta sem Ólympíuleika,“ sagði Pound. Sumarólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna faraldursins og þeir haldnir síðasta sumar. Aðspurður hverjar líkurnar væru á að Vetrarólympíuleikunum yrði frestað svaraði Pound því að líkurnar væru mjög litlar. „Það væri vitleysa að reyna að giska á líkurnar. Þetta er möguleiki sem er ekki alveg hægt að afskrifa en staðan er ekki þannig að heilu þjóðirnar segist ekki ætla að fara á leikana. Það er synd ef að „íþróttamaður X“ getur ekki verið með en við erum þá samt með nokkur hundruð keppendur sem geta það. Maður hættir ekki við leikana, jafnvel þó að um sé að ræða einhverjar af stjörnunum,“ sagði Pound. Allir séu þó meðvitaðir um að staðan sé alvarleg. „Ég held að það sé ekki hægt að fresta úr þessu. Það er nánast að öllu leyti þannig að örin er farin úr boganum. Leikarnir hefjast 4. febrúar og það þyrfti rosalegt áfall til að eitthvað breyttist úr þessu,“ sagði Pound og nefndi sem dæmi að heilbrigðisyfirvöld færu að láta loka landamærum vegna veirunnar. „Allir með greindarvísitölu yfir stofuhita hafa auðvitað áhyggjur og vita að sá möguleiki er til staðar að það verði frestað, þó að við teljum að það gerist ekki. Íþróttafólkið er að keppa og það munu koma upp tilvik. Spurningin er hve mörg og hvort um verði að ræða slíkt hamfaraflóð að það borgi sig ekki lengur að halda leikana,“ sagði Pound. Skipuleggjendur leikanna í Peking hafa ítrekað útilokað þann möguleika að leikunum verði frestað og bent á að vandlega verði gætt að smitvörnum, allir þátttakendur teknir í smitpróf daglega og þeim haldið aðskildum frá heimamönnum sem ekki starfi við leikana. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira
Dick Pound, sem situr í stjórn alþjóða ólympíunefndarinnar, segir afar ólíklegt að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu. Öllum sé ljós mikil útbreiðsla smita en að það verði einfaldlega að hafa það þó að keppendur, jafnvel sumar af stórstjörnum vetraríþróttanna, missi af leikunum. Sem dæmi má nefna að bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin greindist með Covid í síðustu viku, líkt og tíu meðlimir kanadíska bobsleðaliðsins, og NHL-deildin ákvað í síðasta mánuði að leikmenn deildarinnar færu ekki í keppni í íshokkí á leikunum. „Áhyggjurnar snúast að öllu fólkinu sem er ekki enn komið til Kína. Hvort að það detti út eitt af öðru og að við missum út keppanda á sleða hér eða skautum þar. Ef að þetta yrði þannig að það væru bara kínverskir íþróttamenn á svæðinu þá yrði ekki hægt að líta á þetta sem Ólympíuleika,“ sagði Pound. Sumarólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna faraldursins og þeir haldnir síðasta sumar. Aðspurður hverjar líkurnar væru á að Vetrarólympíuleikunum yrði frestað svaraði Pound því að líkurnar væru mjög litlar. „Það væri vitleysa að reyna að giska á líkurnar. Þetta er möguleiki sem er ekki alveg hægt að afskrifa en staðan er ekki þannig að heilu þjóðirnar segist ekki ætla að fara á leikana. Það er synd ef að „íþróttamaður X“ getur ekki verið með en við erum þá samt með nokkur hundruð keppendur sem geta það. Maður hættir ekki við leikana, jafnvel þó að um sé að ræða einhverjar af stjörnunum,“ sagði Pound. Allir séu þó meðvitaðir um að staðan sé alvarleg. „Ég held að það sé ekki hægt að fresta úr þessu. Það er nánast að öllu leyti þannig að örin er farin úr boganum. Leikarnir hefjast 4. febrúar og það þyrfti rosalegt áfall til að eitthvað breyttist úr þessu,“ sagði Pound og nefndi sem dæmi að heilbrigðisyfirvöld færu að láta loka landamærum vegna veirunnar. „Allir með greindarvísitölu yfir stofuhita hafa auðvitað áhyggjur og vita að sá möguleiki er til staðar að það verði frestað, þó að við teljum að það gerist ekki. Íþróttafólkið er að keppa og það munu koma upp tilvik. Spurningin er hve mörg og hvort um verði að ræða slíkt hamfaraflóð að það borgi sig ekki lengur að halda leikana,“ sagði Pound. Skipuleggjendur leikanna í Peking hafa ítrekað útilokað þann möguleika að leikunum verði frestað og bent á að vandlega verði gætt að smitvörnum, allir þátttakendur teknir í smitpróf daglega og þeim haldið aðskildum frá heimamönnum sem ekki starfi við leikana.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira