Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 10:36 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid-19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. „Sjálf lenti ég í einangrun, fékk Covid fyrir jól og þá svona finnur maður á eigin skinni hversu ótrúlega góð maskína þetta er. Sjálfvirknin er orðin mjög mikil í Covid-göngudeildinni. Þetta er ekki eins og þetta var í fyrstu þegar það var hringt í alla því nú er þetta orðin sjálfvirkni og þú merkir þig og þitt heilsufar og hvort þú þurfir símhringingu eða ekki,“ segir Guðlaug í Bítinu á Bylgjunni. Guðlaug bendir á að um sjö þúsund manns séu skráðir í Covid-göngudeild, en allir þeir sem greinast fara sjálfkrafa á lista á deildinni. „Veiran er alveg á fullri ferð í samfélaginu og starfsmenn Landspítalans fara ekkert varhluta af því.“ Aðspurð vill hún ekki meina að spítalinn hafi verið illa rekinn. „Ég myndi segja að spítalinn hafi að mörgu leyti verið vel rekinn, en það þarf meira fjármagn, það er alveg ljóst. Við höfum rætt það í mjög langan tíma. Kannski má breyta ýmsu innanhúss, fara öðruvísi með og forgangsraða öðruvísi. Það er ekki hafið yfir gagnrýni,“ segir Guðlaug. Spítalinn þurfi 1,7 milljarða til að halda óbreyttum rekstri. „Þá erum við ekki að tala um neinar sérstakar framfarir, en óbreyttan rekstur og ekki að tala um miklar breytingar í þjónustunni.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaugu Rakel í spilaranum hér fyrir neðan. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Sjálf lenti ég í einangrun, fékk Covid fyrir jól og þá svona finnur maður á eigin skinni hversu ótrúlega góð maskína þetta er. Sjálfvirknin er orðin mjög mikil í Covid-göngudeildinni. Þetta er ekki eins og þetta var í fyrstu þegar það var hringt í alla því nú er þetta orðin sjálfvirkni og þú merkir þig og þitt heilsufar og hvort þú þurfir símhringingu eða ekki,“ segir Guðlaug í Bítinu á Bylgjunni. Guðlaug bendir á að um sjö þúsund manns séu skráðir í Covid-göngudeild, en allir þeir sem greinast fara sjálfkrafa á lista á deildinni. „Veiran er alveg á fullri ferð í samfélaginu og starfsmenn Landspítalans fara ekkert varhluta af því.“ Aðspurð vill hún ekki meina að spítalinn hafi verið illa rekinn. „Ég myndi segja að spítalinn hafi að mörgu leyti verið vel rekinn, en það þarf meira fjármagn, það er alveg ljóst. Við höfum rætt það í mjög langan tíma. Kannski má breyta ýmsu innanhúss, fara öðruvísi með og forgangsraða öðruvísi. Það er ekki hafið yfir gagnrýni,“ segir Guðlaug. Spítalinn þurfi 1,7 milljarða til að halda óbreyttum rekstri. „Þá erum við ekki að tala um neinar sérstakar framfarir, en óbreyttan rekstur og ekki að tala um miklar breytingar í þjónustunni.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaugu Rakel í spilaranum hér fyrir neðan.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira