Óbólusetti fíllinn í herberginu Ólafur Hauksson skrifar 3. janúar 2022 10:31 Óbólusett fólk er aðalástæðan fyrir núverandi álagi á heilbrigðiskerfið, sem síðan leiðir til harkalegra smitvarna og tilheyrandi tekjutaps í mörgum atvinnugreinum. Að ekki sé talað um stórfellt rask í lífi tugþúsunda einstaklinga. Samt ríkir undarleg undanlátssemi í þjóðfélaginu gagnvart þessu ábyrgðarlausa fólki sem hafnar bólusetningu. Biðlað er til þess að láta bólusetja sig, en lítið meira. Hinir andsetnu andstæðingar bólusetninga eru hins vegar svo forhertir af hjarðheimskunni að þeir spyrna fótum bara fastar niður og kveikja í kyndlunum. Áhrifaríkara virðist að biðja fisk um að drekkja sér. Áhrifafólk telur ekki rétt að þvinga fólk til að láta bólusetja sig eða setja því skorður fyrir þátttöku í daglegu lífi. Í kurteisisskyni er óbólusettum því leyft að setja þjóðfélagið á hliðina. Víða annars staðar en á Íslandi er þolinmæðin þrotin gagnvart skemmdarverkum óbólusettra og kyndilbera þeirra. Búið er að taka af þeim réttinn til að sliga heilbrigðiskerfið. Í Austurrríki hefur verið ákveðið að setja á bólusetningarskyldu. Mjög víða þarf fólk að sýna vottorð um bólusetningu til að fá flestalla þjónustu, ferðast eða halda vinnunni. Slíkar aðgerðir eru hins vegar þunglamalegar og seinlegar. Hér á landi eru engar kvaðir um bólusetningu við Covid-19. Fortölur og vísindalegar staðreyndir virðast engin áhrif hafa á þá sem eru alvarlega smitaðir af mótþróaþrjóskuröskun gagnvart bólusetningu. Ábyrgðarleysið gagnvart öðrum þjóðfélagsþegnum er algjört. Þetta fólk mun halda áfram að valda tjóni þangað til bólusetningarskylda verður ákveðin og henni fylgt eftir af ekki minni festu en þegar ríkið innheimtir hjá okkur skattana í hverjum einasta mánuði. Höfundur starfar við almannatengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Óbólusett fólk er aðalástæðan fyrir núverandi álagi á heilbrigðiskerfið, sem síðan leiðir til harkalegra smitvarna og tilheyrandi tekjutaps í mörgum atvinnugreinum. Að ekki sé talað um stórfellt rask í lífi tugþúsunda einstaklinga. Samt ríkir undarleg undanlátssemi í þjóðfélaginu gagnvart þessu ábyrgðarlausa fólki sem hafnar bólusetningu. Biðlað er til þess að láta bólusetja sig, en lítið meira. Hinir andsetnu andstæðingar bólusetninga eru hins vegar svo forhertir af hjarðheimskunni að þeir spyrna fótum bara fastar niður og kveikja í kyndlunum. Áhrifaríkara virðist að biðja fisk um að drekkja sér. Áhrifafólk telur ekki rétt að þvinga fólk til að láta bólusetja sig eða setja því skorður fyrir þátttöku í daglegu lífi. Í kurteisisskyni er óbólusettum því leyft að setja þjóðfélagið á hliðina. Víða annars staðar en á Íslandi er þolinmæðin þrotin gagnvart skemmdarverkum óbólusettra og kyndilbera þeirra. Búið er að taka af þeim réttinn til að sliga heilbrigðiskerfið. Í Austurrríki hefur verið ákveðið að setja á bólusetningarskyldu. Mjög víða þarf fólk að sýna vottorð um bólusetningu til að fá flestalla þjónustu, ferðast eða halda vinnunni. Slíkar aðgerðir eru hins vegar þunglamalegar og seinlegar. Hér á landi eru engar kvaðir um bólusetningu við Covid-19. Fortölur og vísindalegar staðreyndir virðast engin áhrif hafa á þá sem eru alvarlega smitaðir af mótþróaþrjóskuröskun gagnvart bólusetningu. Ábyrgðarleysið gagnvart öðrum þjóðfélagsþegnum er algjört. Þetta fólk mun halda áfram að valda tjóni þangað til bólusetningarskylda verður ákveðin og henni fylgt eftir af ekki minni festu en þegar ríkið innheimtir hjá okkur skattana í hverjum einasta mánuði. Höfundur starfar við almannatengsl.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar